Keflavík og Njarðvík lentu í efstu sætum fyrri hluta Subway deildar kvenna. Njarðvíkingar eru í 2. sæti en hafa unnið átta leiki í röð.
Í hinni undanúrslitaviðureigninni kvennamegin mætast Þór Ak. og Grindavík. Leikirnir í undanúrslitunum fara fram í Laugardalshöll 20. mars.
Álftanes, sem er í fyrsta sinn í undanúrslitum bikarkeppninnar karlamegin, dróst gegn Tindastóli á meðan Keflavík og Stjarnan eigast við. Leikirnir verða 19. mars.
Úrslitaleikirnir í VÍS-bikarnum fara fram laugardaginn 23. mars.