Fasteignamarkaður

Fréttamynd

Telur „tölu­verða“ orð­spors­á­hættu fyrir Eik að fara í út­leigu á í­búðar­hús­næði

Stjórn Eikar telur að gengið í yfirtökutilboði Langasjávar í allt hlutafé fyrirtækisins sé of lágt, meðal annars á grundvelli greininga frá óháðum aðilum sem verðmeta það á tugprósenta hærra verði, enda þótt það sé „nokkur samhljómur“ í áformum fjárfestingafélagsins og Eikar. Stjórnin leggst gegn hugmyndum um að Eik fari í útleigu húsnæðis til almennings en arðsemi ef slíkri starfsemi sé „mun lægri“ og henni fylgi orðsporsáhætta sem gæti dregið úr áhuga sumra fjárfesta á félaginu.

Innherji
Fréttamynd

Nýir aðilar ráðast í upp­byggingu Vesturbugtar

Reykjavíkurborg hefur gengið til samninga við M3 fasteignaþróun um uppbyggingu tæplega 200 íbúða í Vesturbugt við Slippinn í Reykjavík. Félagið greiðir samanlagt um 3,2 milljarða króna fyrir byggingaréttinn og gatnagerðargjöld.

Innlent
Fréttamynd

Loks opnað fyrir um­sóknir um hlutdeildarlán

Opnað hefur verið að nýju fyrir umsóknir um hlutdeildarlán hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Hlutdeildarlán eru veitt til kaupa á nýjum íbúðum og standa til boða fyrir fyrstu kaupendur og þau sem ekki hafa átt íbúð síðastliðin fimm ár og eru undir tilteknum tekjumörkum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gerður Huld seldi húsið á 239 milljónir

Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, seldi einbýlishús sitt við Þrymsali 1 í Kópavogi á dögunum. Um er að ræða 404 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum sem var byggt árið 2008.

Lífið
Fréttamynd

Hlý­legt ein­býli úr smiðju Rutar Kára

Við Ljósaberg í Hafnarfirði er að finna fallegt 207 fermetra einbýlishús einni hæð. Húsið var byggt árið 1984 og hefur síðan þá nánast allt verið endurnýjað. Rut Káradóttir innanhúsarkitekt endurhannaði húsið að innan árið 2021 þar sem hugsað hefur verið út í hvert einasta smáatriði. 

Lífið
Fréttamynd

Lækkar verð­mat sitt á Eik en er samt tals­vert yfir til­boðs­verði Langa­sjávar

Dekkri rekstraráætlun og lakari sjóðstaða þýðir að verðmatsgengi á Eik hefur verið lækkað nokkuð frá fyrra mati, samkvæmt nýrri hlutabréfagreiningu, en þrátt fyrir það er fasteignafélagið metið á tugprósenta hærra verði borið saman við gildandi yfirtökutilboð Langasjávar í alla útistandandi hluti. Hlutabréfaverð Eikar hækkaði skarpt í Kauphöllinni í dag og er núna um tíu prósentum yfir tilboðsverði fjárfestingafélagsins.

Innherji
Fréttamynd

Hús­næðis­verð og þyngdar­afl launa

Grindavíkuráhrifin eru að fjara út, sölutími eigna er að byrjaður að lengjast aftur og eignum til sölu fjölgar. Útlit er því fyrir að hægja taki á húsnæðisverðshækkunum og framundan séu mjög hóflegar nafnverðshækkanir, að mati hagfræðings.

Umræðan
Fréttamynd

Íris Ósk selur tryllt hönnunarhús

Íris Ósk Valþórsdóttir vörumerkjastjóri Vaxa hefur sett einstakt hönnunarhús sitt við Birkihæð í Garðabæ á sölu. Húsið var byggt árið 1991 og teiknað af Baldri Svavarssyni arkitekt. Ásett verð er 248 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Engar efndir hjá Einari

Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, ætlar að reynast pólitískt þynnildi í húsnæðismálum. Samkvæmt nýlegri íbúðatalningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) hefur íbúðum í byggingu fækkað nokkuð í Reykjavík.

Innherji
Fréttamynd

Lakkrískóngurinn Bülow selur sveitasetrið

Danski lakkrískóngurinn Johan Bülow hefur sett sveitasetur sitt í bænum Tisvildeleje, við strandlengjuna á norður Sjálandi í Danmörku, á sölu. Húsið var byggt árið 2013 og er staðsett á 3651 fermetra eignarlóð.

Lífið
Fréttamynd

Danska poppdívan Medina selur glæsivilluna

Danska tónlistarkonan Medina og eiginmaður hennar hafa sett glæsivillu sína í Hørsholm, norður af Kaupmannahöfn, í Danmörku á sölu. Húsið einkennist af miklum munaði og fáguðum stíl.

Lífið
Fréttamynd

Telur vaxta­hækkanir við­skipta­bankanna brattar

Seðlabankastjóri telur hækkanir viðskiptabankanna á verðtryggðum vöxtum íbúðalána brattar á skömmum tíma. Hann telur hins vegar að þær muni leiða til þess að hækkun á fasteignaverði heyri sögunni til. Hann kveður umræðu um að of lítið sé byggt, á villigötum. Útlán til byggingageirans séu mikil og nóg af eignum til sölu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Arki­tekta- og verk­fræði­stofur merkja mikinn sam­drátt í verk­efnum

Allt útlit er fyrir minna framboð íbúðarhúsnæðis á næstu árum sem birtist meðal annars í því að meira en sextíu prósent arkitekta- og verkfræðistofa segja að verkefnum hjá sér hafi fækkað, samkvæmt nýrri könnun sem Samtak iðnaðarins hafa gert. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að áherslur stjórnvalda í húsnæðisstuðningi, sem beinast núna í meira mæli til leigjenda, séu til þess fallin að magna vandann enn frekar í stað þess að auka hvata til íbúðaruppbyggingar.

Innherji
Fréttamynd

Norð­lenskur útsýnisdraumur

Við Oddeyrargötu á Akureyri er finna einstaklega sjarmerandi einbýlishús. Húsið var byggt árið 1927 og hefur verið mikið endurnýjað síðastliðin ár á gerðarlegan máta með tilliti til sögu hússins. Ásett verð er 94,1 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Færri í­búðir í byggingu en fyrir ári

Alls voru 16,8 prósentum færri íbúðir í byggingu á landinu í september en á sama tíma á síðasta ári. Ljóst má vera að framkvæmdir eru að hefjast á of fáum íbúðum ef ekki á að verða frekari samdráttur á nýjum íbúðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fleiri leigi nú af vinum og ættingjum

Fasteignamarkaðurinn ber nú merki um aukið jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar samhliða minni áhrifum vegna Grindavíkur, þrátt fyrir að eftirspurn sé enn mikil. Merki eru um að fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sé enn á valdi seljenda og á leigumarkaði virðast fleiri nú leigja hjá ættingjum eða vinum.

Viðskipti innlent