
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP)

Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP
Fjögurra akreina hraðbraut sem á að byggja fyrir Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP30) í Belém í Brasilíu í nóvember mun skera tugi þúsunda ekra af vernduðum Amazon-regnskóginum.

Grænar fjárfestingar eins stærsta lífeyrissjóðsins undir tveimur milljörðum í fyrra
Stærstu lífeyrissjóðum landsins, sem skrifuðu allir undir viljayfirlýsingu gagnvart alþjóðlegum samtökum seint á árinu 2021 um að auka verulega við umhverfissjálfbærar fjárfestingar sínar út þennan áratug, hefur gengið heldur hægt að bæta við nýfjárfestingar sjóðanna í slíkum verkefnum. Lífeyrissjóðurinn Birta, sem ætlar að þrefalda vægi grænna fjárfestinga í eignasafninu fyrir árslok 2030, fjárfesti fyrir minna en tvo milljarða í fyrra í verðbréfum sem uppfylla skilyrði samkomulagsins.

Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera?
Aftur lauk alþjóða loftslagsráðstefnu, um daginn: COP29. Aftur virðist að þjóðirnar ætli ekki nóg til þess að tækla málið. Trump og bandamenn hans er hunsa veruleikann verða brátt aftur við völd. 1,5 gráða takmarkið, er ávallt torvelt var, er nú alveg óraunhæft.

„Árleg æfing í vonbrigðum“
Guðmundur Steingrímsson varaformaður Landverndar segir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sé árleg æfing í vonbrigðum. Hann segir að skaðinn sem loftslagsbreytingar séu að valda í þróunarríkjum sé gríðarlegur.

„Þetta var mjög skrýtin stemning“
Fulltrúi Ungra umhverfissinna á COP29, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, segir samkomulag sem skrifað var undir í nótt ekki ganga nærri því nógu langt. Dramatík hafi einkennt undirskriftina, eins og ráðstefnuna sjálfa daginn á undan.

Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29
Samkomulag hefur náðst á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um að skilgreind þróuð ríki muni greiða allt að 300 milljarða dollara á ári til þróunarríkja til að aðstoða þau í baráttunni við loftslagsvána.

Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna Cop 29, sem fer nú fram í Bakú, höfuðborg Aserbaídsjan, er í uppnámi og á hættu að verða frestað eða aflýst eftir að fulltrúar frá smáum eyjaþjóðum strunsuðu út af lykilfundi ráðstefnunnar.

Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum
Sérfræðingar og baráttufólk í loftslagsmálum segja loftslagsráðstefnur Sameinuðu þjóðanna (Cop) ekki lengur þjóna tilgangi sínum. Kalla þeir eftir því að ráðstefnurnar verði aðeins haldnar í ríkjum sem styðja aðgerðir í loftlagsmálu.

Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti
Framkvæmdastjóri skipulags COP29, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í Aserbaídsjan í næstu viku, er sagður hafa reynt að nýta sér stöðu sína til að koma á samningi um kaup á jarðefnaeldsneyti.

Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan
Næsta loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP29, fer fram í Baku í Aserbaídsjan dagana 11. til 22. nóvember. Skráðir þátttakendur frá Íslandi eru 44 að þessu sinni.

Leiðtogar í grænum umskiptum
Þátttaka atvinnulífsins á COP29, aðildarríkjafundi loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna er mikilvægari en nokkru sinni fyrr.

Ekkert gaman að heyra að allt sé að fara til fjandans
Ungir umhverfissinnar bjóða á laugardaginn í matarveislu úr rusli og hrekkjavökuhátíð lífvera. Náttúruverndarfulltrúi hjá Ungum umhverfissinnum segir að samtökin vilji gera loftslagsmál heit aftur og draga úr efasemdum.

Stærsta loftslagsráðstefna í heimi
Það vakti athygli í fyrra þegar sendinefnd íslensks atvinnulífs sótti loftslagsráðstefnu Sameinuðuþjóðanna (COP28) í Dubai. Þátttaka viðskiptasendinefndar var skipulögð af Grænvangi í nánu samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og alls sóttu 16 fyrirtæki ráðstefnuna. En hvað hafa íslensk fyrirtæki að gera á þessum vettvangi?

Loftslagsmál eru orkumál
Það ríkir samhljómur hjá stjórnvöldum og atvinnulífi um nauðsyn þess að gera átak í grænni orkuöflun. Aldrei hefur verið brýnna að huga að þessum mikilvæga málaflokki því grænu umskiptin munu stórauka eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku og innviðum í takt við þróun nýrra tæknilausna. Í þessu samhengi standa orkumál Íslands, sem og heimsins alls, á mikilvægum tímamótum.

Loftlagsráðstefnan í Eyðimörkinni - COP28
Ég fór til Arabíu á dögunum, nánar tiltekið til Dubai í Sameinuðu arabísku Furstadæmunum. Ástæða ferðar minnar var loflagsráðastefna sameinuðu þjóðanna, eða COP28.

COP28: Grípum tækifærin!
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP, er orðin stærsta ráðstefna heims á sviði grænna lausna og loftslagsmála. Á meðan leiðtogar ríkja heimsins börðust við að ná viðunandi niðurstöðu þennan hálfa mánuð sem fundurinn stóð, komu tugir þúsunda fulltrúa fyrirtækja, fjárfesta og félagasamtaka saman allt í kringum fundarstaðinn.

Skilur vel ósátt smáríki sem finna mest fyrir áhrifunum
Tímamótasamkomulagi var náð á Cop28 loftslagsráðstefnunni í Dúbaí í morgun, þar sem ríki heims eru hvött til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Fjöldi ríkja lýsti því yfir að ekki sé gengið nógu langt með samkomulaginu en formaður íslensku sendinefndarinnar telur það ganga eins langt og mögulegt er á þessari stundu.

Samkomulag á COP28 í höfn
COP28-loftsráðstefnunni í Dubaí lauk nú á áttunda tímanum sem tímamóta samkomulagi þar sem ríki heims eru hvött til þess að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis.

Losunarsvið 3
COP 28 ráðstefnan í Dubai lýkur formlega í dag, það er því tilefni að skoða losunarsvið 3 í loftslagsbókhaldi fyrirtækja.

Kalla á umskipti ríkja heims í átt frá notkun jarðefnaeldsneytis
Ákall um umskipti ríkja heims í átt frá notkun jarðefnaeldsneytis er að finna í nýjum drögum að lokayfirlýsingu COP28-loftslagsráðstefnunnar sem kynnt voru í nótt.

Beðið milli vonar og ótta eftir lokayfirlýsingu COP 28
Lokadagur COP 28 loftslagsráðstefnunnar í Dubai er runninn upp og stefnt er að því að lokayfirlýsing ráðstefnunnar verði birt síðdegis. Formaður íslensku sendinefndarinnar segir að fundað hafi verið langt fram á nótt vegna deilna um orðlag um framtíð jarðefnaeldsneytis. Ríki hafi gengið svo langt að hóta því að segja sig frá ráðstefnunni.

Ögurstund runnin upp og vonin sé því sem næst horfin
Forseti Ungra umhverfissinna segir að innihald nýjustu draga að lokasamþykkt á COP28 gjörsamlega óásættanlegt. Innan við sólarhringur er í að þinginu verði slitið.

Trúverðugleiki Íslands í loftslagsmálum
Yfir 80 íslenskir fulltrúar sækja loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmnum sem lýkur 12. desember. Þar á meðal eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku-, og loftslagsráðherra.

Engin loftslagskrísa ef aðrir hefðu farið íslensku leiðina
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir Ísland vera fyrirmynd fyrir önnur ríki þegar kemur að mörgum hliðum grænnar orku. Ef aðrar þjóðir hefðu farið fyrr eftir fordæmi Íslands hvað varðar orkumál væri líklegast ekki loftslagskrísa.

Af hverju förum við á loftslagsráðstefnur?
Sumstaðar á samfélagsmiðlum og í samfélagslegri umræðu verður maður var við vangaveltur fólks um að það hljóti að vera hámark hræsninnar að fólk sé að koma saman á loftslagsráðstefnum og ferðast á þær um langa leið með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Gott og vel, alveg lögmætar vangaveltur sem vel er hægt að ræða.

Fjárhagsvandi bænda og loftslagshamfarir
Vandi bænda hefur verið í brennidepli upp á síðkastið. Talað er um að 12 milljarða vanti við búvörusamninga til að leysa í bráð. Rætt er um að ríkisstjórnin sé reiðubúin til að leggja fram 1600 milljónir strax til bænda í fjárhagserfiðleikum, þar af 600 milljónir fyrir unga bændur.

Myndaskýrsla um COP28
Eftirfarandi er myndaskýrsla um loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP28.

Stórkostlegur áfangi í augsýn en líklega handan seilingar
Samkomulag ríkja heims um að hætta smám saman notkun jarðefnaeldsneytis yrði einn markverðasti atburðurinn í sögu mannkyns að sögn Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og baráttumanns gegn loftslagsbreytingum.

Ummæli forseta COP28 um jarðefnaeldsneyti vekja áhyggjur
Al Jaber, forseti loftlagsráðstefnunnar COP28, segir vísindin ekki styðja fullyrðingar um það að ríki heims þurfi að hætta notkun á jarðefnaeldsneyti til þess að koma í veg fyrir hlýnun jarðar um 1,5 gráður. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur af vísindamönnum sem segja fullyrðingar hans beinlínis rangar.

Lars Løkke kemst ekki á COP28 vegna veikinda
Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, hefur afboðað sig á COP28 loftlagsráðstefnuna sem nú fer fram í Sameinuðu arabísku furstadæmunum vegna veikinda.