Haukar

Fjölniskonur sóttu sigur í Hafnarfjörðinn
Fjölniskonur gerðu góða ferð í Hafnarfjörð í Subway deildinni í körfubolta í dag þegar þær heimsóttu Haukakonur.

Opnaði dyr á harkalegan hátt og fékk rautt spjald fyrir
Ótrúleg dómgæsla leit dagsins ljós í Evrópubikarnum í handbolta þegar Haukar kepptu við rúmenska liðið Focsani ytra í dag.

Haukar töpuðu með tveggja marka mun í Rúmeníu
Haukar þurfa að vinna upp tveggja marka mun þegar þeir mæta Focsani í seinni viðureign liðanna að Ásvöllum eftir viku, eftir að hafa tapað á svekkjandi hátt í Rúmeníu í dag.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Tarbes 41-79 | Stórt tap í síðasta heimaleik Hauka
Haukakonur máttu þola stórt tap er liðið tók á móti franska liðinu Tarbes í seinasta heimaleik sínum í riðlakeppni Evrópubikars kvenna í körfubolta, 41-79.

„Við vorum ekki mættar tilbúnar í leikinn“
Lovísa Björt Henningsdóttir, leikmaður Hauka, var svekkt með stórt tap í síðasta heimaleik Hauka í Euro Cup, 41-79.

Sérfræðingar SB ósammála um hvort Berglind átti að fá rauða spjaldið
Seinni bylgjan ræddi rauða spjaldið sem Haukakonan Berglind Benediktsdóttir fékk þegar Haukarnir heimsóttu HK í Kórinn í síðustu umferð Olís deildar kvenna í handbolta.

Helena Sverrisdóttir: Ég var bara með skipanir um að ég mætti ekki gera neitt
Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka og íslenska landsliðsins í körfubolta, varð fyrir meiðslum í Evrópuleik með Haukum í Portúgal á dögunum þar sem hún reif ytri liðþófa. Hún segir það ótrúlega svekkjandi að missa af leikjum, bæði með félagsliði sem og landsliði.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Haukar 56-63 | Haukar gerðu góða ferð til Njarðvíkur
Haukar gerðu góða ferð til Njarðvíkur í Subway deildinni í körfubolta í kvöld en gestirnir unnu sjö stiga sigur, 56-63.

Umfjöllun og viðtöl: KA - Haukar 29-32 | Toppliðið sótti sigur norður
Haukar styrktu stöðu sína á toppi Olís deildarinnar með þriggja marka sigri á KA á Akureyri í dag.

Aron Kristjáns: Leikurinn var orðinn mjög líkamlegur
Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ánægður í leikslok eftir nauman sigur gegn KA.Haukar voru yfir nær allan leikinn en KA sótti á undir lokin og komust einu marki yfir þegar rúmar þrjár mínútur lifðu leiks.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 26-26 | Valsmenn snéru taflinu við í toppslagnum
Haukar sitja enn á toppi olís deildarinnar eftir að hafa gert jafntefli, 26-26, við Val í leik í 10. umferðinni sem fram fór fyrr í kvöld á Ásvöllum. Valur situr í öðru sæti, einu stigi á eftir Haukum.

Valsmenn hafa fagnað hverjum sigrinum á fætur öðrum á Ásvöllum síðustu ár
Valsmenn hafa unnið tvo stóra titla í handboltanum á árinu 2021 og báðir bikararnir fóru á loft á Ásvöllum. Valsmenn mæta aftur á Ásvelli í kvöld og mæta þar heimamönnum í Haukaliðinu í toppslag í Olís deild karla í handbolta.

Einar Þorsteinn dæmdur í eins leiks bann en Heimir og Darri sluppu
Valsmaðurinn Einar Þorsteinn Ólafsson verður í leikbanni í næsta leik Íslandsmeistara Vals í Olís deild karla eftir úrskurð aganefndar Handknattleikssambands Íslands í gær.

Gunnar Gunnarsson: Engin illska eða neitt í þessu
Gunnar Gunnarsson þjálfari Hauka var ánægður með sitt lið eftir sigur á HK í Kórnum í kvöld. Hauka stelpur voru töluvert betri í fyrri hálfleik en gáfu aðeins eftir í seinni hálfleiknum en unnu þó leikin að lokum 27-30.

Leik lokið: HK - Haukar 27-30 | Mikilvægur sigur Hauka
Haukakonur unnu í kvöld mikilvægan þriggja marka sigur gegn HK er liðin mættust í Olís-deild kvenna, 27-30. Liðin voru jöfn að stigum í fjórða og fimmta sæti fyrir leikinn, en Haukakonur sitja nú einar í fjórða sætinu, tveimur stigum á eftir Íslandsmeisturum KA/Þór.

„Maður stundum sér ekki þegar hún er farin“
Hin sautján ára gamla Elín Klara Þorkelsdóttir var til umræðu í Seinni bylgjunni í gær þar sem farið var yfir síðustu umferð í Olís deild kvenna í handbolta.

Aron: Gríðarlegur karakter að ná sigri úr þessum leik
Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ánægður með að hans menn skyldu hafa náð í sigur gegn ÍBV þrátt fyrir mikið mótlæti. Haukar unnu leikinn, 36-35.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - ÍBV 36-35 | Adam hetja Hauka í miklum markaleik
Adam Haukur Baumruk tryggði Haukum sigur á ÍBV, 36-35, í miklum markaleik í Olís-deild karla í kvöld.

Bragi skiptir í Hauka eins og faðir sinn, móðir og bróðir forðum
Grindvíkingurinn Bragi Guðmundsson verður ekki meira með Grindvíkingum í Subway-deild karla í körfubolta því hann hefur skipt í 1. deildarlið Hauka.

Sautján ára stelpa með þrefalda tíu í Olís deildinni
Haukakonan Elín Klara Þorkelsdóttir átti frábæran leik þegar Haukaliðið vann sannfærandi níu marka sigur á Stjörnunni í sjöundu umferð Olís deildar kvenna í handbolta um helgina.

Haukar unnu þægilegan sigur á Stjörnunni
Haukar unnu nokkuð þægilegan sigur á Stjörnunni í 7. umferð Olísdeildar kvenna í dag. Bæði liðin voru með tvo sigra í deildinni fyrir leikinn en það voru gestirnir sem lönduðu sigri, 23-32.

Seinni bylgjan sannfærð um nýtt heimsmet feðga í Víkinni
Seinni bylgjan var á heimsmetaveiðum í umfjöllun sinni um sjöundu umferð Olís deildar karla í handbolta í gær.

Aron Kristjánsson: „Það er auðvelt að lenda í vandræðum“
Í kvöld sigruðu Haukar Víking í Víkinni með ellefu marka mun, 20-31 í sjöundu umferð Olís-deildar karla. Tilla Haukar sér á topp deildarinnar um stundar sakir eftir að Stjarnan tapaði fyrr í kvöld gegn Gróttu.

Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Haukar 20-31 | Öruggt hjá Haukum í Fossvogi
Deildarmeistarar Hauka unnu öruggan 11 marka sigur á nýliðum Víkings í Olís-deild karla í kvöld, lokatölur í Fossvogi 20-31.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 24-31 | Eyjakonur skelltu Haukum að Ásvöllum
ÍBV vann annan sigur sinn á tímabilinu þegar Eyjakonur heimsóttu Hauka á Ásvelli í dag í Olís deildinni í handbolta.

Villeneuve gekk frá Haukum í síðari hálfleik
Eftir fínan fyrri hálfleik sáu Haukar aldrei til sólar í þeim síðari er liðið sótti Villeneuve heim í Evrópubikar kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 82-33.

Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Haukar 34-26 | Öruggur sigur Íslandsmeistaranna
Íslandsmeistarar KA/Þórs unnu öruggan átta marka sigur er Haukar mættu norður í kvöld, lokatölur 34-26. KA/Þór fer þar með upp í sjö stig á meðan Haukar eru áfram með fimm stig.

Tveir risa Subway-slagir í átta liða úrslitum VÍS-bikarsins
Dregið var í átta liða úrslit VÍS bikars karla og kvenna í körfubolta í dag og það eru spennandi leikir fram undan.

Darri kallaður inn í landsliðið
Darri Aronsson, leikmaður Hauka, hefur verið kallaður inn á æfingar með íslenska handboltalandsliðinu.

ÍR og Haukar áfram eftir góða útisigra
ÍR og Haukar eru komin í 8-liða úrslit VÍS-bikars karla í körfubolta eftir góða útisigra á Akureyri og Ísafirði.