Jólasveinar

Fréttamynd

Enginn drukkinn jóla­sveinn í jólaþorpi Hafnar­fjarðar

Foreldrar barna í Hafnarfirðinum og víðar hafa sumir farið á samfélagsmiðla og kvartað yfir jólasveini í Hellisgerði í jólaþorpi Hafnarfjarðar. Sumir segja að hann hafi hunsað öll börn sem til hans komu og að hann hafi verið drukkinn, og auk þess hafi hann ekki talað íslensku. Verkefnastjóri jólaþorpsins segir að rekstraraðilar í Hellisgerði hafi viljað hjálpa til og verið með aukajólasvein á sínum snærum, og vísar því á bug að hann hafi verið drukkinn.

Innlent
Fréttamynd

Bréf til jóla­sveinsins

Kæri Jóli. Ég hef heyrt því fleygt að þú sért góður gæi og til í að aðstoða fólk með hvers konar. Minn jólaóskalisti í ár er langur og mikill að vöxtum sem endranær. Ég hef skrifað alþingismönnum og jafnvel ráðherrum nokkrum sinnum en þeir hljóta að láta það sem um norðanvind um eyru þjóta, já og bara með hvelli, því stundum segjast þeir hafa skilning á aðstæðum mínum og kjörum en ekkert gerist.

Skoðun
Fréttamynd

Skyrgámur stal senunni á Sól­heimum í Gríms­nesi

Skyrgámur stal heldur betur senunni á Sólheimum í Grímsnesi þegar hann mætti galvaskur í kirkjuna á staðnum til að stjórna á jólatónleikum Sólheimakórsins í gær. Hann lét það ekki duga, heldur settist hann líka við trommusettið og fór þar á kostum.

Lífið
Fréttamynd

Systur jóla­sveinanna komnar til byggða

Jólaskellurnar Leppatuska, Taska og Flotsokka komu til bæjar í gær og heimsóttu Þjóðminjasafnið ásamt foreldrum sínum, Grýlu og Leppalúða. Þær mæta svo hver af annarri dagana 16., 17. og 23. desember með bræðrum sínum, alltaf klukkan 11.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lenskt jólasveinapöbbarölt að banda­rískri fyrir­mynd: „Þetta er ein af þessum helgum sem þú gleymir aldrei“

Fullorðnir jólaáhugamenn landsins safnast saman næsta laugardag þegar svokallað jólapöbbarölt fer fram í miðbæ Reykjavíkur. Á pöbbaröltinu, eða SantaCon eins og það er iðulega kallað í Bandaríkjunum, er fólk hvatt til að mæta klætt sem jólasveinn. Þar sem Íslendingar státa þrettán mismunandi jólasveinum þá á skipuleggjandi viðburðarins von á mikilli stemningu. 

Jól
Fréttamynd

Opið bréf til jólasveinanna: Hættið að gefa í skóinn

Um miðjan desember heyrði ég á tal þriggja barna sem voru að tala um gjafir í skóinn. Þau voru að bera saman bækur sínar og kom þá í ljós verulegur munur á gjöfum. Eitt barnið fékk ekki gjöf, ekki einu sinni kartöflu, annað barnið fékk hóflega gjöf en það þriðja fékk gjöf sem er dýrari en flestar jólagjafir.

Skoðun
Fréttamynd

Glæsilegt jólahús í Garðinum með þúsundum jólasveina

Það tók hjón í Garðinum í Suðurnesjabæ einn mánuð að koma jólaskrautinu sínu upp í húsi þeirra en þar eru þúsundir jólasveina og annað jólaskraut inni í húsinu. Þegar húsbóndinn klappar lófunum þá fer hluti af skrautinu í gang.

Innlent
Fréttamynd

Fangar fengu kar­töflu í skóinn

Fangar á Litla-Hrauni urðu „undrandi og ör­lítið miður sín“ í morgun þegar þeir kíktu í skó sína sem þeir höfðu komið fyrir fyrir utan klefa sína í von um að fá gjöf frá jóla­sveininum. Við þeim öllum blasti nefni­lega kar­tafla, þrátt fyrir full­yrðingar Af­stöðu, fé­lags fanga um góða hegðun þeirra í mánuðinum.

Innlent
Fréttamynd

Um­hverfis­vænir jóla­sveinar

Nú þegar umhverfismál eru í brennidepli og ein mesta innkaupahátíð ársins hafin langar okkur að ávarpa jólasveinana sem fara að tínast til byggða innan skamms og stinga gjöfum í skó barna.

Skoðun
Fréttamynd

Heimsins stærsti póstkassi er í Færeyjum

Færeysku jólasveinarnir sem heimsóttu íslensku jólasveinana fyrir nokkrum árum, fengu á þorláksmessu eigin póstkassa. Póstkassin er að sögn sá stærsti í heiminum, 7,42 metra hár og  rúmlega 4 metrar á breidd.

Jól
Fréttamynd

Annir hjá jólasveinum

Jólasveinar hafa nóg að gera á þessum árstíma, ekki bara hér á landi heldur um allan heim. Í Japan gefa þeir ísbjörnum að éta, í Bandaríkjunum þurfa þeir að verða sér úti um flugleyfi en í Mexíkó halda þeir sig til hlés vegna glímukappa.

Jól