
Hjartastopp hjá Christian Eriksen

„Örugglega ekki mjög fallegt að horfa upp á“
„Fyrsta hugsunin þegar ég vaknaði á vellinum hjá FH var: „Já, þetta er búið“,“ segir Emil Pálsson sem lagt hefur knattspyrnuskóna á hilluna eftir að hafa farið í hjartastopp á æfingu í Kaplakrika, í annað sinn á hálfu ári.

Maðurinn sem lífgaði við Christian Eriksen bjargaði öðru lífi á Parken
24 ára stuðningsmaður FC Kaupmannahafnar fór í hjartastopp á Evrópuleik liðsins á móti tyrkneska félaginu Trabzonspor í síðustu viku en sá hinn sami getur þakkað líf sitt manni sem gerir það að vana sínum að bjarga mannslífum á stærsta fótboltaleikvangi Dana.

Fullkomnar upprisuna í Leikhúsi draumanna
Christian Eriksen hefur samþykkt þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United. Hann á eftir að setja blek á blað og gangast undir læknisskoðun áður en félagið getur tilkynnt Eriksen sem nýjasta liðsmann Rauðu djöflanna.

„Hjartahlaupurum“ í Danmörku fjölgað um 25 þúsund vegna Eriksen
Gríðarleg aukning hefur orðið á svokölluðum „hjartahlaupurum“ í Danmörku þar sem hvert fyrstu hjálpar námskeiðið á fætur öðru er fullsetið eftir hjartaáfall Christians Eriksen, leikmanns danska karlalandsliðsins í fótbolta, á EM í fyrra.

„Að ganga út á þjóðarleikvanginn sem fyrirliði í fyrsta skipti var einstakt“
Fyrir 290 dögum fór Christian Eriksen í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á EM í fótbolta síðasta sumar. Í gær snéri hann aftur á sama völl með danska landsliðinu þegar hann bar fyrirliðabandið í 3-0 sigri gegn Serbíu.

Sjáðu endurkomu Eriksen á Parken og markið sem fullkomnaði hana
Það var falleg stund er Christian Eriksen snéri aftur á Parken með danska landsliðinu í fótbolta í kvöld, 290 dögum eftir að leikmaðurinn fór í hjartastopp á sama velli á EM í fyrra.

Eriksen skoraði í endurkomunni á Parken í öruggum sigri Dana
Christian Eriksen skoraði þriðja mark danska landsliðsins er liðið vann öruggan 3-0 sigur gegn Serbum í vináttulandsleik í Danmörku í dag. Þetta var fyrsti leikur Eriksen á Parken síðan hann fór í hjartastopp á sama velli á EM seinasta sumar.

Snýr aftur á völlinn sem hann dó næstum því á
Í kvöld spilar Christian Eriksen í fyrsta sinn á Parken í Kaupmannahöfn síðan hann fór í hjartastopp á vellinum í leik Danmerkur og Finnlands á EM í fyrra. Hann verður fyrirliði danska liðsins í leiknum gegn Serbíu í dag.

Eriksen sneri aftur með marki
Christian Eriksen er mættur aftur til leiks með danska landsliðinu í fótbolta, 287 dögum eftir atvikið hræðilega á EM í fótbolta síðasta sumar.

Eriksen veit ástæðuna
Christian Eriksen er mættur aftur í danska landsliðið, níu mánuðum eftir að hafa fengið hjartastopp og hnigið til jarðar í leik með liðinu gegn Finnlandi á EM í fótbolta.

Eriksen aftur valinn í danska landsliðið
Christian Eriksen er farinn að spila í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik og í dag var hann valinn aftur í danska landsliðið.

Eriksen: „Að vera kominn aftur á völlinn er yndisleg tilfinning“
Christian Eriksen snéri aftur á völlinn í gær, 259 dögum eftir að danski landsliðsmaðurinn dó á fótboltavellinum í Parken í Kaupmannahöfn í landsleik Danmerkur og Finnlands á EM 2020.

Eriksen sér enga áhættu í því að snúa aftur inn á fótboltavöllinn
Christian Eriksen líkir því við kraftaverk að hann geti snúið aftur inn á völlinn með enska úrvalsdeildarliðinu Brentford.

Segir að Christian Eriksen fari að æfa með liði í þessum mánuði
Umboðsmaður danska knattspyrnumannsins Christian Eriksen hefur mjög góðar fréttir að færa að skjólstæðingi sínum en allt hefur gengið mjög vel hjá kappanum í endurhæfingu hans að undanförnu.

Fyrstu orð Eriksen eftir að hjartað stöðvaðist: „Hvað í fjandanum gerðist?“
Liðsfélagar Christians Eriksen í danska landsliðinu í fótbolta veittu góða innsýn inn í það sem á gekk á Evrópumótinu í sumar í nýrri heimildarmynd DR um danska landsliðið.

Samherji Eriksens rifjar upp þegar hann hné niður: „Óttuðumst allir að hann myndi deyja“
Yussuf Poulsen, leikmaður danska landsliðsins, segist hafa óttast að Christian Eriksen myndi deyja þegar hann fór í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á EM í sumar. Hann segir Eriksen heppinn að þetta hafi gerst á fótboltavelli en ekki heima fyrir.

Eriksen farinn frá Inter
Ítalíumeistarar Inter og Christian Eriksen hafa komist að samkomulagi um að rifta samningi Danans við félagið.

Fullyrt að Eriksen fái ekki krónu frá Inter eftir hjartastoppið
Þrátt fyrir að hafa verið með árslaun upp á rúmlega 1,1 milljarð króna hjá Inter mun Christian Eriksen ekki fá krónu frá félaginu nú þegar samkomulag um starfslok virðist svo gott sem hafa náðst.

Vísindamenn neita því að bólusetningar ýti undir hjartavandamál íþróttafólks
Undanfarið hefur borið á að leikmenn og stuðningsfólk í hinum ýmsu íþróttum hafi hnigið til jarðar á meðan leik eða æfingu stendur. Ástæðan er nær alltaf tengd hjartavandamálum viðkomandi á einn eða annan hátt.

Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen gæti snúið aftur til hollenska knattspyrnufélagsins Ajax, en eins og áður hefur komið fram má leikmaðurinn ekki spila með Inter á Ítalíu þar sem að gangráður var græddur í hann eftir að hann fór í hjartastopp í leik á EM í sumar.

Klopp gerði undantekningu og hrósaði leiðtoga andstæðinganna í hástert
Liverpool mætir AC Milan á Anfield í stórleik kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, ákvað að hrósa sérstaklega einum leikmanna Milan fyrir leikinn.

Simon Kjær og dönsku læknarnir verðlaunaðir fyrir að bjarga lífi Eriksen
Danski landsliðsfyrirliðinn Simon Kjær, og læknateymið sem bjargaði lífi Christian Erikesen þegar hann fór í hjartastopp í leik danska landsliðsins gegn Finnum á Evrópumótinu í sumar, hljóta Forsetaverðlaun UEFA í vikunni.

Eriksen sendi hjartnæma kveðju á níu ára stúlku
Danski fótboltamaðurinn Christian Eriksen sendi í gær kveðju á unga stúlku, Evie Martin, sem er á leið í samskonar hjartaaðgerð og Daninn fór í eftir að hann fékk hjartaáfall í leik Danmerkur og Finnlands á EM í sumar.

Christian Eriksen ætlar sér að spila fótbolta aftur í vetur
Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen ætlar ekki að leggja knattspyrnuskóna á hilluna þrátt fyrir að hafa lent í hjartastoppi í leik með danska landsliðinu á EM.

Mætti aftur til Ítalíu í dag - framhaldið óljóst
Christian Eriksen, leikmaður Internazionale í Mílanó og danska landsliðsins í fótbolta, sneri aftur til Mílanó í dag. Eriksen hefur verið í fríi frá því að hann fór í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn á EM í sumar.

Eriksen fær ekki að spila á Ítalíu nema hjartastillirinn verði fjarlægður
Christian Eriksen, leikmaður Inter Mílanó og danska landsliðsins, getur ekki spilað áfram í ítölsku deildinni nema hjartastillirinn sem græddur var í hann eftir að hann varð fyrir hjartastoppi á EM verði fjarlægður.

„Ef einhver átti þetta skilið þá voru það okkar leikmenn“
Danska landsliðið upplifði sannkallað kraftaverkakvöld í Kaupmannahöfn í gær þegar liðið tryggði sér áfram í sextán liða úrslit á Evrópumótinu eftir að öll úrslit féllu með þeim.

„Látið Eriksen í friði“
Daley Blind, leikmaður hollenska landsliðsins og Ajax, er með skýr skilaboð til fólks hvað varðar Christian Eriksen. Látið hann í friði, segir Hollendingurinn.

Eriksen útskrifaður af spítala
Daninn Christian Eriksen hefur verið útskrifaður af spítala eftir tæplega vikudvöl í kjölfar hjartaáfalls sem hann fékk í leik Danmerkur og Finnlands á EM þann 12. júní síðastliðinn. Eriksen þakkar fyrir stuðninginn sem hann hefur hlotið í yfirlýsingu sem danska knattspyrnusambandið sendi frá sér nú síðdegis.

Eriksen sendi samherjum sínum skilaboð af sjúkrabeði og sagði frammistöðu þeirra stórkostlega
Christian Eriksen hrósaði samherjum sínum í danska landsliðinu fyrir frammistöðu þeirra gegn Belgíu á EM í gær og sagði hana stórkostlega.