Evrópudeild karla í handbolta

Fréttamynd

Hverjir eru mótherjar Vals? Sexfaldir Evrópumeistarar í lægð

Eftir tveggja marka sigur Vals gegn Svíþjóðarmeisturum Ystad í gær hafnaði liðið í þriðja sæti B-riðils Evrópudeildarinnar í handbolta. Valsmenn eru því á leið í 16-liða úrslit keppninnar þar sem liðið mætir Göppingen frá Þýskalandi, en hvaða lið er Göppingen?

Handbolti
Fréttamynd

Óðinn skoraði þrettán í öruggum Evrópusigri

Óðinn Þór Ríkharðsson heldur áfram að raða inn mörkum fyrir svissneska liðið Kadetten Schaffhausen, en hornamaðurinn skoraði þrettán mörk er liðið vann öruggan átta marka sigur gegn Presov í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld, 38-30.

Handbolti
Fréttamynd

„Hann er bara kaup ársins“

Snorri Steinn Guðjónsson segir leikmenn hafa hafnað því að ganga til liðs við Val síðasta sumar áður en hann hreppti Berg Elí Rúnarsson sem reynst hefur vel á sinni fyrstu leiktíð á Hlíðarenda.

Handbolti
Fréttamynd

Vídeó á djamminu skilaði Bergi í besta lið landsins

Segja má að óvæntur senuþjófur kvöldsins á Hlíðarenda í gærkvöld, í einum fræknasta sigri íslensks handboltaliðs á þessari öld, hafi verið hornamaðurinn Bergur Elí Rúnarsson. Það virðist hafa borgað sig fyrir hann og Val að Bergur skyldi kíkja á djamm með Agnari Smára Jónssyni síðasta sumar.

Handbolti
Fréttamynd

Ótrúlegt mark Óðins vekur athygli

Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæsti leikmaður Kadetten Schaffhausen frá Sviss sem tryggði farseðil sinn í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar með eins marks útisigri á Benfica í Lissabon í gærkvöld. Eitt marka hans vakti sérstaka athygli og ekki að ástæðulausu.

Handbolti
Fréttamynd

„Spilaði í kvöld fyrir vini mína og fjölskyldu“

Kristján Örn Kristjánsson, leikmaður PAUC, var niðurlútur eftir níu marka tap gegn Val 40-31. Kristján opnaði sig í síðustu viku um andleg veikindi sem hann hefur verið að glíma við og sagði að hann hafi spilað gegn Val í kvöld fyrir vini sína og fjölskyldu.

Sport
Fréttamynd

„Mig dreymdi alltaf um 16-liða úrslitin“

Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson átti frábæran leik í marki Vals er liðið vann sannfærandi níu marka sigur gegn franska liðinu PAUC í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Björgvin varði 21 skot í leiknum og endaði með 41 prósent hlutfallsmarkvörslu.

Handbolti
Fréttamynd

Teitur og félagar gulltryggðu efsta sæti riðilsins

Teitur Örn Einarsson og félagar hans í þýska stórliðinu Flensburg unnu öruggan sjö marka sigur er liðið tók á móti Ystad frá Svíþjóð í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Lokatölur 30-23 og Flensburg hefur þar með tryggt sér sigur í riðlinum.

Handbolti
Fréttamynd

„Það hefur verið mikill sómi af þessu“

Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japans, er Valsari í húð og hár og hann ræddi við Vísi um stórleikinn í kvöld þegar Valur mætir franska liðinu PAUC, á Hlíðarenda í Evrópudeildinni í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

„Við munum mæta mjög orkumiklir“

Aron Dagur Pálsson segir að Valsmenn mæti dýrvitlausir til leiks í kvöld í hálfgerðan úrslitaleik á Hlíðarenda gegn franska liðinu PAUC, í baráttunni um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Stefnir í að Donni verði með gegn Val annað kvöld

Donni, Kristján Örn Kristjánsson, verður að öllum líkindum með franska liðinu PAUC þegar það heimsækir Val í Evrópudeildinni í handbolta annað kvöld. Stutt er síðan Donni fékk leyfi frá störfum þar sem hann glímdi við kulnun.

Handbolti
Fréttamynd

„Þetta eru fáránleg forréttindi“

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var eðlilega stoltur af sínu liði eftir öruggan sex marka sigur gegn Benidorm í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Með sigrinum lyftu Valsmenn sér upp í þriðja sæti B-riðils og eiga enn góðan möguleika á sæti í 16-liða úrslitum.

Handbolti
Fréttamynd

Teitur skoraði tvö í öruggum Evrópusigri

Teitur Örn Einarsson skoraði tvö mörk fyrir þýska stórliðið Flensburg er liðið heimsótti PAUC til Frakklands í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Teitur og félagar unnu öruggan átta marka sigur, 21-29, en þetta var fjórði tapleukur PAUC í keppninni í röð.

Handbolti
Fréttamynd

Ystad bjargaði stigi gegn Ferencváros

Sænska liðið Ystads bjargaði stigi með seinasta skoti leiksins er liðið tók á móti Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur 35-35, en stigið lyftir Ungverjunum upp fyrir Valsmenn í fjórða sæti B-riðils.

Handbolti
Fréttamynd

„Það eru skrambi margar dósir, Gaupi“

Það er í mörg horn að líta hjá Valsmönnum fyrir leikinn mikilvæga gegn Benidorm í Evrópudeildinni í handbolta karla í kvöld. Guðjón Guðmundsson kíkti á Hlíðarenda og fylgdist með undirbúningnum.

Handbolti