Ögurstund runnin upp og vonin sé því sem næst horfin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2023 15:49 Finnur Ricart Andrason er staddur í Dúbaí. Vísir/Arnar Forseti Ungra umhverfissinna segir að innihald nýjustu draga að lokasamþykkt á COP28 gjörsamlega óásættanlegt. Innan við sólarhringur er í að þinginu verði slitið. Ellefti dagur loftslagsráðstefnunnar COP28 er runninn upp og verður þinginu slitið á morgun. „Við höfum fylgst grannt með öllu ferlinu hér úti í Dúbaí og finnum að spennustigið er orðið hátt og er enn að magnast núna þegar svo stutt er eftir. Staðan er afar viðkvæm og hangir þetta allt saman á því að öllum ríkjum finnist jafnvægi og sanngirni ríkja í hinum mörgu mismunandi ákvörðunum þingsins,“ segir Finnur Ricart Andrason, forseti Ungra umhverfissinna, sem staddur er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Nýjustu drög að lokasamþykkt þingsins undir Hnattrænu stöðutökunni (e. Global Stocktake) voru að birtast á vef UNFCCC. Finnur segir innihaldið algjörlega óásættanlegt. Hvergi sé lengur minnst á útfösun jarðefnaeldsneytis og séu það gríðarleg vonbrigði. „Þó megum við ekki gefa upp alla von strax því ekkert er samþykkt þar til allt er samþykkt af öllum ríkjunum og gæti verið að textinn taki einhverjum breytingum áður en hann verður samþykktur á morgun. Því er algjört lykilatriði að Ísland ásamt öðrum ríkjum þrýsti eins mikið og þau mögulega geta á að sterkt orðalag um útfösun jarðefnaeldsneytis skili sér inni í lokaákvörðunina.Útfösun jarðefnaeldsneytis er lykilforsenda þess að hægt sé að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráðu frá iðnbyltingu,“ segir Finnur. Mikill ágreiningur hafi verið um orðalagið um jarðefnaeldsneyti. Það séu helst OPEC-löndin svonefndu, olíuframleiðsluríkin með Sádí-Arabíu í broddi fylkingar, sem hafi reynt að standa í vegi fyrir að minnst verði á útfösun á þessum helsta orsakavaldi loftslagsbreytinga í samningatextum. „Yfir 2.400 fulltrúar olíufyrirtækja sem eru á COP28 hafa væntanlega einnig beitt miklum þrýstingi gegn slíku orðalagi,“ segir Finnur. Dr. Sultan Al Jaber, forseti þingsins, á að slíta þinginu á morgun klukkan sjö í fyrramálið að íslenskum tíma. Finnur telur að það gæti dregist aðeins að samþykkja lokaákvarðanirnar. Tveir mikilvægir fundir fari fram í kvöld. Einn til að samþykkja ákvarðanir um mál sem þegar ríkir samstaða um, svo sem liði um aðlögun, fjármögnun og fleira. Annar liður þar sem formenn sendinefndana munu ræða saman, meðal annars um nýjasta textann undir Hnattrænu stöðutökunni. „Við munum fylgjast með því í rauntíma þegar lokaákvarðanir þingsins verða samþykktar á morgun og rýna þær hratt og vel þannig að við munum einnig geta farið yfir það allt saman eftir að þinginu lýkur á þriðjudaginn,“ segir Finnur. Ungir umhverfissinnar muni rýna í niðurstöður þingsins þegar þær liggi fyrir. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Umhverfismál Loftslagsmál Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Sjá meira
Ellefti dagur loftslagsráðstefnunnar COP28 er runninn upp og verður þinginu slitið á morgun. „Við höfum fylgst grannt með öllu ferlinu hér úti í Dúbaí og finnum að spennustigið er orðið hátt og er enn að magnast núna þegar svo stutt er eftir. Staðan er afar viðkvæm og hangir þetta allt saman á því að öllum ríkjum finnist jafnvægi og sanngirni ríkja í hinum mörgu mismunandi ákvörðunum þingsins,“ segir Finnur Ricart Andrason, forseti Ungra umhverfissinna, sem staddur er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Nýjustu drög að lokasamþykkt þingsins undir Hnattrænu stöðutökunni (e. Global Stocktake) voru að birtast á vef UNFCCC. Finnur segir innihaldið algjörlega óásættanlegt. Hvergi sé lengur minnst á útfösun jarðefnaeldsneytis og séu það gríðarleg vonbrigði. „Þó megum við ekki gefa upp alla von strax því ekkert er samþykkt þar til allt er samþykkt af öllum ríkjunum og gæti verið að textinn taki einhverjum breytingum áður en hann verður samþykktur á morgun. Því er algjört lykilatriði að Ísland ásamt öðrum ríkjum þrýsti eins mikið og þau mögulega geta á að sterkt orðalag um útfösun jarðefnaeldsneytis skili sér inni í lokaákvörðunina.Útfösun jarðefnaeldsneytis er lykilforsenda þess að hægt sé að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráðu frá iðnbyltingu,“ segir Finnur. Mikill ágreiningur hafi verið um orðalagið um jarðefnaeldsneyti. Það séu helst OPEC-löndin svonefndu, olíuframleiðsluríkin með Sádí-Arabíu í broddi fylkingar, sem hafi reynt að standa í vegi fyrir að minnst verði á útfösun á þessum helsta orsakavaldi loftslagsbreytinga í samningatextum. „Yfir 2.400 fulltrúar olíufyrirtækja sem eru á COP28 hafa væntanlega einnig beitt miklum þrýstingi gegn slíku orðalagi,“ segir Finnur. Dr. Sultan Al Jaber, forseti þingsins, á að slíta þinginu á morgun klukkan sjö í fyrramálið að íslenskum tíma. Finnur telur að það gæti dregist aðeins að samþykkja lokaákvarðanirnar. Tveir mikilvægir fundir fari fram í kvöld. Einn til að samþykkja ákvarðanir um mál sem þegar ríkir samstaða um, svo sem liði um aðlögun, fjármögnun og fleira. Annar liður þar sem formenn sendinefndana munu ræða saman, meðal annars um nýjasta textann undir Hnattrænu stöðutökunni. „Við munum fylgjast með því í rauntíma þegar lokaákvarðanir þingsins verða samþykktar á morgun og rýna þær hratt og vel þannig að við munum einnig geta farið yfir það allt saman eftir að þinginu lýkur á þriðjudaginn,“ segir Finnur. Ungir umhverfissinnar muni rýna í niðurstöður þingsins þegar þær liggi fyrir.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Umhverfismál Loftslagsmál Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Sjá meira