Byggingariðnaður

„Rauð ljós“ á íbúðamarkaði og þörf á 5.000 nýjum íbúðum árlega
Byggja þarf 5.000 íbúðir árlega á næstu árum miðað við íbúafjölgun á landinu, sem má meðal annars rekja til aukins aðflutnings erlends vinnuafls. Þá fækkar íbúum í hverri íbúð samfara öldrun þjóðarinnar.

Gert að greiða húsfélagi í Kópavogi 36 milljónir eftir ákvörðun Hæstaréttar
Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni Byggingarfélags Gylfa og Gunnars um að taka mál þeirra gegn húsfélaginu Lundi 2 til 6 í Kópavogi. Málið varðar galla þakplötu á bílastæðahúsi sem fylgdi íbúðum í húsunum.

Nýr byggingarfulltrúi og framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits í Reykjavík
Brynjar Þór Jónasson hefur verið ráðinn nýr byggingarfulltrúi Reykjavíkur og Tómas G. Gíslason nýr framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

Átak í húsnæðismálum og loftslagsmálum
Á nýafstöðnu húsnæðisþingi var kynnt stefna um að hraða byggingu nýrra íbúða til að bregðast við fólksfjölgun og aukinni húsnæðisþörf. Áformað er að byggja 35.000 íbúðir á næstu tíu árum. Undanfarin ár hafa að meðaltali 2500 íbúðir verið byggðar á hverju ári.

„Banna hótelbyggingar? Hættu að bulla“
Efnahagsmál og verðbólga verða meðal þess sem verður meðal fyrirferðarmestu viðfangsefna á Alþingi á þeim þingvetri sem er framundan. Þing kemur saman í næstu viku.

Bein útsending: Hringrás í byggingariðnaði
Fjöldi styrkhafa Asks - mannvirkjarannsóknasjóðs munu kynna verkefni sín á CIRCON ráðstefnu sem haldin er í tengslum við Iðnaðarsýninguna í í Laugardalshöll sem stendur yfir þessa dagana.

Arnhildur verðlaunuð fyrir frumleika í mannvirkjagerð
Arnhildur Pálmadóttir arkitekt hefur hlotið viðurkenningu sem frumkvöðull í mannvirkjagerð. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, færði Arnhildi viðurkenninguna á húsnæðisþingi í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem viðurkenning af þessu tagi er veitt fyrir frumkvöðlastarf í mannvirkjagerð í tengslum við húsnæðisþing.

Bein útsending: Húsnæðisþing 2023
Húsnæðisþing HMS og innviðaráðuneytisins fer fram á Hilton Reykjavik Nordica í dag milli klukkan 9 og 12:30 og verður hægt að fylgjast með þinginu í spilara að neðan.

„Þvert á vilja fólksins í landinu“
Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir áætlanir stjórnvalda í húsnæðismálum fjölga leiguíbúðum þvert á vilja þjóðarinnar. Innviðaráðherra þurfi að taka forystu í málaflokknum gagnvart sveitarfélögunum.

SI telja íbúðauppbyggingu fara í öfuga átt
Samtök iðnaðarins telja stjórnvöld leggja of litla áherslu á uppbyggingu séreignarhúsnæðis. Nú sé skortur á íbúðum og mikil uppbyggingarþörf en samtökin óttast að íbúðauppbygging stefni í öfuga átt. Þetta kemur fram í nýrri greiningu samtakanna.

Engin réttindi, engin þekking, engin ábyrgð
Um langa hríð hafa lekavandamál og mygla í íbúðarbyggingum verið áberandi umfjöllunarefni í fjölmiðlum. Haldnar hafa verið fjölmargar ráðstefnur og fundir auk þess sem nefndir hafa verið settar saman til að fjalla um þessi vandamál.

Fyrsta skóflustungan að íbúðum VR í Úlfarsárdal
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum fjölbýlishúsum VR á lóð félagsins í Úlfarsárdal í dag. Byggðar verða 36 íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum sem verða leigðar til félagsfólks VR.

„Þetta verður algjör umbylting fyrir bæinn“
Stórum áfanga nýrrar viðbyggingar við verslunarmiðstöðina Fjörðinn í Hafnarfirði lauk í dag. Um sex milljarða króna verkefni er að ræða og eru áætluð verklok eftir tvö og hálft ár.

Óhjákvæmilegt að fasteignaverð hækki töluvert í ljósi viðvarandi skorts
Það er óhjákvæmilegt að fasteignaverð muni hækka töluvert á næstu árum í ljósi viðvarandi skorts á íbúðum. Markmið stjórnvalda fyrir ári um að byggja 35 þúsund íbúðir á tíu árum mun ekki nást. Framboð á nýjum íbúðum verður því langt undir þörf. „Stjórnvöld gera byggingarverktökum æ erfiðara fyrir,“ segir framkvæmdastjóri Jáverks og nefnir að lægra endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði – sem hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti – muni leiða til 400-500 milljónir króna í aukna skattbyrði á næstu þremur árum fyrir verktakafyrirtækið.

Fyrstu íbúðir í yfir þrjátíu ár byggðar á Kópaskeri
Á morgun verður fyrsta skóflustungan að nýju parhúsi á Kópaskeri stungin. Um er að ræða mikil tímamót en íbúðarhúsnæði hefur ekki verið byggt í kauptúninu í um þrjátíu ár.

Fjögur ný hótel rísa undir Eyjafjöllum og á Hvolsvelli
Fjögur ný hótel eru í undirbúningi í Rangárþingi eystra með gistirými fyrir samtals um tvöþúsund manns. Þrjú hótelanna yrðu undir Eyjafjöllum og eitt á Hvolsvelli.

Fjögur hundruð milljóna gjaldþrot verktaka
Engar eignir fundust í þrotabúi verktakafyrirtækisins WN ehf. Um er að ræða annað verktakafyrirtækið sem fer í gjaldþrot hjá Þorsteini Auðunni Péturssyni á tveimur árum. Hann var á dögunum dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik.

Borgin sé áhugalaus um uppbyggingu hagkvæmra íbúða
Stórt verktakafyrirtæki fær ekki úthlutaðar lóðir frá borginni þrátt fyrir að vera tilbúið í að reisa níu hundruð hagkvæmar íbúðir. Borgin segist ekki mega afhenda lóðir til einkaaðila án útboðs.

HMS spáir 1.200 færri nýjum fullbúnum íbúðum en í október
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) spáir því að ríflega 1.200 færri nýjar fullbúnar íbúðir komi á markað á árunum 2023-2025 samanborið við spá sem stofnunin birti með Samtökum iðnaðarins (SI) í október á síðastliðnu ári. Framboð á nýjum íbúðum á næstu árum er langt undir þörf. Kostnaður við byggingu íbúða hefur aukist til muna að undanförnu, segir í greiningu frá SI.

Sjö prósenta hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi
Landsframleiðsla jókst um sjö prósent að raungildi á fyrsta ársfjórðungi miðað við sama tíma bili í fyrra. Útflutningur jókst um nærri ellefu prósent.

Bein útsending: Nýsköpun í mannvirkjaiðnaði
Fundur um nýsköpun í mannvirkjaiðnaði verður haldinn hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, í Borgartúni 21, milli 9 og 12:30 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér á Vísi.

Djöflaeyjan, raunveruleikaþáttur í boði ríkisstjórnar
Allflestir íslendingar kunna þríleik Einars Kárasonar um Djöflaeyjuna, Gulleyjuna og Fyrirheitna landið utanbókar. Þríleikurinn sem öllu jöfnu er nefnd Djöflaeyjan er nýtt sem kennsluefni í skólum, hún sviðsett í áhuga- sem og atvinnuleikhúsum og auk þess hefur verið gerð um hana bíómynd. Bækur, leikrit og bíómynd sem slegið hafa öll vinsældamet.

Smiður í mannauðsmálin: „Okkur vantar okkar Óla Stef í hjúkrunarfræðina“
„Ég segi fyrir mitt leyti að það hafði ekki tekist í grunnskóla að vekja áhuga minn á einhverju til að stefna á í framhaldsskóla. Ég fór í Verkmenntaskólann á Akureyri eftir grunnskóla en það var eiginlega bara af skyldurækni. Ég vissi ekkert hvað ég var að gera þar,“ segir Daníel Gunnarsson, mannauðssérfræðingur hjá Alvotech.

Rifta samningi við verktaka vegna nýs Kársnesskóla
Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt heimild til riftunar á verksamningi við ítalska verktakafyrirtækið Rizzani de Eccher vegna byggingar nýs Kársnesskóla. Þetta var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í gærkvöldi.

Þrjú ný íbúðahverfi í byggingu á Selfossi
Íbúum í Árborg hefur fjölgað um tæplega þrjátíu prósent á síðustu sjö árum og ekkert útlit er fyrir að það muni hægja á þessari fjölgun á næstu árum. Í dag eru þrjú íbúðahverfi í byggingu á Selfossi og eitt til viðbótar í samþykktarferli í sveitarfélaginu.

Gjaldþrot Engilberts nam 245 milljónum króna
Engar eignir fundust í þrotabúi Engilberts Runólfssonar athafnamanns og verktaka á Akranesi. Lýstar kröfur í þrotabúið námu 245 milljónum króna að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu.

Lækka verð á timbri um heil tíu prósent
Þau tíðindi berast nú frá Húsasmiðjunni að þar á bæ hafa menn nú lækkað verð á timbri og pallaefni um heil tíu prósent.

Álagning byggingaverktaka allt að eitt hundrað prósent
Hagfræðingur Bandalags háskólamanna segir álagningu á nýbyggingar vera sífellt hækkandi og komna í sögulegar hæðir, heil eitt hundrað prósent. Það orsakist helst af miklum þrýstingi á fasteignamarkaði og ætti ekki að koma á óvart. Hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka segist leyfa sér að efast um að hátt fasteignarverð skýrist af því að byggingaverktakar hafi skyndilega ákveðið að hækka álagningu.

Bein útsending: Grænt stökk í mannvirkjagerð
Fundur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um grænt stökk í mannvirkjagerð fer fram á Grand Hótel í dag klukkan 13. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi neðar í fréttinni.

Telja íbúðauppbyggingu dragast saman um 65 prósent
Félagsmenn Samtaka Iðnaðarins hjá fyrirtækjum sem starfa í íbúðauppbyggingu telja sig munu horfa fram á 65 prósent samdrátt í uppbyggingu íbúða næstu tólf mánuði. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar á vegum SI sem náði til fyrirtækja sem byggja 26 prósent af heildarfjölda íbúða í byggingu hér á landi.