Tjáningarfrelsi

Fréttamynd

Yfirlæknarnir vilja óþvingað tjáningar- og skoðanafrelsi

Stjórn Samtaka yfirlækna á Landspítalanum sendu á föstudag frá sér yfirlýsingu þar sem þeir kölluðu eftir því að framkvæmdastjórn Landspítalaháskólahúss tæki af öll tvímæli um stöðu stjórnenda þegar kæmi að opinberri umræðu um heilbrigðismál og starfsemi spítalans.

Innlent
Fréttamynd

Ingó sendir sjötta kröfubréfið vegna nýrra ummæla

Ingólfur Þórarinson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, hefur sent sjötta kröfubréfið vegna ummæla um hann á samfélags- eða fjölmiðlum. Þetta staðfestir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður Ingólfs í samskiptum við fréttastofu en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá sendingu kröfunnar. Þá staðfestir Vilhjálmur að nýja krafan sé vegna ummæla sem birt voru eftir að fyrri kröfubréf voru send.

Innlent
Fréttamynd

Útgáfu Apple Daily í Hong Kong hætt um helgina

Vef- og prentútgáfu fjölmiðilsins Apple Daily í Hong Kong verður hætt í síðasta lagi á laugardag. Frá þessu segir í tilkynningu frá stjórn útgáfunnar í morgun og er ástæðan sögð vera ríkjandi aðstæður í Hong Kong.

Erlent
Fréttamynd

Af hverju stunda Píratar þöggun?

Í stuttu máli: Á Pírataspjallinu hefur lengi verið stunduð ritskoðun, þar sem reynt er að þagga niður tilteknar (málefnalega fram settar) skoðanir og fólk sem tjáir þær. Framkvæmdastjórn Pírata, sem ber ábyrgð á spjallinu hunsar kvartanir um þessa ritskoðun.

Skoðun
Fréttamynd

Skoðun og staðreyndir

Á skoðanasíðu Vísis eru frá degi til dags greinar eftir ráðherra, þingmenn, verkalýðsforingja, forstjóra og áhugafólk um hin ýmsu þjóðfélagsmál. Þarna má fá í útbreiddasta fréttamiðli landsins innsýn í skoðanir breiðs hóps fólks, yfirleitt vel rökstuddar, ágætlega fram settar og úr nánast öllum áttum. Þetta er sannkallað markaðstorg hugmynda.

Skoðun
Fréttamynd

Svartur listi rauða drekans

Íslenskur lögfræðingur hefur nú verið settur á svartan lista hjá stjórnvöldum í Kína og í kjölfarið fær maðurinn, Jónas Haraldsson ekki að stíga fæti á kínverska grundu og verða allir þeir fjármunir (sem hann er eflaust með) í Kína einnig frystir.

Skoðun
Fréttamynd

Ærumeiðingar ekki teknar alvarlega

Þann 19. mars sl. felldi Landsréttur tvo dóma í ærumeiðingamálum sem sprottin eru af fréttaflutningi af Hlíðamálinu, sem svo hefur verið kallað. Nánar tiltekið voru tveir menn, sem grunaðir voru um nauðgun, sakaðir um skipulagða kynferðisglæpi á opinberum vettvangi án þess að nokkuð lægi fyrir um sekt þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Sýknudómur í máli Sjanghæ gegn Sunnu staðfestur

Landsréttur hefur staðfest sýknudóm úr héraði í máli veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri á hendur Sunnu Valgerðardóttur fréttamanni, Magnúsi Geir Þórðarsyni fyrrverandi útvarpsstjóra og Ríkisútvarpinu. Dómur var kveðinn upp klukkan 14. Eigandi Sjanghæ krafðist miskabóta upp á þrjár milljónir.

Fréttir
Fréttamynd

Mikil­vægi tjáningar­frelsisins

Fyrir nokkru fór fram heit umræða um hatursorðræðu í garð stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna á Íslandi. Því ber að fagna að fram fari lýðræðisleg umræða um tjáningarfrelsið hér á landi og hvenær réttmætt sé að takmarka það vegna réttinda annarra.

Skoðun
Fréttamynd

Um­mæli í Hlíðamálinu dæmd ómerk en miska­bætur lækkaðar

Landsréttur dæmdi í dag Hildi Lilliendahl Viggósdóttur og Oddnýju Arnarsdóttur hvora um sig til að greiða tveimur karlmönnum 100 þúsund krónur í miskabætur ásamt vöxtum og greiðslu málskostnaðar vegna ummæla sem þær létu falla í tengslum við svokallaða Hlíðamál. Ein ummæli Hildar og fjögur ummæli Oddnýjar voru dæmd ómerk.

Innlent
Fréttamynd

Tvenn ummæli Aldísar ómerkt og Sigmar sýknaður

Tvenn ummæli sem Aldís Schram lét falla um Jón Baldvin Hannibalsson föður sinn, í útvarpi annars vegar og á Facebook hins vegar, hafa verið dæmt ómerk. Þá var Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður sýknaður í málinu.

Innlent