
Meðferðarheimili

Hugrenningar forstöðumanns
Það hefur vafalaust ekki farið fram hjá neinum sem les fréttir eða skoðar samfélagsmiðla að hnífaburður meðal ungmenna hefur aukist og allir eru á tánum hvað við getum gert í þessum efnum. Við erum hrædd um ungmennin okkar en ég upplifi líka að fólk sé hrætt við þau.

Skipulagði innbrot tíu ára
Mummi Týr Þórarinsson, fyrrverandi forstjóri Götusmiðjunnar segist hafa verið sannkallað götubarn sem hafi ekki átt neinn alvöru samastað á uppvaxtarárum sínum. Þetta kom ekki til af góðu en Mummi flúði óbærilegar aðstæður sem voru heima fyrir.

Ná að stytta biðlista og kynjaskipta meðferðinni
Framkvæmdastjóri Krýsuvíkursamtakanna, Elías Guðmundsson, segir það afar ánægjulegt að geta fjölgað meðferðarrýmum hjá sér í 29 á meðferðarheimilinu Krýsuvík. Með því verði hægt að styrkja kvennastarf samtakanna og kynjaskipta meðferðinni.

Neyslusaga móður: „Það var rítalínið sem rústaði mér alveg“
„Það var rítalínið sem rústaði mér alveg,“ segir Ásta Kristmannsdóttir þegar hún rifjar upp neyslusöguna sína.

Meðferðarstöðinni Vík lokað í sumar
Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir að lokunin sé vegna fjárskorts og hún megi heita skeytingarleysi gagnvart fólki með fíknisjúkdóm.

Enn og aftur sumarlokun hjá SÁÁ
Ég fékk það staðfest fyrr í dag að SÁÁ lokar meðferðarstöðinni Vík í sumar vegna fjárskorts. Og göngudeildinni. Enn og aftur þarf að loka í sex vikur. Fólk sem leitar sér aðstoðar á Vogi í sumar fær sem sagt ekki neina samfellu í sinni meðferð. Eftir tíu daga á Vogi tekur ekkert við, hvorki göngudeild né Vík, fyrr en eftir dúk og disk.

„Næs að það sjáist ekki lengur á mér að ég hafi verið heimilislaus“
Kolfreyja Sól Bogadóttir er tónlistarkona og vinnur á frístundaheimili í grunnskóla. Fyrir ári síðan var hún heimilislaus og djúpt sokkin í neyslu ópíóíða. Hún segir líf sitt hafa breyst með undraverðum hætti eftir að hún dvaldi á Hlaðgerðarkoti í langtímameðferð.

Hafa safnað 2,8 milljónum eftir að keppni fór af stað
Félagarnir Elías Guðmundsson og Lárus Welding, framkvæmdastjóri og stjórnarformaður meðferðarúrræðisins Krýsuvíkursamtakanna hafa samtals safnað rúmlega 2,8 milljónum króna fyrir Krýsuvíkursamtökin.

Tómas segir nei við fíkniefnum eins og Nancy
Fjölmargir þingmenn stigu í púlt nú síðdegis til að ræða um notkun ópíóíðalyfja, þeirra á meðal Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins. Hann vill opinn tékka til SÁÁ, Hlaðgerðarkots og Krísuvíkursamtakanna.

Börn í kerfinu þola enga bið
Samfélagið hefur nú heyrt hræðilegar og átakanlegar sögur af reynslu kvenna sem hlutu úrræði á Laugalandi í æsku á vegum barnaverndar. Laugaland átti að vera þeim öruggur staður. Að upplifun þeirra hafi verið sem skyldi er óafsakanlegt. Það er nauðsynlegt að samfélagið allt læri af þessari reynslu og tryggi að slíkt geti aldrei aftur átt sér stað.

Léttir að lesa greinargerðina og spenntar að sjá hvernig ráðherra bregst við
Tvær af þeim stúlkum sem dvöldu á vistheimilinu Varpholti/Laugalandi í Eyjafirði eru ánægðar með greinargerð sem komin er út um starfsemi vistheimilisins á árunum 1997 til 2007. Þær segjast spenntar að sjá viðbrögð ráðherra við greinargerðinni.

Andlegt ofbeldi og niðurlæging á Laugalandi
Eftirlitsskylda barnaverndaryfirvalda brást þeim sem dvöldu á meðferðarheimilinu Varpholti/Laugalandi. Yfirvöld hefðu átt að bregðast við ákalli íbúa og skerast í leikinn þegar ljóst var hve mikið álag hvíldi á starfsfólki. Yfirgnæfandi meirihluti fyrrum vistbarna upplifði andlegt ofbeldi við dvölina.

OxyContin-faraldur og innlögnum á Vog fjölgar
Stöðug fjölgun hefur verið á innlögnum inn á Vog vegna ópíóíða en verðkönnun SÁÁ gefur til kynna að framboð á opíóíðum hér á landi hafi aukist síðustu ár. Lögreglan hefur haldlagt mikið af ópíóðanum OxyContin síðustu misseri og læknar á Vogi hafa áhyggjur af þróuninni.

Bjargey kemur þeim sem á þurfa að halda til bjargar
Bjargey, nýtt meðferðarheimili ætlað börnum og stúlkum, var formlega opnað í Eyjafjarðarsveit í gær. Meðferðin sem þar er veitt er lífspursmál fyrir þá sem á henni þurfa að halda að mati aðstandenda heimilisins.

Laugalandskonur langþreyttar á aðgerðarleysi
Tólf konur sem segjast hafa sætt illri meðferð, andlegu og líkamlegu ofbeldi á meðferðarheimilinu Laugalandi á árunum 1997 til 2007 upplifa sem svo að rannsókn á málum þeirra sé ekki gerð af alvöru eða hafi forgang. Þau hafi reiknað með öðru eftir fund með ráðherra og lögfræðingi velferðarráðuneytisins.

Krýsuvíkurskóli rýmdur og fjöldahjálparstöð opnuð
Meðferðarheimilið Krýsuvíkurskóli var rýmt í kvöld vegna gasmengunarhættu. Þau sem þar dvöldu voru flutt í Hópsskóla í Grindavík, þar sem opnuð hefur verið fjöldahjálparstöð.

Skoða hvort börn hafi sætt illri meðferð á Laugalandi og Varpholti
Ríkisstjórnin samþykkti í gær tillögu félags- og barnamálaráðherra um að það verði kannað hvort og þá í hvaða mæli börn sem voru vistuð á meðferðarheimilinu Varpholti og Laugalandi hafi sætt illri meðferð.

Fyrirhuguð lokun meðferðaheimilisins Laugalands
Meðferðaheimilið Laugaland hefur verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið frá því að fréttir bárust af því að til stæði að loka því.

Skreytum hús: Meðferðarheimili gert að fallegu hreiðri
„Hlaðgerðarkot er elsta nústarfandi meðferðarstofnun landsins,“ segir Helga Lind Pálsdóttir forstöðukona. Í fimmta þætti af hönnunarþáttunum Skreytum hús er kvennaálman á Hlaðgerðarkoti tekin í gegn. Soffía Dögg Garðarsdóttir sá strax að þarna þyrfti að taka mikið til hendinni og vildi hún endilega leggja sitt af mörkum.

Einhugur um rannsókn á vistheimilum og kallað eftir gögnum
Velferðarnefnd Alþingis er einhuga um að nauðsynlegt sé að rannsaka aðbúnað, þjónustu og meðferð fullorðins fólks með fatlanir, þroskahömlun og geðræn veikindi sem dvalið hefur á stofnunum og meðferðarheimilum á Íslandi.

Krýsuvík næst upptökum og þar fór fólkið hlaupandi út
Jarðskjálftinn sem reið yfir suðvesturhorn landsins laust fyrir klukkan tvö í dag mældist 5,6 stig og var með upptök skammt vestur af Krýsuvík. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast en í Krýsuvík hljóp fólk út og þar hrundi úr fjöllum.

Afhentu Báru 136 heimaprjónaðar flíkur fyrir meðferðarheimili hér á landi
Ljósið afhenti Báru Tómasdóttur nýverið framlag sitt til verkefnisins Kærleiks í hverri lykkju. Bára missti son sinn Einar Darra, sem lést eftir neyslu róandi lyfja aðeins 18 ára gamall. Kærleikur í hverri lykkju er á vegum Minningarsjóðs Einars Darra sem stendur fyrir vitundarvakningu og forvarnarfræðslunni Eitt líf með það að markmiði að sporna við og draga úr misnotkun ávana- og fíkniefna, sér í lagi meðal ungmenna.

Fimmtán prósenta samdráttur hjá Vogi vegna tekjubrests
Sjúkrahúsið Vogur hefur þurft að draga úr meðferðarplássum um fimmtán prósent vegna tekjuskorts. Verulega þurfti að draga úr meðferðarplássum frá miðjum mars þar til í lok maí vegna kórónuveirufaraldursins og er biðtími fyrir suma allt að margir mánuðir.

Strokupiltarnir þeir sömu og voru stöðvaðir með naglamottu í febrúar
Drengirnir þrír sem handteknir voru í aðgerðum lögreglunnar á Suðurlandi, sérsveitar Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar síðastliðinn fimmtudag eru þeir sömu og lögregla þurfi að beita naglamottu á til að stöðva för þeirra fyrr á árinu.

Strokudrengir fundust í Þykkvabæ eftir mikla leit
Þrír drengir voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar á Suðurlandi, sérsveitar Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar skömmu eftir miðnætti. Drengirnir struku af meðferðarheimili eftir að hafa ógnað starfsmanni og stolið bíl.

Meðferðarúrræði fyrir fólk með heilaskaða sett á legg
Framheilaskaði hefur verið hálf falið leyndarmál á Íslandi en á hverju ári hljóta eitt þúsund til fimmtán hundruð manns framheilaskaða, þar af verða tvö til þrjú hundruð manns öryrkjar og tugir glíma við hegðunarvandamál sem gerir alla meðferð erfiða.

Samningur um meðferðarstofnun í Krýsuvík til endurskoðunar
Félagsmálaráðherra hefur samning Krýsuvíkursamtakanna, sem reka meðferðarheimilið í Krýsuvík til endurskoðunar. Ungu maður svipti sig lífi í húsnæði meðferðarheimilisins nýverið en enginn starfsmaður var á staðnum þegar komið var að honum.

Miklu meiri hetjudáð að sigrast á fíknivanda en að hjóla þvert yfir landið
Rannsóknarlögreglumaður á Austurlandi ætlar að hjóla og hlaupa fyrir samtök sem hann segir hafa bjargað lífi dóttur sinnar.

Stríðsmenn Andans gefa Krýsuvík svitahof
Stríðsmenn andans ætla að gefa meðferðarheimilinu Krýsuvík svitahof. Svitahofið verður hluti af meðferð og verður opnað í lok júlí eða byrjun ágúst.

Nokkur átján ára ungmenni með fíkniefnavanda á götunni
Tæplega tíu börn, sem hafa átt við verulegan hegðunar- og fíkniefnavanda að etja, hafa á síðustu mánuðuðum fallið utan við barnaverndarkerfið eftir að hafa náð 18 ára aldri og flest eru þau nú með öllu eftirlitslaus á götunni án þess að stuðningsfólk geti nokkuð aðhafst. Lögregluvarðstjóri segir mjög erfitt að horfa á eftir hinum svonefndu ,,týndu börnum" og geta ekkert að gert.