
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla

Aron fór á kostum í Meistaradeildarsigri Álaborgar
Aron Pálmarsson var markahæsti maður vallarins með tíu mörk er Álaborg vann þriggja marka sigur gegn Celje í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld, 34-31.

Bjarki Már skoraði mörkin sem skildu að
Bjark Már Elísson lék með Veszprém sem vann tveggja marka sigur á Porto í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Viktor Gísli Hallgrímsson lék með Nantes þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir Łomża Kielce.

Gísli Þorgeir mataði félaga sína í góðum sigri Magdeburg
Gísli Þorgeir Kristjánsson átti fínan leik fyrir Magdeburg sem lagði Zagreb að velli á útivelli í Meistaradeildinni í handknattleik í kvöld.

Álaborg öruggt í umspil eftir sigur á Elverum
Aron Pálmarsson og félagar hans í danska liðinu Álaborg unnu sigur á liði Orra Freys Þorkelssonar Elverum í Meistaradeildinni í handbolta í kvöld. Álaborg er nú öruggt um sæti í umspili keppninnar.

Napoli með tveggja marka forskot fyrir heimaleikinn
Napoli vann sterkan 2-0 útisigur er liðið heimsótti Frankfurt í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld.

Þýsku meistararnir höfðu betur í Íslendingaslag Meistaradeildarinnar
Þýskalandsmeistarar Magdeburg unnu öruggan sjö marka sigur er liðið tók á móti ungversku meisturunum í Veszprém í Íslendingaslag Meistaradeildarinnar í handbolta í kvöld, 32-25.

Viktor í sigurliði Nantes gegn Elverum en Aron og félagar töpuðu
Aron Pálmarsson og félagar í Álaborg töpuðu á útivelli gegn Kielce í Meistaradeildinni í handknattleik í kvöld. Þá var Íslendingaslagur þegar Elverum tók á móti Nantes.

Naum töp hjá Viktori Gísla og Gísla Þorgeiri
Fimm leikir fóru fram í Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld. Gísli Þorgeir Kristjánsson átti stórleik í liði Magdeburg sem varð samt að sætta sig við tap. Þá töpuðu Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í Nantes naumlega fyrir Celje Pivovarna Laško á heimavelli.

Þrjú mörk Bjarka þegar Veszprem tapaði heima gegn GOG
Dönsku meistararnir í GOG gerðu sér lítið fyrir og lögðu Veszprem, lið Bjarka Más Elíssonar, þegar liðin mættust í Meistaradeild Evrópu í handknattleik í Ungverjalandi í kvöld.

Eftirminnilegasti leikur Óla Stef kom í gini úlfsins: „Datt í eitthvað sturlað flæði“
Besti leikur Ólafs Stefánssonar á ferlinum kom þegar liðið hans var með bakið upp við vegg gegn nær ósigrandi liði á þeirra heimavelli.

Ómar Ingi og Gísli Þorgeir í liði umferðarinnar
Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmenn Magdeburg, voru í liði 10. umferðar Meistaradeildar Evrópu í handbolta.

Góður leikur Arons ekki nóg gegn Kiel
Aron Pálmarsson átti góðan leik fyrir Álaborg þegar þýska stórliðið Kiel kom í heimsókn í Meistaradeild Evrópu. Það dugði þó ekki til sigurs en Kiel vann með fjórum mörkum, 26-30. Þá átti Bjarki Már Elísson fínan leik í liði Veszprém sem gerði jafntefli við Dinamo Búkarest.

Sjáðu snilldartilþrif Ómars og Gísla í París
Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson skoruðu samtals 21 mark þegar Magdeburg sigraði Paris Saint-Germain á útivelli, 33-37, í Meistaradeild Evrópu í gær.

Tuttugu og eitt íslenskt mark í sigri Magdeburg í París
Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru svo sannarlega allt í öllu í naumum sigri Magdeburg á París Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í kvöld, lokatölur í París 33-37.

Haukur aftur með slitið krossband
Haukur Þrastarson er með slitið krossband í hné og verður frá keppni út tímabilið. Þetta kom í ljós í myndatöku.

Aron skoraði fjögur í tapi gegn sínum gömlu félögum
Aron Pálmarsson og félagar hans í Álaborg þurftu að sætta sig við sex marka tap er liðið heimsótti fyrrum félag Arons, Barcelona, í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld, 32-26.

Öruggur Meistaradeildarsigur Bjarka og félaga
Bjarki Már Elísson og félagar hans í Telekom Veszprém unnu öruggan tíu marka sigur er liðið tók á móti Wisla Plock í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld, 32-22.

Ótrúlegt mark Ómars vekur athygli
Ómar Ingi Magnússon er í hörkuformi fyrir komandi heimsmeistaramót þar sem Ísland hefur leik eftir rúman mánuð. Glæsimark hans í Meistaradeildinni í gærkvöld hefur vakið athygli.

Ómar Ingi og Gísli Þorgeir allt í öllu hjá Magdeburg
Íslenska tvíeykið var einfaldlega óstöðvandi þegar Magdeburg lagði Danmerkurmeistara GOG í Meistaradeild Evrópu í handbolta með tveggja marka mun, 36-43. Samtals skoruðu Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson 19 mörk og gáfu 7 stoðsendingar.

Myndband: Haukur fór að því virtist alvarlega meiddur af velli
Landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson virtist meiðast illa á hné í leik Pick Szeged og Lomza Kielce í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Neðst í fréttinni má sjá myndband af atvikinu.

Viktor Gísli sýndi Mikkel Hansen í tvo heimana | Myndband
Viktor Gísli Hallgrímsson sýndi snilli sína milli stanganna hefur Nantes sigraði Álaborg, 35-28, í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í gær.

Stuðningsmenn Kiel spenntir fyrir Viktori Gísla: „Þurfum við að bíða til 2025?“
Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er orðaður við þýska stórliðið Kiel. Stuðningsmenn liðsins eru afar spenntir fyrir honum.

Viktor Gísli hafði betur gegn Aroni og Arnóri
Viktor Gísli Hallgrímsson átti fínan leik í marki Nantes þegar liðið lagði Álaborg í Meistaradeildinni í handknattleik í kvöld. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru markahæstir hjá Magdeburg sem gerði jafntefli gegn Porto.

Engin íslensk mörk í Meistaradeildinni
Þrír Íslendingar voru í eldlínunni í Meistaradeildinni í handknattleik í kvöld. Haukur Þrastarson fagnaði sigri en Bjarki Már Elísson hjá Veszprem og Orri Freyr Þorkelsson í liði Elverum þurftu að sætta sig við töp.

Blindandi línusendingar og þrumuskot: Gamli Haukur virðist vera mættur aftur
Haukur Þrastarson átti einn sinn besta leik fyrir Kielce þegar pólska liðið sigraði Elverum frá Noregi, 37-33, í Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær.

Ómar og Gísli fóru á kostum í sigri Magdeburg | Haukur skoraði sex í Íslendingaslag
Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson komu með beinum hætti að 19 af mörkum Magdeburg er liðið vann öruggan fimm marka sigur gegn Porto í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld, 41-36.

Viktor Gísli lokaði á Aron og félaga
Franska handknattleiksfélagið Nantes gerði sér lítið fyrir og lagði Álaborg í Álaborg þegar liðin mættust í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson leikur með Nantes á meðan Aron Pálmarsson spilar með Álaborg og Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins.

Ómar Ingi ekki með Magdeburg í grátlegu tapi í Danmörku
Gísli Þorgeir Kristjánsson átti stórleik með Magdeburg sem beið lægri hlut gegn GOG í Meistaradeildinni í handknattleik í kvöld. Ómar Ingi Magnússon lék ekki með Magdeburg eftir að hafa gengist undir smávægilega aðgerð.

Veszprem ennþá efstir í Meistaradeildinni
Bjarki Már Elísson og samherjar hans í Telekom Veszprem unnu í kvöld sinn fimmta sigur í sex leikjum í Meistaradeild Evrópu í handknattleik þegar þeir lögðu Orlen Wisla Plock frá Póllandi að velli.

Aron atkvæðamikill þegar Álaborg gerði jafntefli við Kiel
Aron Pálmarsson skoraði sex mörg fyrir lið Álaborgar þegar liðið gerði jafntefli við Kiel í Meistaradeildinni í handknattleik í kvöld.