Náttúruhamfarir

Fréttamynd

Fólki mjög brugðið og ýfir upp gömul sár

Íbúum í Neskaupstað er mjög brugðið eftir snjóflóðin í morgun, að sögn íbúa í bænum. Fjöldi fólks hefur komið sér fyrir í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð. Flóðin ýfa upp gömul sár eftir mannskæð snjóflóð fyrir fjórum áratugum.

Innlent
Fréttamynd

Myndefni sýnir gífurlega eyðileggingu í Mississippi

Hvirfilbylir ollu gídurlegum skemmdum víða í Mississippi og Alabama í Bandaríkjunum en minnst 25 eru látnir og fjölmargir eru særðir. Eyðileggingin er hvað mest í bænum Rolling Fork í Mississippi þar sem myndefni sýnir hvernig stærðarinnar hvirfilbylur fór þvert í gegnum bæinn.

Erlent
Fréttamynd

Leitarhundar á leiðinni austur með þyrlu

Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni í loftið með þrjá björgunarsveitarmenn og jafnmarga leitarhunda á Hornafjörð til að vera til taks vegna snjóflóðanna og viðvarandi snjóflóðahættu á Austfjörðum.

Innlent
Fréttamynd

Það sem skal gera við rýmingu

Lögreglan á Austurlandi hefur birt tilmæli á Facebook-síðu sinni um hvað skal gera við rýmingu. Unnið er að því að rýma hús bæði í Neskaupstað og á Seyðisfirði. 

Innlent
Fréttamynd

Gríðar­leg eyði­legging í Mississippi

Að minnsta kosti 24 eru látnir eftir kraftmikinn hvirfilbyl sem herjaði á Missisippi í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Þúsundir eru án rafmagns og stendur leit að fólki í húsarústum yfir. Óveðrið er hið mannskæðasta í tólf ár.

Erlent
Fréttamynd

Snjó­flóð á Aust­fjörðum

Nokkur snjóflóð hafa fallið á Austfjörðum síðustu daga, þau stærstu nálægt Eskifirði. Veik lög eru í snjónum vegna skafrennings og kuldakasts síðustu daga. Veðurstofa biður fólk um að fylgjast vel með.

Innlent
Fréttamynd

Brúin skemmdist minna í krapa­flóðinu en á horfðist

Starfsmenn Vegagerðarinnar luku við að lagfæra brú að bænum Barkarstöðum í Svartárdal í dag. Brúin skemmdist minna en á horfðist í miklu krapaflóði í Svartá á mánudagskvöld en miklar viðgerðir þarf á veginum um dalinn.

Innlent
Fréttamynd

Fundu fólk á lífi eftir átta daga

Björgunarsveitarmenn, hermenn og aðrir leitarmenn í Tyrklandi fundu í morgun fólk á lífi í rústum húsa sem hrundu fyrir átta dögum síðan. Minnst þrír fundust á lífi í rústum húsa en leitað er í þremur héruðum Tyrklands. Sérfræðingar segja litlar líkur á því að margir muni finnast á lífi.

Erlent
Fréttamynd

Neyðarástand á Nýja-Sjálandi

Neyðarástandi hefur nú verið lýst yfir á öllu Nýja Sjálandi vegna fellibylsins Gabriellu sem hefur víða valdið gríðarlegu tjóni.

Erlent
Fréttamynd

Óttast að dánartalan tvöfaldist

Yfir þrjátíu þúsund eru nú látin eftir gríðarlegan jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi fyrir tæpri viku. Sameinuðu þjóðirnar óttast að dánartalan muni tvöfaldast. Tyrkir eru nú byrjaðir að handtaka verktaka vegna húsa sem hrundu en umdeilt er hvar ábyrgðin raunverulega liggur. Neyðarsöfnun Rauða kross Íslands hefur gengið vel og verða 30 milljónir sendar til Rauða krossins í Tyrklandi og Sýrlandi. 

Erlent
Fréttamynd

Ís­lenski hópurinn í Tyrk­landi: „Þetta er mjög slæmt á­stand“

Erlendur Birgisson verkfræðingur, meðlimur íslenska hópsins í Antayka í Tyrklandi, aðstoðaði svissnesku björgunarsveitina fyrir helgi við leit að einstakling í rústum í borginni. Fregnir höfðu borist af því að heyrst hefði í manni í rústunum en leit bar ekki árangur. Sjúkraflutningamaður segir ástandið mjög slæmt.

Erlent
Fréttamynd

Fylgjast vel með Öskju

Vakir í ís Öskjuvatns eru afbrigðilega stórar. Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá segir vert að fylgjast vel með.

Innlent
Fréttamynd

Stjórn­völd harð­lega gagn­rýnd fyrir hæg við­brögð

Tyrknesk stjórnvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að bregðast of hægt við afleiðingum jarðskjálftanna á mánudag. Nú er talið að yfir ellefu þúsund hafi farist í skjálftunum. Íslenskt björgunarfólk er komið á hamfarasvæðið í Tyrklandi. Við vörum við myndefni í þessari frétt. 

Erlent
Fréttamynd

Sam­staða borgar­búa sé ó­trú­leg

Þúsundir hafa farist eftir öfluga jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi í gær. Íslenskt björgunarsveitarfólk fer til Tyrklands til að aðstoða við björgunaraðgerðir. Samstaða íbúa Tyrklands er aðdáunarverð að mati íslenskrar konur sem býr á skjálftasvæðinu. 

Erlent
Fréttamynd

Í kappi við kuldann

Björgunarsveitir og aðrir leitaraðilar í Sýrlandi og Tyrklandi vinna nú hörðum höndum að því að ná fólki úr rústum húsa sem hrundu í öflugum jarðskjálftum í gær. Mikið kapp er lagt í að vinna hratt en mikill kuldi er á svæðinu.

Erlent