Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Glódís búin að skora gegn Arsenal Glódís Perla Viggósdóttir er búin að skora fyrir Bayern Munchen í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu en hún jafnaði metin í 1-1 gegn Arsenal með góðu skallamarki. Bayern er með 2-1 forystu en leikurinn er enn í fullum gangi. Fótbolti 9.10.2024 18:13 Amanda fagnaði sigri en Sveindís þurfti að sætta sig við tap Meistaradeild kvenna í fótbolta hófst með fjórum fjörugum leikjum í dag. Sveindís Jane Jónsdóttir mátti þola tap með liði sínu Wolfsburg en Amanda Andradóttir fagnaði sigri með Twente. Fótbolti 8.10.2024 21:00 Hélt hann væri laus við þessi mál Eysteinn Pétur Lárusson kann vel við sig í nýju hlutverki, sem framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. Fyrstu vikurnar í starfi hafa verið viðburðaríkar. Fótbolti 1.10.2024 10:01 Glódís mætir Arsenal, Juventus og Sædísi Fjórar íslenskar knattspyrnukonur verða á ferðinni í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í vetur. Dregið var í riðla í dag. Fótbolti 27.9.2024 11:27 Arsenal sneri dæminu sér í vil Eftir að tapa 1-0 í Svíþjóð gerði Arsenal sér lítið fyrir og vann Häcken 3-0 í Meistaradeild Evrópu kvenna í knattspyrnu.Sigurinn þýðir að Arsenal er komið í riðlakeppnina. París Saint-Germian, sem fór alla leið í undanúrslit í fyrra, er úr leik eftir tap gegn Juventus. Fótbolti 26.9.2024 20:31 Amanda lagði upp á leið sinni í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu Amanda Andradóttir er komin í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna. Lagði hún upp eitt marka Twente í öruggum sigri á Osijek frá Króatíu. Fótbolti 26.9.2024 19:45 Sveindís Jane og Sædís Rún í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu Sveindís Jane Jónsdóttir og Sædís Rún Heiðarsdóttir eru komnar í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu eftir gríðarlega örugga sigra í kvöld. Fótbolti 25.9.2024 18:31 Eyddi Instagram eftir kynferðisleg skilaboð Hin þrítuga Emanuela Rusta frá Albaníu hefur náð langt sem fótboltadómari, og meðal annars dæmt í Meistaradeild kvenna, en fyrirsagnir fjölmiðla um það hversu kynþokkafull hún sé hafa haft mikil áhrif á einkalíf hennar. Fótbolti 24.9.2024 09:31 Íslendingalið Vålerenga og Wolfsburg með misgóða sigra í Meistaradeildinni Vålerenga vann gríðarlega öflugan 2-1 útisigur á Anderlecht í von sinni um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu. Á sama tíma tryggði Wolfsburg sér sæti þökk sé 7-0 útisigri á Fiorentina. Alexandra Jóhannsdóttir var eina landsliðskona Íslands sem var í byrjunarliði síns liðs. Fótbolti 18.9.2024 20:04 Man City saknaði ekki þeirrar markahæstu og Arsenal tapaði í Svíþjóð Manchester City er komið með annan fótinn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolti á meðan Arsenal er í vandræðum eftir tap í Svíþjóð. Fótbolti 18.9.2024 19:16 Sú markahæsta ekki með vegna klaufalegra mistaka Khadija Shaw, markahæsti leikmaður Ofurdeildar kvenna á Englandi á síðustu leiktíð, verður ekki með Manchester City þegar liðið sækir París FC heim í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Ástæðan er sú að félagið gleymdi að sækja um vegabréfsáritun fyrir framherjann. Fótbolti 18.9.2024 17:31 Amanda skoraði og er skrefi nær riðlakeppninni Landsliðskonan Amanda Andradóttir var á skotskónum þegar lið hennar Twente frá Hollandi vann 4-1 sigur á króatíska liðinu Osijek. Allar líkur eru á því að Twente fari í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 18.9.2024 14:22 Alexandra og Sveindís Jane mætast í Meistaradeildinni Landsliðskonurnar Alexandra Jóhannsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir mætast í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir að lið þeirra drógust saman fyrr í dag. Fótbolti 9.9.2024 18:46 Arsenal náði naumlega að slá Selmu út Arsenal er komið áfram í seinni umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna en Selma Sól Magnúsdóttir og stöllur hennar í Rosenborg eru úr leik. Fótbolti 7.9.2024 20:24 Amanda og félagar hentu Val úr keppni Valskonur verða ekki með í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í vetur eftir að þær steinlágu gegn Twente í Hollandi í dag, 5-0, í úrslitaleik um að komast í seinni umferð undankeppninnar. Fótbolti 7.9.2024 18:17 Uppgjör: Breiðablik - Sporting | Evrópudraumur Blika á enda Breiðablik tók á móti portúgalska stórveldinu Sporting Lissabon í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar nú í dag. Leikið var við toppaðstæður á Kópavogsvelli þar sem gestirnir frá Portúgal reyndust sterkari og sigruðu sannfærandi 2-0. Fótbolti 7.9.2024 16:15 Alexandra í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Alexandra Jóhannsdóttir spilaði rúma klukkustund þegar Fiorentina lagði Ajax 1-0 í Meistaradeild Evrópu kvenna í fótbolta. Fótbolti 7.9.2024 15:57 Sædís Rún og stöllur einu skrefi nær riðlakeppninni Sædís Rún Heiðarsdóttir spilaði síðari hálfleikinn í 3-1 sigri Vålerenga á Farul Constanta frá Rúmeníu. Sigurinn hleypir Vålerenga einu skrefi nær riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og er merkilegur fyrir þær sakir að liðið var manni færri og marki undir frá því á 30. mínútu. Fótbolti 7.9.2024 14:02 Sóknarleikurinn blómstrar í nýju leikkerfi: „Ég var auðvitað mjög skeptísk á þetta fyrst“ Katrín Ásbjörnsdóttir fór fremst í flokki Breiðabliks og skoraði þrjú mörk í 6-1 sigri gegn FC Minsk í undankeppni Meistaradeildarinnar á Kópavogsvelli í kvöld. Framundan er öllu erfiðara verkefni gegn Sporting en Katrín hefur fulla trú fyrir það á liðinu, leikkerfinu og þjálfaranum. Fótbolti 4.9.2024 21:57 Amanda skoraði þegar Twente tryggði sér úrslitaleik á móti Val Amanda Andradóttir mun mæta sínum gömlu félögum í Val í hreinum úrslitaleik um sæti í næstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Fótbolti 4.9.2024 18:53 Uppgjörið: Breiðablik - Minsk 6-1 | Leiðin til Lissabon byrjar með stórsigri í Kópavogi Breiðablik og Minsk mætast á Kópavogsvelli í fyrri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna. Sigurliðið spilar úrslitaleik á laugardag um að komast í seinni umferð undankeppninnar. Fótbolti 4.9.2024 18:16 Alexandra fagnaði sigri í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Alexandra Jóhannsdóttir og félagar hennar í ítalska félaginu Fiorentina eiga enn möguleika á því að komast í Meistaradeildina í vetur. Fótbolti 4.9.2024 18:05 Emilía Kiær og félagar komust ekki áfram Dönsku meistararnir í Nordsjælland komast ekki áfram í næstu umferð í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Fótbolti 4.9.2024 17:37 Sporting skellti Frankfurt á Kópavogsvelli Fyrri undanúrslitaleiknum í undankeppni Meistaradeildar kvenna, sem fram fer í Kópavogi, er lokið. Fótbolti 4.9.2024 15:55 Selma og stöllur slógu Atlético út í vító Selma Sól Magnúsdóttir er komin með norska liðinu Rosenborg áfram í úrslitaleik í fyrri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Fótbolti 4.9.2024 13:56 Ísabella með þrennu í tíu marka sigri Vals Ljuboten frá Norður-Makedóníu reyndist alls engin fyrirstaða fyrir Íslands- og bikarmeistara Vals í fyrsta leik liðsins í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna. Íslenski boltinn 4.9.2024 13:01 „Þær eiga ekki eftir að koma okkur á óvart“ Kvennalið Blika á fyrir höndum mikilvægan Evrópuleik í kvöld þegar liðið mætir FC Minsk frá Hvíta-Rússlandi. Sport 4.9.2024 10:01 Meistaradeild Evrópu: Breiðablik mætir FC Minsk | Valur mætir Ljuboten Dregið var í forkeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolta nú rétt í þessu við hátíðlega athöfn í Nyon í Sviss. Tvö íslensk lið, Valur og Breiðablik, voru í pottinum. Valur mætir ZFK Ljuboten frá Norður-Makedóníu, Breiðablik mætir FC Minsk frá Hvíta-Rússlandi. Fótbolti 5.7.2024 11:32 Þrítugur aðstoðarmaður tekur við besta liði Evrópu Evrópumeistarar Barcelona hafa fundið eftirmann meistaraþjálfarans Jonatan Giráldez. Giráldez hætti sem þjálfari kvennaliðs félagsins eftir tímabilið og tók við bandaríska liðinu Washington Spirit. Fótbolti 23.6.2024 14:40 Rígur framtíðar eða valdaskipti: „Við munum snúa aftur“ Á laugardag vann Barcelona 2-0 sigur á Lyon í úrslitaleik Meistaradeildar kvenna í fótbolta. Barcelona hefur nú unnið Meistaradeildina tvö ár í röð, keppni sem Lyon einokaði lengi vel. Fótbolti 26.5.2024 23:30 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 11 ›
Glódís búin að skora gegn Arsenal Glódís Perla Viggósdóttir er búin að skora fyrir Bayern Munchen í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu en hún jafnaði metin í 1-1 gegn Arsenal með góðu skallamarki. Bayern er með 2-1 forystu en leikurinn er enn í fullum gangi. Fótbolti 9.10.2024 18:13
Amanda fagnaði sigri en Sveindís þurfti að sætta sig við tap Meistaradeild kvenna í fótbolta hófst með fjórum fjörugum leikjum í dag. Sveindís Jane Jónsdóttir mátti þola tap með liði sínu Wolfsburg en Amanda Andradóttir fagnaði sigri með Twente. Fótbolti 8.10.2024 21:00
Hélt hann væri laus við þessi mál Eysteinn Pétur Lárusson kann vel við sig í nýju hlutverki, sem framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. Fyrstu vikurnar í starfi hafa verið viðburðaríkar. Fótbolti 1.10.2024 10:01
Glódís mætir Arsenal, Juventus og Sædísi Fjórar íslenskar knattspyrnukonur verða á ferðinni í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í vetur. Dregið var í riðla í dag. Fótbolti 27.9.2024 11:27
Arsenal sneri dæminu sér í vil Eftir að tapa 1-0 í Svíþjóð gerði Arsenal sér lítið fyrir og vann Häcken 3-0 í Meistaradeild Evrópu kvenna í knattspyrnu.Sigurinn þýðir að Arsenal er komið í riðlakeppnina. París Saint-Germian, sem fór alla leið í undanúrslit í fyrra, er úr leik eftir tap gegn Juventus. Fótbolti 26.9.2024 20:31
Amanda lagði upp á leið sinni í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu Amanda Andradóttir er komin í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna. Lagði hún upp eitt marka Twente í öruggum sigri á Osijek frá Króatíu. Fótbolti 26.9.2024 19:45
Sveindís Jane og Sædís Rún í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu Sveindís Jane Jónsdóttir og Sædís Rún Heiðarsdóttir eru komnar í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu eftir gríðarlega örugga sigra í kvöld. Fótbolti 25.9.2024 18:31
Eyddi Instagram eftir kynferðisleg skilaboð Hin þrítuga Emanuela Rusta frá Albaníu hefur náð langt sem fótboltadómari, og meðal annars dæmt í Meistaradeild kvenna, en fyrirsagnir fjölmiðla um það hversu kynþokkafull hún sé hafa haft mikil áhrif á einkalíf hennar. Fótbolti 24.9.2024 09:31
Íslendingalið Vålerenga og Wolfsburg með misgóða sigra í Meistaradeildinni Vålerenga vann gríðarlega öflugan 2-1 útisigur á Anderlecht í von sinni um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu. Á sama tíma tryggði Wolfsburg sér sæti þökk sé 7-0 útisigri á Fiorentina. Alexandra Jóhannsdóttir var eina landsliðskona Íslands sem var í byrjunarliði síns liðs. Fótbolti 18.9.2024 20:04
Man City saknaði ekki þeirrar markahæstu og Arsenal tapaði í Svíþjóð Manchester City er komið með annan fótinn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolti á meðan Arsenal er í vandræðum eftir tap í Svíþjóð. Fótbolti 18.9.2024 19:16
Sú markahæsta ekki með vegna klaufalegra mistaka Khadija Shaw, markahæsti leikmaður Ofurdeildar kvenna á Englandi á síðustu leiktíð, verður ekki með Manchester City þegar liðið sækir París FC heim í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Ástæðan er sú að félagið gleymdi að sækja um vegabréfsáritun fyrir framherjann. Fótbolti 18.9.2024 17:31
Amanda skoraði og er skrefi nær riðlakeppninni Landsliðskonan Amanda Andradóttir var á skotskónum þegar lið hennar Twente frá Hollandi vann 4-1 sigur á króatíska liðinu Osijek. Allar líkur eru á því að Twente fari í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 18.9.2024 14:22
Alexandra og Sveindís Jane mætast í Meistaradeildinni Landsliðskonurnar Alexandra Jóhannsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir mætast í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir að lið þeirra drógust saman fyrr í dag. Fótbolti 9.9.2024 18:46
Arsenal náði naumlega að slá Selmu út Arsenal er komið áfram í seinni umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna en Selma Sól Magnúsdóttir og stöllur hennar í Rosenborg eru úr leik. Fótbolti 7.9.2024 20:24
Amanda og félagar hentu Val úr keppni Valskonur verða ekki með í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í vetur eftir að þær steinlágu gegn Twente í Hollandi í dag, 5-0, í úrslitaleik um að komast í seinni umferð undankeppninnar. Fótbolti 7.9.2024 18:17
Uppgjör: Breiðablik - Sporting | Evrópudraumur Blika á enda Breiðablik tók á móti portúgalska stórveldinu Sporting Lissabon í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar nú í dag. Leikið var við toppaðstæður á Kópavogsvelli þar sem gestirnir frá Portúgal reyndust sterkari og sigruðu sannfærandi 2-0. Fótbolti 7.9.2024 16:15
Alexandra í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Alexandra Jóhannsdóttir spilaði rúma klukkustund þegar Fiorentina lagði Ajax 1-0 í Meistaradeild Evrópu kvenna í fótbolta. Fótbolti 7.9.2024 15:57
Sædís Rún og stöllur einu skrefi nær riðlakeppninni Sædís Rún Heiðarsdóttir spilaði síðari hálfleikinn í 3-1 sigri Vålerenga á Farul Constanta frá Rúmeníu. Sigurinn hleypir Vålerenga einu skrefi nær riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og er merkilegur fyrir þær sakir að liðið var manni færri og marki undir frá því á 30. mínútu. Fótbolti 7.9.2024 14:02
Sóknarleikurinn blómstrar í nýju leikkerfi: „Ég var auðvitað mjög skeptísk á þetta fyrst“ Katrín Ásbjörnsdóttir fór fremst í flokki Breiðabliks og skoraði þrjú mörk í 6-1 sigri gegn FC Minsk í undankeppni Meistaradeildarinnar á Kópavogsvelli í kvöld. Framundan er öllu erfiðara verkefni gegn Sporting en Katrín hefur fulla trú fyrir það á liðinu, leikkerfinu og þjálfaranum. Fótbolti 4.9.2024 21:57
Amanda skoraði þegar Twente tryggði sér úrslitaleik á móti Val Amanda Andradóttir mun mæta sínum gömlu félögum í Val í hreinum úrslitaleik um sæti í næstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Fótbolti 4.9.2024 18:53
Uppgjörið: Breiðablik - Minsk 6-1 | Leiðin til Lissabon byrjar með stórsigri í Kópavogi Breiðablik og Minsk mætast á Kópavogsvelli í fyrri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna. Sigurliðið spilar úrslitaleik á laugardag um að komast í seinni umferð undankeppninnar. Fótbolti 4.9.2024 18:16
Alexandra fagnaði sigri í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Alexandra Jóhannsdóttir og félagar hennar í ítalska félaginu Fiorentina eiga enn möguleika á því að komast í Meistaradeildina í vetur. Fótbolti 4.9.2024 18:05
Emilía Kiær og félagar komust ekki áfram Dönsku meistararnir í Nordsjælland komast ekki áfram í næstu umferð í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Fótbolti 4.9.2024 17:37
Sporting skellti Frankfurt á Kópavogsvelli Fyrri undanúrslitaleiknum í undankeppni Meistaradeildar kvenna, sem fram fer í Kópavogi, er lokið. Fótbolti 4.9.2024 15:55
Selma og stöllur slógu Atlético út í vító Selma Sól Magnúsdóttir er komin með norska liðinu Rosenborg áfram í úrslitaleik í fyrri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Fótbolti 4.9.2024 13:56
Ísabella með þrennu í tíu marka sigri Vals Ljuboten frá Norður-Makedóníu reyndist alls engin fyrirstaða fyrir Íslands- og bikarmeistara Vals í fyrsta leik liðsins í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna. Íslenski boltinn 4.9.2024 13:01
„Þær eiga ekki eftir að koma okkur á óvart“ Kvennalið Blika á fyrir höndum mikilvægan Evrópuleik í kvöld þegar liðið mætir FC Minsk frá Hvíta-Rússlandi. Sport 4.9.2024 10:01
Meistaradeild Evrópu: Breiðablik mætir FC Minsk | Valur mætir Ljuboten Dregið var í forkeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolta nú rétt í þessu við hátíðlega athöfn í Nyon í Sviss. Tvö íslensk lið, Valur og Breiðablik, voru í pottinum. Valur mætir ZFK Ljuboten frá Norður-Makedóníu, Breiðablik mætir FC Minsk frá Hvíta-Rússlandi. Fótbolti 5.7.2024 11:32
Þrítugur aðstoðarmaður tekur við besta liði Evrópu Evrópumeistarar Barcelona hafa fundið eftirmann meistaraþjálfarans Jonatan Giráldez. Giráldez hætti sem þjálfari kvennaliðs félagsins eftir tímabilið og tók við bandaríska liðinu Washington Spirit. Fótbolti 23.6.2024 14:40
Rígur framtíðar eða valdaskipti: „Við munum snúa aftur“ Á laugardag vann Barcelona 2-0 sigur á Lyon í úrslitaleik Meistaradeildar kvenna í fótbolta. Barcelona hefur nú unnið Meistaradeildina tvö ár í röð, keppni sem Lyon einokaði lengi vel. Fótbolti 26.5.2024 23:30