
Fram

„Blaðran er ekkert sprungin“
Einar Jónsson, þjálfari Fram í handbolta, segir ákveðna leikmenn úr liðum andstæðinganna njóta sín of vel þegar þeir mæti í Grafarholtið. Í kvöld hafi það verið Tandri Már Konráðsson.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Stjarnan 21-33 | Stjarnan fór létt með Íslandsmeistarana
Stjarnan fór létt með Íslandsmeistara Fram í Olís deild kvenna í kvöld en lokatölur í Úlfarsárdal voru 21-33.

„Ekki viss um að ég hafi séð svona áður frá okkur“
Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram, sagðist vera nánast orðlaus eftir niðurlægjandi tap gegn Stjörnunni á heimavelli í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 29-30 | Eyjamenn sterkari á lokasprettinum
Fram og ÍBV áttust við í frábærum handboltaleik í Olís-deild karla í kvöld sem endaði með eins marka sigri Eyja-manna í Úlfarsárdal, 29-30. Bæði lið mættu tilbúin til leiks og hófst leikurinn af miklum krafti.

„Þetta var klaufalegt“
Einar Jónsson, þjálfari Fram, var mjög ánægður með strákana sína í kvöld sem að þurftu að sætta sig við tap á móti sterku liði ÍBV.

„Núna er mér alveg drullusama um þetta undir lokin“
Jónatan Magnússon, þjálfari KA, var skýjum ofar eftir sigurinn á Fram í Úlfarsárdalnum í dag, 30-31. KA-menn voru sterkari aðilinn í leiknum en voru nálægt því að kasta sigrinum frá sér undir lokin.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - KA 30-31 | Ber er hver að baki nema sér Bruno eigi
KA varð í dag fyrsta liðið til að vinna Fram á nýja heimavellinum í Úlfarsárdal í Olís-deild karla. Lokatölur 30-31, KA-mönnum í vil.

„Skutum á markið eins og ég veit ekki hvað“
Einar Jónsson, þjálfari Fram, var svekktur eftir tapið fyrir KA, 30-31, í Olís-deild karla í dag. Hann er orðinn langþreyttur á lélegri færanýtingu sinna manna.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 25-27 | ÍBV kom til baka í síðari hálfleik og vann sætan sigur
ÍBV vann góðan útisigur á Fram í Olís-deild kvenna í handknattleik í dag en fyrir leik voru liðin jöfn stiga í deildinni. Lokatölur 25-27 en Eyjakonur komu til baka í síðari hálfleik og sigldu sigrinum heim.

Botnliðið lét Fram hafa fyrir sér
Toppbaráttulið Fram þurfti að hafa fyrir hlutunum er liðið heimsótti stigalausa Harðverja í Olís-deild karla í handbolta í dag. Gestirnir unnu þó að lokum nauman eins marks sigur, 31-32, og heldur sér því í öðru sæti deildarinnar.

Öruggt hjá Fram á Akureyri
Fram gerði góða ferð til Akureyrar í Olís deild kvenna og vann ellefu marka sigur á KA/Þór, lokatölur 24-35.

Geta haldið áfram að syngja „Jannik Pól, give us a gól“
Fram hefur framlengt samninga við tvo erlenda leikmenn sem reyndust liðinu vel í sumar.

Skilur þú hvað Kári Stefáns er að segja?
Fram og KA mættust í 8-liða úrslitum Kviss á laugardagskvöldið eins og greint var frá í gær.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 32-34 | Raunir Hauka halda áfram
Raunir Hauka í Olís deild karla í handbolta halda áfram en liðið tapaði með tveggja marka mun gegn Fram á Ásvöllum í kvöld. Fram hefur á sama tíma aðeins tapað einum leik og er aðeins stigi á eftir toppliði Vals. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Spennan mikil þegar þau tryggðu sig áfram í undanúrslitin
Átta liða úrslitin í Kviss hófust á laugardagskvöldið þegar Fram og KA mættust í spennandi viðureign.

Meistararnir semja við tvo leikmenn
Breiðablik hefur fengið Alex Frey Elísson frá Fram og Eyþór Aron Wöhler frá ÍA. Alex skrifaði undir þriggja ára samning við Breiðablik og Eyþór tveggja ára.

Umfjöllun og viðtal: Keflavík - Fram 4-0 | Aftur vann Keflavík stórsigur á Fram
Keflvíkingar unnu öruggan 4-0 sigur er liðið tók á móti Fram í lokaumferð Bestu-deildar karla í dag. Guðmundur Magnússon gat tryggt sér markakóngstitilinn með marki fyrir Framara, en hann þarf að sætta sig við það að deila titlinum með Nökkva Þey Þórissyni.

Setti sér markmið að skora fimm mörk en á möguleika á markakóngstitlinum í dag
Lokaumferðin í Bestu deild karla í fóbolta fer fram í dag. Breiðablik fær Meistaraskjöldin en mesta spennan, og í rauninni eina spennan, er hver verður markakóngur á Íslandsmótinu.

Stoðsendingatitilinn undir í leik Keflavíkur og Fram á morgun
Fram getur náð toppsæti af Keflavík með stórsigri í innbyrðis leik liðanna í lokaumferð Bestu deildarinnar í fótbolta en getur einnig bæði eignast markakóng og stoðsendingakóng deildarinnar.

FH, Fram og Afturelding á leið í 16-liða úrslit
FH, Fram og Afturelding eru á leið í 16-liða úrslit bikarkeppni HSÍ eftir sigra sína í kvöld. FH vann nauman þriggja marka sigur gegn Gróttu í Olís-deildarslag, 25-22, Fram vann Grill66-deildarlið Fjölnis á útivelli, 29-33, og Afturelding vann öruggan tíu marka sigur gegn Grill66-deildarliði Þórs frá Akureyri, 21-31.

Aðeins eitt lið hefur ekki náð að skora hjá Fram í Úlfarsárdalnum og það tvisvar
Framarar héldu marki sínu hreinu í 3-0 sigri á FH í neðri hluta úrslitakeppninnar um helgina og það var langþráð hreint mark hjá Grafarholtsliðinu.

Karen um Framliðið: Ég fattaði ekki að það yrðu svona miklar breytingar á liðinu
Karen Knútsdóttir var sérstakur gestur í Seinni bylgjunni í gær en hún getur ekki spilað með Íslandsmeisturum Fram þar sem hún er í barneignarleyfi.

Sjáðu Pohlstjörnuna, hálstakið og stórskrýtið sjálfsmark
KA-menn nýttu sér hrikaleg mistök miðvarða Stjörnunnar og eiga góða möguleika á að enda í 2. sæti Bestu deildar karla í fótbolta, eftir 3-0 sigur í Garðabæ í gær. Fram vann einnig 3-0 gegn FH og frestaði nær óumflýjanlegu falli Skagamanna niður um deild.

„Það er gott að halda hreinu, við gerum það ekki oft “
Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, var sáttur með frammistöðu sinna manna er þeir unnu FH 3-0 í Bestu-deild karla í dag. Jannik Holmsgard kom Fram í 2-0 í fyrri hálfleik og Guðmundur Magnússon bætti þriðja markinu við í seinni.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - FH 3-0 | Guðmundur jafnaði Nökkva
FH-ingar sáu vart til sólar þrátt fyrir að hún skein skært er þeir sóttu Fram heim í Bestu deilda karla í dag. Það voru danskir dagar í fyrri hálfleik þar sem að Jannik Holmsgard kom Fram í 2-0. Guðmundur Magnússon jafnaði KA-manninn Nökkva Þeyr Þórisson á markalistanum er hann skoraði þriðja mark Framara í seinni hálfleik. Lokatölur 3-0.

Umfjöllun: Selfoss - Fram 27-30 | Annar sigur Framara í röð
Fram vann þriggja marka sigur á Selfossi 27-30. Gestirnir komust snemma yfir og þrátt fyrir hetjulega baráttu Selfoss undir lokin þá hélt Fram sjó sem skilaði tveimur stigum í poka meistaranna.

Umfjöllun: Fram 29-29 Grótta | Mögnuðum leik í Úlfarsárdal lauk með jafntefli
Fram tók á móti Gróttu í Úlfarsárdal í kvöld í sjöttu umferð Olís-deildar karla. Var leikurinn kaflaskiptur og æsispennandi fram á lokasekúndu, en Grótta leiddi leikinn með fjórum mörkum þegar um þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Lokatölur 29-29 í Úlfarsárdal.

Markahæstur þeirra sem eftir eru en má semja við hvaða félag sem er
Guðmundur Magnússon, mögulega verðandi markakóngur Bestu deildarinnar í fótbolta, er með riftunarákvæði í samningi sínum við Fram og getur því samið við hvaða félag sem er nú í haust.

„Þú getur ekki hlaupið um og keyrt niður fólk“
Eyjamenn fengu víti á móti Fram í gær og í græna herbergi Stúkunnar voru menn ekki sammála um hvort um réttan dóm hafi verið að ræða. Stúkumenn fóru hins vegar yfir það hvernig þau mál enduðu áður en þeir komu inn í myndver til að taka upp þátt gærkvöldsins.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 1-3 | ÍBV með þriðja sigurinn í röð
Fram tók á móti ÍBV í þriðju umferð neðri hluta Bestu-deildar karla í fótbolta í dag. Það var mikið undir fyrir ÍBV sem þurfti sigur til að vera öruggt frá fallsæti. ÍBV byrjaði leikinn töluvert betur og leiddi 3-0 yfir í hálfleik. Framarar minkuðu muninn í seinni hálfleik en það dugði ekki til og 3-1 sigur ÍBV staðreynd. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.