
Valur

Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum
Norski miðjumaðurinn Marius Lundemo hefur samið við Val og mun leika með liðinu í Bestu deild karla næstu tvö árin. Lundemo kom til móts við Valsmenn sem eru í æfingaferð á Marbella á Spáni.

Valur tímabundið á toppinn
Valsmenn eru komnir á topp Olís-deildar karla í handbolta eftir sigur á Gróttu. Það var svo engin bikarþynnka í Fram sem lagði HK.

„Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“
„Við vorum alls ekki góðir í kvöld og getum sagt að það eina sem við tökum með úr þessum leik eru tvö stig“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, eftir að hafa séð sína menn kreista út 85-81 sigur gegn föllnu liði Hauka í nítjándu umferð Bónus deildar karla.

Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum
Valur sótti 85-81 sigur gegn Haukum á Ásvöllum í nítjándu umferð Bónus deildar karla. Valsmenn voru langt frá sínu besta í kvöld, en skiptu um gír undir lokin og sóttu gríðarmikilvægan sigur.

Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu
Elín Rósa Magnúsdóttir, landsliðskona í handbolta og lykilmaður meistaraliðs Vals, hefur skrifað undir samning til tveggja ára við þýska stórliðið HSG Blomberg Lippe. Samningurinn tekur gildi í sumar og klárar Elín Rósa tímabilið með Val.

Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina
Valsmenn komust upp í annað sæti Olís deildar karla í handbolta eftir öruggan sigur á nýkrýndum bikarmeisturum Fram.

Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum
Haukakonur náðu sex stiga forystu á toppi Bónus deildar kvenna í körfubolta í kvöld eftir 21 stigs útisigur á Valskonum á Hlíðarenda, 98-77.

Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1
Valskonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Lengjubikar kvenna í fótbolta í kvöld en þær unnu þá 5-0 sigur á Tindastól á Hlíðarenda.

Þór ekki í teljandi vandræðum með Val
Þór Akureyri vann sannfærandi sigur á Val þegar liðin mættust í A-riðli Bónus deildar kvenna í körfubolta.

Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit
Patrick Pedersen skoraði bæði mörk Vals í 1-2 sigri á Vestra í riðli 1 í Lengjubikar karla í fótbolta í dag.

Kári: Bara negla þessu niður
Kári Jónsson var hetja Valsara í kvöld þegar hann kom sínum mönnum yfir 88-87 þegar 27 sekúndur voru eftir af leiknum við ÍR í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld. Leiknum lauk með 90-87 sigri og Valsmenn festa sig í sessi í fjórða sæti deildarinnar.

Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína
Valur lagði ÍR í 19. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í hörkuleik. Jafnt var á öllum tölum nánast allan tímann og réðust úrslitin ekki fyrr en í lokaandartökunum. Staðan 90-87 þegar upp var staðið og Valsmenn eru enn á sigurbraut.

Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit
Fram gerði sér lítið fyrir og sigraði Val með tveimur mörkum í undanúrslitum Powerade-bikarkeppni kvenna í handbolta. Síðustu mínútur leiksins voru spennuþrungnar en Framarar skoruðu tvö síðustu mörk leiksins og sigruðu 22-20.

„Litla höggið í sjálfstraustið“
„Það er mikil tilhlökkun í hópnum og spenna fyrir þessum leik. Það er svolítið síðan við vorum þarna síðast svo það er auka spenna í loftinu,“ segir Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, sem mætir Val í undanúrslitum Powerade-bikars kvenna að Ásvöllum klukkan 18:00 í kvöld.

Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val
Kjartan Kári Halldórsson var orðaður við Val og Víking sem bæði hafa boðið í strákinn en nú staðfestir hann sjálfur að hann fari ekki fet og verði áfram í Hafnarfirðinum.

Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga
29. maí 2022 urðu Framkonur Íslandsmeistarar í handbolta kvenna eftir sigur í fjórða leik á móti Val. Þær unnu titilinn á heimavelli Vals og lyftu Íslandsbikarnum fyrir framan Valskonur. Nú eru næstum því 33 mánuðir liðnir og Fram hefur enn ekki unnið Valsliðið aftur.

Valskonur unnu meistarana
Þrátt fyrir að hafa misst niður 23 stiga forskot vann Valur góðan útisigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur, 73-77, í efri hluta Bónus deildar kvenna í körfubolta í kvöld.

Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val
Kjartan Kári Halldórsson gæti verið á leið til Vals frá FH. Valsmenn hafa elst við leikmanninn um hríð en Hlíðarendafélagið á þó eftir að semja um kaup og kjör.

„Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“
„Tilfinningin er mjög góð. Það eru spennandi tímar fram undan. Ég er mjög sáttur,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson, nýr leikmaður Víkings. Gylfi var kynntur til leiks í Víkinni í dag.

Valsmenn settu sex gegn Grindavík
Valur fór létt með Grindavík í fjórðu umferð Lengjubikarsins og vann 6-0 sigur á Hlíðarenda.

Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins
Valskonur eru komnar alla leið í undanúrslit EHF-bikarsins í handknattleik eftir að hafa gert jafntefli gegn Slavia Prag í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum í dag. Valur sigraði tékkneska liðið með sjö mörkum í fyrri leiknum í gær og voru í kjörstöðu fyrir leikinn í dag.

„Við vorum yfirspenntar“
Hafdís Renötudóttir átti stórleik í marki Vals þegar liðið tryggði sér í undanúrslit Evrópubikarkeppni kvenna í handbolta í dag. Valur gerði jafntefli við tékkneska liðið Slavia Prag, 22-22, í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum og sigraði einvígið samtals með sjö mörkum.

„Frammistaða á alþjóðamælikvarða“
Valur sigraði tékkneska liðið Slavia Prag með sjö mörkum í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handbolta.Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, segir að sjö marka sigur hafi komið á óvart og var í skýjunum með varnarleik liðsins í dag.

Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum
Valskonur eru einu skrefi nær undanúrslitum í Evrópubikarkeppni kvenna í handbolta eftir sjö marka sigur, 28-21, á tékkneska liðinu Slavia Prag í N1-höllinni í dag.Valskonur byrjuðu af krafti og voru samstilltar og agaðar í varnarleiknum. Tékkarnir áttu í erfiðleikum með að brjóta vörn þeirra á bak aftur og það tók gestina rúmar sjö mínútur að skora fyrsta markið.

Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit
Valskonur hafa náð sögulegum árangri í EHF-bikar kvenna í handbolta í vetur og stefna lengra. Stórt verkefni bíður á Hlíðarenda um helgina og búast má við fjölmenni í stúkunni.

Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val
Arnór Smárason mun segja starfi sínu sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val lausu um næstu mánaðarmót. Ástæðan eru flutningar til Svíþjóðar. Hann mun hins vegar starfa áfram sem tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar félagsins.

Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR?
Ég held að það deili enginn um það mat undirritaðs að félagsskipti Gylfa Þórs Sigurðssonar frá Val yfir í Víking í vikunni séu í hópi þeirra allra stærstu í sögu íslenskra knattspyrnu. En þekkjum við stærri félagsskipti hér á Íslandi?

„Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“
„Risastór sigur hjá stelpunum. Þetta var skref í rétta átt og gefur okkur mikið sjálfstraust, það er gaman að sjá alla erfiðisvinnuna sem þær leggja inn vera að skila sér inn á völlinn,“ sagði Jamil Abiad, þjálfari Vals í Bónus deild kvenna, eftir sex stiga sigur gegn Hamar/Þór. Deildin skiptist nú til helminga og þökk sé sigrinum í kvöld verður Valur í efri hlutanum.

Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum
Valur sótti sex stiga sigur, 83-89, í heimsókn sinni til Hamars/Þórs í Þorlákshöfn í átjándu umferð Bónus deildar kvenna. Sigurinn skaut Valskonum upp í efri hlutann en Hamar/Þór situr í níunda sæti deildarinnar sem skiptist nú til helminga.

Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig
Sigurður Aðalsteinsson segir Börk Edvardsson, fyrrverandi formann Knattspyrnudeildar Vals, hafa gert samkomulag við sig um að Valur myndi ekki standa í vegi Gylfa Þórs, sonar Sigurðar, færi svo að þessi þaulreyndi landsliðsmaður myndi vilja yfirgefa Val.