
Þór Akureyri

Daníel gagnrýnir þétta leikjaröð: Virðast ekki trúa á endurheimt hjá KKÍ
Nýliðar Þórs í Subway deild kvenna í körfubolta unnu óvæntasta sigur tímabilsins til þessa í gær þegar þær urðu fyrstar til að vinna topplið Keflavíkur.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grindavík - Þór Ak. 93-63 | Upprúllun hjá Grindavíkurkonum
Grindavík vann þrjátíu stiga sigur á Þór frá Akureyri þegar liðin mættust í Smáranum í Subway-deild kvenna. Gríðarleg stemmning var á leiknum og Grindvíkingar fjölmenntu í Smárann.

Valur vann í Eyjum og ÍR vann á Akureyri
Tveir af þremur leikjum kvöldsins í Olís deild kvenna í handbolta er nú lokið. ÍR vann frábæran þriggja marka sigur á KA/Þór á Akureyri á meðan Íslandsmeistarar Vals unnu þægilegan átta marka sigur í Vestmannaeyjum.

Bjarni Guðjón í Val
Fótboltamaðurinn Bjarni Guðjón Brynjólfsson er genginn í raðir Vals. Hann samdi við félagið út tímabilið 2026.

Valskonur upp að hlið Hauka á toppnum
Valskonur jöfnuðu Hauka að stigum á toppi Olís-deildar kvenna í handknattleik eftir stórsgur á gegn KA/Þór á Akureyri í dag.

Sunna sá um norðankonur og ÍR sótti sigur að Varmá
Áttundu umferð Olís deildar kvenna lauk með tveimur leikjum í dag. ÍR sótti sigur gegn botnliði Aftureldingar og ÍBV vann öruggan sigur á Þór/KA.

Fyrsti sigur Stjörnunnar kom gegn ÍBV | KA/Þór lagði Fram
Stjarnan vann fjögurra marka sigur á ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta í dag, lokatölur 26-22. KA/Þór vann þá eins marks sigur á Fram, lokatölur í Grafarholti 21-22.

Haukar gengu örugglega frá Eyjakonum
16-liða úrslitum Poweradebikars kvenna lauk í kvöld með nokkuð óvæntum úrslitum. Íslandsmeistarar Vals sátu hjá þessa umferð og fara beint í þá næstu.

Sandra María íhugar næstu skref: „Skoða allt sem kemur upp á borðið“
Óvíst er hvar Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA og íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta spilar á næsta tímabili. Hún er nú í því, ásamt umboðsmanni sínum að skoða hvaða kostir eru í boði. Bæði hér á landi sem og erlendis. Hún skoðar allt sem kemur upp á borðið.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Þór 71-92 | Nýliðarnir sóttu sinn fyrsta útivallarsigur gegn lánlausum Blikum
Breiðablik tók á móti Þór Ak. í 6. umferð Subway deildar kvenna. Heimakonur höfðu ekki unnið leik fyrir þennan og engin breyting varð á því í kvöld. Þór komst snemma yfir í leiknum og hélt forystunni örugglega fram að lokaflauti, þeirra fyrsti útivallarsigur.

Sigurður Höskuldsson tekur við Þór
Knattspyrnuþjálfarinn Sigurður Höskuldsson hefur verið ráðinn þjálfari Lengjudeildarliðs Þórs frá Akureyri. Félagið greinir frá tíðindunum á heimasíðu sinni.

Íslandsmeistararnir snéru taflinu við gegn nýliðunum
Íslandsmeistarar Vals þurftu heldur betur að hafa fyrir hlutunum er liðið heimsótti nýliða Stjörnunnar í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór Ak. 75-73 | Valskonur sluppu með skrekkinn
Valskonur sluppu fyrir horn með sigur gegn nýliðum Þórs í Origo-höllinni í kvöld en Ásta Júlía Grímsdóttir skoraði sigurkörfuna þegar 0,9 sekúndur voru til leiksloka.

Umfjöllun: FH - Þór/KA 0-0 | Fjör en engin mörk í Krikanum
FH og Þór/KA gerðu markalaust jafntefli í lokaumferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag. Tækifærin til að skora voru svo sannarlega til staðar og Akureyringar fengu fleiri og betri færi í leiknum. En þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma var Snædís María Jörundsdóttir hársbreidd frá því að tryggja FH-ingum stigin þrjú þegar hún skaut í stöng.

Gott gengi Hauka heldur áfram
Haukar hafa unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum í Olís-deild kvenna í handbolta. Liðið vann góðan sex marka sigur á KA/Þór í kvöld, lokatölur 26-20.

Leik lokið: Fjölnir - Þór Ak. 70-62 | Fjölnir lagði nýliðana
Raquel Laneiro átti stórleik í liði Fjölnis er liðið vann sinn fyrsta sigur í Subway deild kvenna í kvöld gegn nýliðum Þórs.

Aron Einar og Arnór minnast systur sinnar sem lést langt fyrir aldur fram
Bræðurnir Aron Einar og Arnór Þór Gunnarssynir minnast systur sinnar, Tinnu Bjargar Malmquist Gunnarsdóttur sem féll frá á dögunum aðeins fjörutíu ára að aldri, í hjartnæmum færslum á samfélagsmiðlum.

Leik lokið: Þór/KA 1 - 3 Stjarnan | Stjörnukonur með þrjú mörk í seinni hálfleik
Stjarnan gerði góða ferð norður í land í dag og bar 3-1 sigur úr býtum gegn Þór/KA í fjórðu og næstsíðustu umferð í efri hluta Bestu deildar kvenna. Þór/KA komst yfir seint í fyrri hálfleik en Stjarnan skoraði þrjú mörk í þeim seinni þar sem varamaðurinn Hulda Hrund Arnarsdóttir stal senunni með tvö mörk

Skoraði fyrsta þrist kvennaliðsins í efstu deild frá upphafi og endaði með fimm
Hrefna Ottósdóttir var stjarna kvöldsins þegar nýliðar Þórs hófu leik í Subway deild kvenna með góðum sigri á Stjörnunni í gærkvöldi.

Þórsarar höfðu betur í nýliðaslagnum
Þór Akureyri vann góðan níu stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í nýliðaslag 1. umferðar Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld, 67-58.

Þorlákur hættur með Þór
Þorlákur Árnason er hættur þjálfun karlaliðs Þórs Ak. í fótbolta eftir tveggja ára starf.

Stjarnan og KA/Þór enn stigalaus á botni Olís-deildarinnar
Fram og ÍR unnu sigra í leikjum dagsins í Olís-deild kvenna í handknattleik í dag. Nýliðar ÍR náðu í sinn annan sigur á tímabilinu.

Sjáðu mörkin úr langþráðum Blikasigri og góðri heimsókn Akureyringa í Laugardalinn
Eftir fimm leiki í röð án sigurs vann Breiðablik Stjörnuna, 2-0, í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar kvenna í gær.


Umfjöllun: Valur 36 - 17 KA/Þór | Þægilegt hjá meisturunum
Íslandsmeistarar Vals stórsigur á KA/Þór í 2. umferð Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld. Lokatölur 36-17.

Skoraði sigurmarkið á Pæjumótinu í fyrra en lék í Bestu deildinni í gær
Hin þrettán ára Bríet Fjóla Bjarnadóttir lék sinn fyrsta leik í Bestu deild kvenna þegar Þór/KA sigraði Breiðablik, 3-2, í gær.

Sjáðu sigurmark Þór/KA í uppbótatíma sem tryggði Val titilinn
Þór/KA vann í gær 3-2 dramatískan sigur á lánlausu liði Breiðabliks, sem sýndi þó karakter í leiknum, í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta. Sigurmark Þór/KA kom í uppbótatíma seinni hálfleiks en úrslit leiksins sáu til þess að Valur hefur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn, þriðja tímabilið í röð.

Umfjöllun: Þór/KA 3 - 2 Breiðablik | Blikar töpuðu og Valur er Íslandsmeistari
Þór/KA vann 3-2 sigur á Breiðabliki á Akureyri í dag með sigurmarki í uppbótartíma eftir að hafa komist 2-0 yfir. Með sigrinum lyftir Þór/KA sér upp fyrir FH í 5. sæti deildarinnar. Breiðablik er áfram í 2. sæti og Valskonur eru orðnar Íslandsmeistarar í kjölfar þessara úrslita.

Grótta tók stórt skref frá fallsvæðinu með sigri
21. umferð Lengjudeildar karla kláraðist með leik Gróttu og Þórs. Um var að ræða mikinn fallslag og það var því mikið í húfi fyrir bæði lið. Grótta vann 1-0 og hefur gott sem tryggt sér sæti í Lengjudeildinni á næsta ári.

ÍBV sótti sigur norður og ÍR vann nýliðaslaginn
Tveimur leikjum er lokið í Olís-deild kvenna í handknattleik. ÍBV gerði góða ferð norður á Akureyri og vann þægilegan sigur á KA/Þór. Þá unnu nýliðar ÍR sigur á Aftureldingu á heimavelli sínum.