Hagsmunir stúdenta

Fréttamynd

Hvetjum ungt fólk til að ná sér í reynslu er­lendis

Mig grunar að flestir Íslendingar telji að við búum í landi sem uppfyllir flestar okkar þarfir, hér er friður og farsæld og fjölbreytt mannlíf. Þó er okkur alltaf hollt að hleypa heimdraganum og kynnast nýjum tækifærum, sérstaklega ungu fólki.

Skoðun
Fréttamynd

Lána­sjóðurinn besta getnaðar­vörnin?

Á vormánuðum ár hvert eru úthlutunarreglur Menntasjóðs námsmanna endurskoðaðar. Þessar reglur ráða miklu um stöðu námsmanna sem reiða sig á stuðning sjóðsins við að framfleyta sér.

Skoðun
Fréttamynd

Nætur­strætó fyrir stúdenta

Almenningssamgöngur eru hornsteinn hvers borgarsamfélags eða eins og Gustavo Petro, borgarstjóri Bogotá orðaði það: “A developed country is not a place where the poor have cars. It’s where the rich use public transportation”.

Skoðun
Fréttamynd

Að vera leið­togi af er­lendum upp­runa

„Ég geri það þegar ég sé einhvern lit“ var mér sagt þegar aðili greip sig við að tala ensku við mig. Við höfðum hist á Austurvelli á meðan loftslagsverkfalli stóð á, og viðkomandi sýndi áhuga á LÍS, Landssamtökum íslenskra stúdenta, þar sem ég gegni embætti forseta.

Skoðun
Fréttamynd

Það er öllum í hag að styðja vel við námsmenn

Í dag mun ég leggja fram frumvarp á Alþingi sem felur í sér breytingar á námslánakerfi háskólastúdenta. Breytingar sem fela í sér markvissari fjárhagslega stuðning við námsmenn meðan á námi stendur. Markmiðið er að tryggja að námsmenn geti framfleytt sér án þess að þurfa að vinna mikið með námi, en stúdentar í íslenskum háskólum þurfa margir að vinna svo mikið með námi að það hefur áhrif á námsframvindu þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

113 stúdenta­í­búðir verða út­búnar á Hótel Sögu

Félagsstofnun stúdenta (FS) mun fá fjórðu til sjöundu hæð norðurálmu Hótels Sögu í sinn hlut og verða 113 stúdentaíbúðir útbúnar þar. Þá hefur FS óskað eftir að fá að stunda veitingarekstur á fyrstu hæð hótelsins þar sem hefur verið rekið veitingahús.

Innlent
Fréttamynd

Geta há­skóla­nemar „lifað með veirunni?“

Léttirinn var mikill þegar takmarkanir innanlands voru afnumdar sumarið 2020. Þjóðin öll hélt að hertar aðgerðir væru á undan okkur, og þess vegna var fagnað með stórglæsilegum hætti á krám og hátiðum víða um samfélagið.

Skoðun
Fréttamynd

„Ekki skera niður fram­tíðina okkar“

Í dag, 17. nóvember, er alþjóðlegur dagur stúdenta. Í tilefni þess taka evrópskir stúdentar höndum saman og kalla eftir sanngjarnri og viðunandi fjárfestingu stjórnvalda í menntun undir yfirskriftinni Don’t cut our future. Samstúdentar okkar í Evrópu eru að hrópa sömu skilaboð og við; það þarf raunverulega að fjárfesta í háskólastiginu.

Skoðun
Fréttamynd

Kort­leggja hvernig há­skóla­sam­fé­lagið geti brugðist við

Háskóli Íslands kannar nú hvernig bregðast megi við hertum samkomutakmörkunum þar sem það styttist nú óðum í lokapróf haustmisseris. Forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir skiljanlegt að staðan sem nú er uppi sé ógnvekjandi fyrir marga en verið er að finna leiðir til að draga úr áhyggjum stúdenta.

Innlent
Fréttamynd

Fórnar­kostnaður verð­mæta­sköpunar

Ákvörðun um að skrá sig í nám snýst að mörgu leyti um fórnarkostnað. Raunin er auðvitað ekki sú að þeir sem hyggja á nám setjist niður og setji upp excel-skjal með kostnaðar- og ábatagreiningu en mörg þurfa þó að taka afstöðu til þeirra áhrifa sem það hefur á fjárhaginn að fara í nám og fresta þar með þátttöku á vinnumarkaði.

Skoðun
Fréttamynd

Skiljanlegt að einhverjir séu ekki sáttir við breytinguna

Breytingar hafa verið tilkynntar á greiðsluskrá Strætó síðar í mánuðinum en bæði er þar um að ræða hækkanir á verði og lækkanir. Framkvæmdastjóri Strætó segist skilja að allir séu ekki á eitt sáttir við breytinguna en segir að breytta gjaldskráin bjóði upp á aukinn sveigjanleika. 

Innlent
Fréttamynd

Háskólanám fyrir útvalda

Stúdentar við Háskóla Íslands hafa margir hverjir þurft að berjast í bökkum eins og aðrir þjóðfélagshópar vegna heimsfaraldursins sem hefur geisað, faraldurinn hefur gefið og tekið á mis.

Skoðun
Fréttamynd

Fá­tækar fjöl­skyldur í mennta­kerfinu

Æskan á að vera tími áhyggjuleysis og gleði, þar erum við vonandi öll sammála. „Hve glöð er vor æska“ eins og Þorsteinn Erlingsson orti um aldamótin 1900. Hvers vegna er það þá svo að ekki er hugað að ungu fólki svo þau upplifi áhyggjuleysi og gleði í dag - þá sér í lagi ungum fjölskyldum?

Skoðun
Fréttamynd

Vítahringur vonbrigða

Heildarendurskoðun á námslánakerfinu gaf stjórnvöldum gullið tækifæri til að byggja upp nýtt kerfi með hag stúdenta að leiðarljósi. Afgreiðsla Menntasjóðsfrumvarpsins, sérstaklega á lokametrum þess, var aftur á móti fljótfær og þó svo að nýja kerfið hafi breytt ýmsu til hins betra eru þá er það að stórum grundvallarhluta enn ófullnægjandi fjárhagslegt stuðningskerfi fyrir stúdenta.

Skoðun
Fréttamynd

Fullt nám, hálft lán

Þrátt fyrir að 30 ár séu á milli þess að við tvö tókum námslán þá hefur lítið breyst. Það er enn ætlast til þess að stúdentar lepji dauðann úr skel og búi frítt í foreldrahúsum.

Skoðun
Fréttamynd

Tekur við sem for­maður SÍNE

Freyja Ingadóttir hefur verið nýr formaður SÍNE, Samtaka íslenskra námsmanna erlendis. Hún var kjörin á Sumarráðstefnu SÍNE sem fram fór síðastliðinn laugardag, en hún tekur við formennsku af Hauki Loga Karlssyni sem gengt hefur hlutverkinu síðastliðið ár.

Innlent
Fréttamynd

Á­byrgðar­maður hafði betur gegn Mennta­sjóði náms­manna

Ábyrgðarmaður námsláns hjá Menntasjóði námsmanna, áður Lánasjóði íslenskra námsmanna, ber ekki ábyrgð á öllu láninu heldur einungis þeim hluta sem var í vanskilum við gildistöku nýrra laga um Menntasjóð námsmanna. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur en dómur þess efnis var kveðinn upp í dag.

Innlent
Fréttamynd

Sumar­störfum fyrir 2.500 náms­menn út­hlutað

Nú hefur 2.500 sumarstörfum fyrir námsmenn verið úthlutað hjá Vinnumálastofnun en þau eru hluti af átakinu Hefjum störf, sem Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hrundi af stað. Átakið svipar til þess sem gert var síðasta sumar en átakið í ár nær enn víðar.

Innlent
Fréttamynd

„Ef kallinu er ekki svarað þegar neyðin er mest, hvenær þá?“

Isabel Alejandra Díaz, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir miður að viðbótarstuðningsaðgerðir stjórnvalda við stúdenta vegna kórónuveirufaraldursins nái ekki til allra stúdenta. Ganga hefði þurft enn lengra en stjórnvöld hafi boðað. Hækkun grunnframfærslu námslána sé aðal áhyggjuefnið sem barist hafi verið fyrir í mörg ár, en því hafi ekki verið brugðist við með fullnægjandi hætti.

Innlent