
HK

Sjáðu sigurmark tíu KR-inga, mörk Víkinga og hvernig Blikar unnu Skagamenn
Sautjánda umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta lauk með þremur leikjum í gær og nú má sjá öll sjö mörkin úr þessum leikjum inn á Vísi.

Umfjöllun og viðtöl: HK - KR 0-1 | Tíu KR-ingar héldu Evrópudraumnum á lífi
KR hélt góðu lífi í Evrópudraumi sínum með því að landa sigri í Kórnum í fyrsta sinn, 1-0 gegn HK. KR missti mann af velli með rautt spjald eftir tíu mínútna leik en landaði samt sigri, svipað og gegn KA á Dalvík fyrr í sumar.

Meira en átta hundruð dagar síðan KR náði að vinna HK síðast
KR-ingar mæta í Kórinn í kvöld í sautjándu umferð Pepsi deildar karla sem er einn af fáum völlum sem KR-ingar hafa aldrei fagnað sigri í efstu deild karla.

„Algjörlega galið að þetta sé leyfilegt í sumardeild á Íslandi“
KFS er í botnbaráttunni í 3. deild karla sem er fjórða hæsta deildin á Íslandi en tókst samt að komast í sextán liða úrslit bikarkeppninnar og mun lengra en stóri bróðir í Vestmannaeyjum. Þjálfari liðsins er ÍBV goðsögn.

Dregið í átta liða úrslitin í Mjólkurbikarmörkunum í beinni í kvöld
Það verða ekki bara sýnt öll mörkin í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins í Mjólkurbikarmörkunum í kvöld heldur kemur framhaldið í keppninni einnig í ljós.

HK skoraði sjö og komst í 8-liða úrslitin
HK vann 7-1 heimasigur á KFS frá Vestmannaeyjum í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta í Kórnum í Kópavogi í kvöld. Liðið verður því í pottinum þegar dregið er í 8-liða úrslit keppninnar á morgun.

Pepsi Max Stúkan sýndi og sannaði að boltinn fór inn fyrir línuna hjá Gísla í gær
Gísli Laxdal Unnarsson hélt að hann hefði skoraði eitt flottasta markið sitt á ferlinum en aðstoðardómarinn í leik ÍA og HK í Pepsi Max deild karla í gær var ekki á sama máli. Pepsi Max Stúkan skoðaði atvikið betur eftir leik.

Umfjöllun og viðtöl: ÍA - HK 4-1 | Skagamenn galopnuðu fallbaráttuna með stórsigri
Skagamenn rúlluðu yfir HK-inga í uppgjöri botnliðanna í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld.

Sjáðu markið sem dómarinn tók af unga Garðbæingnum og markið mikilvæga í leik Vals og KR
Fimmtándu umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta lauk í gær með þremur leikjum og það var nóg skorað í fyrri hálfleiknum í tveimur leikjum. Hér má sjá öll mörkin frá því í gærkvöldi.

Umfjöllun og viðtöl: FH - HK 2-4 | Arnþór og Birnir tryggðu HK magnaðan sigur
HK vann 4-2 sigur á FH í 15. Umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta eftir hörkuleik liðanna í Kaplakrika í kvöld. HK fær því þrjú mikilvæg stig í botnbaráttunni.

Birnir Snær: Sýndum okkar bestu hliðar
Birnir Snær, leikmaður HK, var virkilega sáttur eftir 2-4 sigur HK í Kaplakrika þar sem hann skoraði tvö mörk.

Valur kemur langbest út úr „ef og hefði“ tölfræðinni en HK langverst
Valur kemur langbest út úr xG tölfræðinni í Pepsi Max-deild karla en HK langverst. Valsmenn eru með sjö stigum meira en þeir „ættu“ að vera með en HK-ingar átta stigum minna.

Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 0-3| Valsmenn styrktu stöðu sína á toppnum
Valur komust yfir rétt áður en flautað var til hálfleiks. Það má segja að mark Patrick Pedersen hafi verið gegn gangi leiksins en eftir að Valur komst á bragðið áttu heimamenn lítinn séns.Birkir Már Sævarsson gerði annað mark Vals með laglegu skoti í fjærhornið þegar síðari hálfleikur var ný farinn af stað.Andri Adolphsson var nýkominn inn á sem varamaður þegar hann spólaði upp hægri kantinn og þrumaði boltanum í slánna og inn.

Á ekki að vera hægt í meistaraflokksbolta
Sérfræðingar Pepsi Max stúkunnar gáfu ekki mikið fyrir varnarleik HK í fyrra marki KA gegn þeim fyrrnefndu í leik liðanna á Akureyri í gær. KA vann leikinn 2-0.

Umfjöllun og viðtöl: KA - HK 2-0 | KA vann í fyrsta leik sínum á Akureyri
KA-menn lögðu HK-inga að velli í 13.umferð Pepsi Max deildarinnar á Akureyri í dag.

Þórður í klandri í Kórnum: „Ætlar að gera einhverjar krúsídúllur“
Þórður Ingason, markvörður Víkinga, kom sér í klípu er hann var að dútla með knöttinn í leik Víkings og HK í Pepsi Max deild karla. Var það til umræðu í Stúkunni að leik loknum.

Umfjöllun og viðtöl: HK - Víkingur 0-0 | Markalaust í Kórnum
HK-ingar fengu Víking Reykjavík í heimsókn í Kórinn í kvöld þegar liðin spiluðu bæði sinn tólfta leik í Pepsi-Max deild karla. Bæði lið þurftu á þrem stigum að halda, en markalaust jafntefli þýðir að liðin skipta stigunum bróðurlega á milli sín.

Sjáðu mörkin úr endurkomusigri HK gegn Fylki
HK vann í gær 2-1 útisigur á Fylki í síðasta leik elleftu umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta. Sigurinn er liðinu mikilvægur í botnbaráttunni.

Umfjöllun: Fylkir - HK 1-2 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna
HK vann ansi mikilvægan 2-1 sigur á Fylki í kvöld er liðin mættust í frestuðum leik í Pepsi Max deild karla. Fylkir komst yfir en gestirnir snéru við taflinu í síðari hálfleik.

Sjáðu mörkin úr dramatískum Kópavogsslag, varamennina redda Fylki stigi og tíu KA-menn ná jafntefli við FH
Breiðablik vann dramatískan sigur á HK í Kópavogsslagnum, Fylkir tryggði sér jafntefli við Val með afar snotru marki Arnórs Borg Guðjohnsen og tíu KA-menn skoruðu jöfnunarmark gegn FH í Krikanum. Mörkin öll má nú sjá á Vísi.

Umfjöllun og viðtöl: HK - Breiðablik 2-3 | Blikar komu til baka í Kópavogsslagnum
HK fékk nágranna sína úr Breiðabliki í heimsókn í kvöld. HK-ingar komust tvisvar yfir í leiknum, en tvö mörk á lokamínútunum sáu til þess að það voru Blikar sem tóku stigin þrjú með 3-2 sigri.

Umfjöllun: Stjarnan - HK 2-1 | Stjörnumenn taplausir í fjórum leikjum í röð
Stjörnumenn náðu að nýta tvö af mjög fáum færum sínum í dag þegar þeir lögðu HK 2-1 í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar. Stjörnumenn hafa ekki tapað í fjórum leikjum í röð og eru komnir í gang í deildinni.

Brynjar Björn: Ég held að Martin eigi ekki eftir að spila fyrir Stjörnuna aftur
Þjálfari HK var á því að skaðinn hafi eiginlega verið skeður fyrir sína menn í fyrri hálfleik í tapi HK á móti Stjörnunni í Garðabænum í dag. Leikurinn var hluti af 9. umferð Pepsi Max deildarinnar og enduðu leikar 2-1 Stjörnunni í vil.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - HK 2-0 | Joey Gibbs tryggði heimamönnum sigur í fallslagnum
Keflavík vann frábæran 2-0 sigur á HK er liðin mættust í botnslag í Pepsi Max deild karla í dag. Joey Gibbs skoraði bæði mörk heimamanna sem lyfta sér upp úr botnsætinu með sigrinum.

„Við vorum heppnir að tapa bara 2-0 í dag“
Stefan Alexander Ljubicic, leikmaður HK, segir að Kópavogsbúar hafi ekki átt neitt skilið út úr leiknum sem það spilaði við botnlið Keflavíkur í dag.

Afturelding áfram á toppnum og fyrsti sigur HK
Afturelding vann 3-1 sigur á Gróttu í 5. umferð Lengjudeildar kvenna og er því Afturelding áfram á toppi deildarinnar.

Viktor Bjarki í tveggja leikja bann
Viktor Bjarki Arnarsson, aðstoðarþjálfari HK í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann. Var bannið staðfest á fundi aga- og úrskurðarnefndar Knattspyrnusambands Íslands í dag.

Umfjöllun og viðtöl: HK - Leiknir 2-1| HK-ingar unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu
HK unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar Leiknir kom í heimsókn í Kórinn í kvöld. HK átti rosalegan kafla í fyrri hálfleik þar sem þeir gerðu tvö mörk á stuttum tíma sem dugði í 2-1 sigri.

„Í flest öllum leikjum hefði mark Leiknis ekki fengið að standa“
HK unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar Leiknir mætti í Kórinn. Góður kafli HK í fyrri hálfleik skilaði þeim tveimur mörkum sem á endanum dugði í 2-1 sigri. Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK var afar sáttur með sigurinn í leikslok.

Umfjöllun og viðtöl: KR - HK 1-1 | Stefan bjargaði stigi fyrir HK
KR og HK skildu jöfn 1-1 er þau mættust á Meistaravöllum í 6. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í dag. Stefan Alexander Ljubicic bjargaði stigi fyrir HK undir lokin.