
HK

Fresta Krónumóti HK í fótbolta
HK og Krónan hafa tekið ákvörðun um að fresta Krónumóti HK í fótbolta vegna fjölgunar kórónuveirusmitaðra í samfélaginu. Mótið átti að fara fram helgina 13. og 14. nóvember í Kórnum í Kópavogi.

Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 23-28 | Selfoss aftur á sigurbraut eftir þriggja leikja taphrinu
Selfoss komst aftur á sigurbraut eftir þriggja leikja taphrinu. Þrátt fyrir að spila ekki sinn besta leik var sigur Selfoss aldrei í hættu. Lokatölur 23-28.

„Þurfti að draga hann inn klukkan ellefu á kvöldin“
Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir, handboltakona í HK, kveðst afar stolt af litla bróður sínum, Jón Degi, atvinnu- og landsliðsmanni í fótbolta.

Aldrei fundið fyrir pressu þrátt fyrir íþróttasögu fjölskyldunnar
Óhætt er að fullyrða að Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir, handboltakona í HK, sé af miklum íþróttaættum. Þrátt fyrir það segist hún ekki hafa fundið fyrir pressu að ná frama á íþróttasviðinu, miklu frekar stuðning.

„Geggjað að koma til baka eftir barnsburð og detta svona vel í gang“
Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir fór fyrir HK þegar liðið vann góðan sigur á Stjörnunni, 34-28, í Olís-deild kvenna á laugardaginn. Hún eignaðist barn í júní en var fljót að koma til baka og hefur sjaldan eða aldrei spilað jafn vel og síðustu leikjum.

HK lagði Stjörnuna örugglega að velli
HK vann nokkuð öruggan sigur á Stjörnunni í Olís deildinni í handbolta í dag þegar liðin mættust í Kórnum.

Varð heiðarleikinn HK-ingum að falli? „Hefði viljað sjá hana taka smá leikara“
HK gerði góða ferð norður yfir heiðar og gerði jafntefli, 26-26, við Íslands- og bikarmeistara KA/Þórs í Olís-deild kvenna á laugardaginn. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar eru á því að HK-ingar hafi verið snuðaðir um vítakast undir lok leiksins.

HK sótti stig gegn Íslandsmeisturunum | Stjarnan hafði betur úti í Eyjum
HK-ingar sóttu gott stig norður á Akureyri er liðið gerði jafntefli við Íslandsmeistara KA/Þórs í Olís-deild kvenna í dag, 26-26. Þá unnu Stjörnukonur góðan tveggja marka útisigur gegn ÍBV, 26-24.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - HK 30-24| Haukar í engum vandræðum með nýliða HK
Haukar fóru auðveldlega í gegnum nýliða HK í síðasta leik 6. umferðar. Snemma í seinni hálfleik komust heimamenn tíu mörkum yfir og þá var aðeins spurning hversu stór sigur Hauka yrði. Heimamenn enduðu á að vinna 30-24.

Öll lið í deildinni eru sterkari en við á pappírum
Haukar voru í engum vandræðum með nýliða HK í kvöld. Leikurinn endaði 30-24. Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, reyndist sannspár þar sem hann sagði í viðtali eftir síðasta leik að hann myndi ekki reikna með sigri gegnum Haukum.

Basti efast stórlega um að fyrsti sigurinn hjá hans liði komi í kvöld
HK-ingar eru enn stigalausir í Olís deild karla í handbolta eftir fimm töp í röð í upphafi tímabilsins. Þjálfarinn var kannski aðeins of hreinskilinn eftir síðasta leik.

Fannst við spila frábærlega
HK tapaði í kvöld naumlega gegn Aftureldingu í Kórnum 28-30, en jafnt var 28-28 þegar mínúta var eftir af leiknum. Sebastian Alexanderson, þjálfari HK leit þó á björtu hliðarnar þrátt fyrir fimmta tapið í röð.

Umfjöllun og viðtöl: HK - Afturelding 28-30 | Gestirnir unnu í spennutrylli
Í kvöld fór fram loka leikur fimmtu umferðar Olís-deildar karla þar sem HK fékk Aftureldingu í heimsókn. Leikurinn var æsispennandi allt til loka. Endaði hann með sigri Aftureldingar 30-28.

Fyrsti sigur HK kominn í hús
HK vann sex marka sigur á ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld, lokatölur 27-21. Var þetta fyrsti sigur HK í deildinni.

KR fékk tvo sóknarmenn
KR-ingar kynntu á blaðamannafundi í dag til leiks tvo nýja framherja sem verða með liðinu á næstu fótboltaleiktíð.

Gaupi heimsótti Gunnsastofu og þann reyndasta: Myndi aldrei taka krónu fyrir
Guðjón Guðmundsson var með skemmtilegt innslag í Seinni bylgjunni en hann hitti þá eina liðstjórann sem hefur verið í starfi í 23 ár og það í hans höfuðstöðvum Gunnsastofu.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - HK 27-25 | Framarar sigruðu gamla þjálfarann í hörkuleik
Sebastian Alexandersson mætti með HK-inga á sinn gamla heimavöll í Safamýrinni í 4. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Hörkuleikur þar sem bæði stigin enduðu hjá Fram. Lokatölur 27-25.

Einar Jónsson: Við unnum og það skiptir máli
Einar Jónsson, þjálfari Fram í handbolta, var að vonum sáttur með sigur á HK er liðin mættust í 4. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Hörkuleikur sem endaði með sigri Fram. Lokatölur 27-25.

Birnir til Íslandsmeistaranna
Íslandsmeistarar Víkings hafa keypt kantmanninn Birni Snæ Ingason frá HK.

Birnir Snær að ganga í raðir Íslandsmeistaranna
Birnir Snær Ingason, sóknarmaður HK, er að ganga í raðir Íslandsmeistara Víkings frá Kópavogsliðinu.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - HK 32-25 | Valur afgreiddi nýliðana
Valur vann sjö marka sigur á nýliðum HK. Þetta var annar sigur Vals á nýliðum á síðustu þremur dögum. Valur átti góðan kafla um miðjan seinni hálfleik og vann á endanum sannfærandi sigur 32-25.

Þungavigtin: HK neitaði tilboði frá KR upp á fjórar og hálfa milljón í Valgeir
„KR-ingar eru með opið heftið núna og buðu fjórar og hálfa í Valgeir Valgeirsson,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson í nýjasta þætti Þungavigtarinnar. Valgeir er leikmaður HK sem féll úr Pepsi Max deild karla í sumar.

Umfjöllun og viðtöl: HK - FH 25-29 | FH-ingar höfðu betur gegn HK
HK tók á móti FH í 3. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. HK byrjaði betur en missti FH frá sér og tapaði með 4 mörkum. Lokatölur 29-25.

Sebastian: Nenni ekki að tala um reynsluleysi, þetta var bara hugsunarleysi
Sebastian Alexanderson, þjálfari HK í handbolta, var allt annað en sáttur eftir 4 marka tap á móti FH er liðin mættust í Kórnum í kvöld. FH leiddi leikinn nánast frá upphafi. Lokatölur 29-25.

Guðrún Erla talin vera að ganga til liðs við HK
HK gæti borist góður liðsstyrkur fyrir komandi átök í Olís-deild kvenna í handbolta. Talið er að miðjumaðurinn Guðrún Erla Bjarnadóttir sé að ganga í raðir félagsins.

„Við vorum allar þarna og þetta var hálfkjánalegt á köflum“
Svava Kristín Grétarsdóttir og sérfræðingar hennar í Seinni bylgjunni voru frekar hneykslaðar á sóknarleik HK liðsins í Olís deild kvenna í handbolta.

Pepsi Max tölur: Allir þrír miðverðir Víkinga á topp tíu í skallaeinvígum
Þrír Víkingar lyftu saman Íslandsbikarnum eftir að liðið tryggði sér fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í þrjátíu ár. Þar fóru þrír öflugir miðverðir sem töpuðu ekki mörgum skallaeinvígum í sumar.

„Þær réðu ekkert við hana“
Valskonan Thea Imani Sturludóttir átti mikið hrós skilið eftir frammistöðu sína á móti HK um helgina og hún fékk það líka frá Seinni bylgjunni.

Umfjöllun og viðtal: HK - Valur 17-23| Annar sigur Valskvenna á HK í september
Valur vann sex marka sigur 17-23 í heldur tíðindalitlum sóknarleik hjá báðum liðum.Þetta var annar sigur Valskvenna á HK í september mánuði. Þær slógu HK út úr Coca Cola bikarnum fyrr í sama mánuði.

Halldór Harri: Sex marka tap gaf ekki rétta mynd af leiknum
HK tapaði í annað skiptið fyrir Val í september. Leikurinn einkenndist af miklum varnarleik beggja liða. Valur vann leikinn með sex mörkum 17-23. Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari HK, var svekktur með úrslitin eftir leik.