Heilbrigðiseftirlit Færri börn undir eftirliti vegna E.coli en enn fimm á gjörgæslu Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir á ekki von á því að niðurstöður úr rannsókn á uppruna E.coli smits á Mánagarði liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi við lok vikunnar eða um helgina. Leikskólinn er enn lokaður. Tíu börn eru undir undir eftirliti á bráðamóttöku Barnaspítalans eins og er samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Auk þess eru tíu börn inniliggjandi, þar af eru fimm á deild og fimm á gjörgæslu. Innlent 30.10.2024 11:43 Veikindi á fimm af sjö deildum leikskólans Sóttvarnalæknir segir rannsókn á uppruna E.coli sýkingar á leikskólanum Mánagarði í fullum gangi og þar séu matvæli helst til skoðunar. Tvö börn liggja á gjörgæslu vegna veikindanna og fara að líkindum í nýrnaskilun. Innlent 24.10.2024 13:57 Salmonella í Pekingönd Pekingendur sem verið var að selja í verslunum Bónuss og Hagkaupa um allt land hafa verið innkallaðar eftir að salmonella greindist í sýni. Neytendur 23.10.2024 15:42 Eitt barnanna alvarlega veikt og óvissa fram yfir helgi Eitt barn er alvarlega veikt eftir að E.coli sýking kom upp á leikskólanum Mánagarði, en tólf hafa leitað á spítala vegna hennar. Læknir á Barnaspítala Hringsins segir óvissuástand uppi um umfang smitsins, sem muni líklega vara fram yfir helgi. Óráðlegt sé að gefa börnum sýklalyf við þessar aðstæður, og mikilvægast að tryggja að þau fái nægan vökva. Innlent 23.10.2024 15:42 Greina matinn sem börnin á Mánagarði borðuðu Mikil vinna stendur yfir hjá Matvælastofnun, embætti sóttvarnalæknis og heilbrigðiseftirlitinu við að leita að uppruna sýkingar sem leitt hefur til veikinda barna á leikskólanum Mánagarði. Þó nokkur börn hafa verið lögð inn á Landspítalann. Sterkar vísbendingar eru um orsök smitsins. Leikskólastjóri lítur málið alvarlegum augum en fyrsta barnið greindist síðdegis í gær. Innlent 23.10.2024 12:58 Tíu börn með einkenni E.Coli-sýkingar Tíu börn á leikskólanum Mánagarði höfðu í gærkvöldi leitað á sjúkrahús með einkenni E.Coli-sýkingar. Fjögur eru nú inniliggjandi til eftirlits og fjögur til viðbótar höfðu leitað á bráðamóttöku Landspítalans. Innlent 23.10.2024 09:09 Leikskóla lokað vegna E.coli sýkingar Leikskólanum Mánagarði í Reykjavík hefur verið lokað samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis vegna alvarlegrar E.coli sýkingar. Þetta herma heimildir fréttastofu. Innlent 23.10.2024 00:03 Rannsókn lokið á veikindum á hálendi í sumar Rannsókn embættis sóttvarnalæknis og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands á veikindum á hálendinu í sumar er lokið. Í öllum tilfellum þar sem fengust sýni greindist nóróveira. Líklegt er að hún hafi smitast með snerti- eða úðasmiti, af yfirborðsfleti eða manna á milli. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands er með eftirfylgd á Rjúpnavöllum en þar fundust saurgerlar í neysluvatni. Innlent 1.10.2024 07:22 „Þetta er ekki bara pjatt“: Segir eftirlits þörf með gráum markaði með snyrtivörur Svartur markaður með vörur einkennist af því að fólk veit að það er að versla falsaða vöru, hvort sem það gerir það í gegnum netið eða á mörkuðum til að mynda. Innlent 17.9.2024 10:59 Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Dularfullt ýl eða flaut hefur leikið íbúa í Laugarneshverfi grátt síðustu misseri en óvíst er hvaðan hljóðið kemur. Íbúi í hverfinu segir hljóðið spilla fyrir svefni sínum og kvartar undan aðgerðarleysi heilbrigðiseftirlitsins við heilsuspillandi hávaða. Innlent 12.9.2024 21:02 Er allt í gulu? Septembermánuður er tileinkaður sjálfsvígsforvörnum. Flest þykjumst við skilja hvað átt er við þegar talað er um forvarnir en það er þó sama um hvað er rætt, samtalið verður markvissara og gagnlegra ef skilningur er sameiginlegur. Það er því ekki úr vegi að staldra við og velta fyrir sér hvað felst í forvarnahugtakinu og hvernig við skilgreinum forvarnir. Skoðun 4.9.2024 08:02 Gosmóða og gasmengun yfir höfuðborginni fram eftir degi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varar við að gosmóðu og gasmengun sem nú liggur nú yfir höfuðborginni og berst frá eldgosinu við Sundhnúksgígaröð. Vegna ríkjandi sunnanáttar berst gosmengun til norðurs og mun það ástand vara fram eftir degi samkvæmt Veðurstofu Íslands. Með aukinni úrkomu og vindi ættu loftgæði að batna eftir því sem líður á daginn. Innlent 30.8.2024 10:00 Hátt í hundrað manns með magakveisu eftir hálendisferðir Sóttvarnalæknir segist vita til þess að hátt í hundrað manns hafi fengið magakveisu á hálendinu síðustu daga en hluti hópsins hefur fengið staðfesta nóróverusýkingu. Vonir stóðu til að hópsýkingin, sem tengist ferðamannastöðum á hálendinu, væri yfirstaðin en sóttvarnalæknir segir að fólk sé enn að veikjast. Innlent 29.8.2024 13:13 Enn tilkynnt um magakveisu á hálendinu Tilkynnt var um tvo veika einstaklinga í Hrafntinnuskeri í gær. Nóróveira hefur greinst í sýnum frá fólki sem veiktist af magakveisu á fjölsóttum ferðamannastöðum á hálendinu nýverið. Rannsókn landlæknis og heilbrigðiseftirlits Suðurlands á hópsmitinu stendur enn yfir. Ekki er hægt að fullyrða um uppruna smits, í neysluvatni eða annars staðar. Innlent 27.8.2024 15:10 Saurgerlar fundust í neysluvatni Saurgerlar og E.coli bakteríur hafa fundist í neysluvatni við reglubundið eftirlit á Borgafirði eystra. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu HEF veitna þar sem segir að nauðsynlegt sé að sjóða vatn áður en þess er neytt. Innlent 26.8.2024 12:23 Óvíst hvernig skólahópurinn smitaðist Allt bendir til að upp hafi komið nóróveirusmit í Emstruskála, Básum og í Þórsmörk þar sem hátt í fimmtíu börn og sjö fullorðnir veiktust í nótt. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir óljóst hvernig smitið kom upp. Innlent 23.8.2024 17:18 Einkenni nóróveiru komin fram „Einkennin eru ansi grunsamleg fyrir nóróveiru, sem er mjög smitandi og getur valdið hópsýkingum.“ Innlent 23.8.2024 13:45 Eftirlitið á kafi vegna fjölda smita Lögregla, sóttvarnarlæknir og heilbrigðiseftirlit róa nú öllum árum að því að rekja uppruna veikinda sem komu upp hjá stórum hópi ferðafólks í Emstrum og Básum í gærkvöldi og í morgun. Innlent 23.8.2024 11:44 Sextíu veikir og minnst sex með nóróveiru Búið er að staðfesta að í það minnsta sex af þeim rúmlega sextíu sem veiktust eftir að hafa gist á Rangárvöllum á síðustu vikum séu með nóróveiru. Unnið er að því að greina sýni úr neysluvatni á svæðinu og hvort nóróveirur hafi borist í vatnsból. Innlent 19.8.2024 16:23 Leysingar hugsanleg orsök E.coli bakteríu E.coli baktería greindist í einu sýni Heilbrigðiseftirlitsins á neysluvatni sem tekið var í íbúðarhúsi á Siglufirði í gær. Í kjölfarið voru fjögur sýni tekin til viðbótar, og er niðurstaðna að vænta úr þeim á morgun. Heilbrigðisfulltrúi segir að erfitt sé að vera með vangaveltur þegar maður hefur ekki heildarmyndina fyrir framan sig. Íbúar eru hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu. Innlent 14.7.2024 12:46 Sjóða þurfi neysluvatn á Siglufirði vegna E.coli E.coli baktería greindist í sýni Heilbrigðiseftirlitsins á neysluvatni sem tekið var í íbúðarhúsi á Siglufirði í gær. Innlent 13.7.2024 21:27 Yfir 190 gestir Fabrikkunnar með nóróveiru síðasta sumar Alls greindust 190 manns með nóróveiru í kjölfar smits sem kom upp á Hamborgarafabrikkunni síðasta sumar. Uppruni smitsins var ekki rakinn til ákveðinna matvæla. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu sóttvarnarlæknis fyrir árið 2023. Alls voru þrjár nóróveiruhópsýkingar skráðar á síðasta ári. Sú stærsta á Hamborgarafabrikkunni. Innlent 4.7.2024 10:00 Íbúí í Holtunum smitaðist af hermannaveiki Íbúí í Vatnsholti í Reykjavík smitaðist af hermannaveiki og hefur heilbrigðiseftirlit borgarinnar gripið til aðgerða til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu. Innlent 2.7.2024 21:38 „Öll aðstaða er til fyrirmyndar“ Rekstraraðili tjaldsvæðisins í Þrastaskógi segir að svæðið sé búið að vera lokað síðan í september á síðasta ári. Hann segir heilbrigðiseftirlitið hafa tekið svæðið út í vikunni og að það muni opna um mánaðamótin. Innlent 21.6.2024 21:15 Starfsleyfi afturkallað vegna óviðunandi aðbúnaðs og umgengni Heilsbrigðisnefnd Suðurlands hefur fellt úr gildi starfsleyfi á tjaldsvæðinu í Þrastaskógi í Grímsnesi. Nefndin segir aðbúnað og umgengni með öllu óviðeigandi og að gistiþjónusta sé rekin án allra leyfa. Innlent 21.6.2024 20:01 Fréttir af meintri skaðsemi lýsis sagðar æsifréttir Sérfræðingar segja fréttir af meintri skaðsemi lýsis byggja á rannsókn sem ekki sé unnt að draga neinar ályktanir af. Innlent 30.5.2024 13:40 Of þung en annars hraust á Ozempic Íslendingum sem nota sykursýki- og þyngdarstjórnunarlyf hefur fjölgað um rúm sextíu prósent á aðeins sextán mánuðum. Notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við segjast flestir eingöngu á lyfjunum til að léttast en eru hraustir að öðru leyti. Ung kona sem notaði Ozempic segir sligandi kostnað einu ástæðu þess að hún hætti á lyfinu. Innlent 18.5.2024 08:01 Davíð lofaði bót og betrun en hélt uppteknum hætti Nágrannar veitingastaðarins Pho Víetnam í kjallaranum á Laugavegi 27 kvörtuðu ítrekað undan því að staðurinn bryti í bága við starfsleyfi, mikil lykt bærist frá staðnum og hávaði væri of mikill. Endurtekið lofaði eigandi staðarins að starfrækja kaffihús eins og leyfi var fyrir en hélt svo uppteknum hætti við að selja heita rétti. Þá opnaði hann staðinn þrátt fyrir að honum hefði verið lokað af eftirlitinu. Innlent 21.3.2024 07:00 Rekstur Davíðs Viðarssonar: Áralöng saga gruggugrar starfsemi Veitingastaðurinn Pho Víetnam á Suðurlandsbraut fékk tvo af fimm mögulegum í einkunn frá Heilbrigðiseftirlitinu í heimsókn þess árið 2019. Staðurinn hét þá Vietnam Restaurant en var í eigu Davíðs Viðarssonar. Tæpum fimm árum síðar hafði heilbrigðiseftirlitið enn verri sögu að segja af staðnum sem hélst þó opinn þar til í gær þegar lögregla réðist í umfangsmiklar aðgerðir. Viðskipti innlent 6.3.2024 08:42 Pho Víetnam á Suðurlandsbraut og Laugavegi fengu falleinkunn Pho Víetnam á Suðurlandsbraut og Laugavegi í Reykjavík fengu einn af fimm mögulegum í einkunn frá Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur í óboðaðri heimsókn í október í framhaldi af því að ólystugur matvælalager Vy-þrifa í Sóltúni uppgötvaðist. Eigandi beggja fyrirtækja á einnig veitingastaðina Wok On. Viðskipti innlent 1.3.2024 08:39 « ‹ 1 2 3 ›
Færri börn undir eftirliti vegna E.coli en enn fimm á gjörgæslu Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir á ekki von á því að niðurstöður úr rannsókn á uppruna E.coli smits á Mánagarði liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi við lok vikunnar eða um helgina. Leikskólinn er enn lokaður. Tíu börn eru undir undir eftirliti á bráðamóttöku Barnaspítalans eins og er samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Auk þess eru tíu börn inniliggjandi, þar af eru fimm á deild og fimm á gjörgæslu. Innlent 30.10.2024 11:43
Veikindi á fimm af sjö deildum leikskólans Sóttvarnalæknir segir rannsókn á uppruna E.coli sýkingar á leikskólanum Mánagarði í fullum gangi og þar séu matvæli helst til skoðunar. Tvö börn liggja á gjörgæslu vegna veikindanna og fara að líkindum í nýrnaskilun. Innlent 24.10.2024 13:57
Salmonella í Pekingönd Pekingendur sem verið var að selja í verslunum Bónuss og Hagkaupa um allt land hafa verið innkallaðar eftir að salmonella greindist í sýni. Neytendur 23.10.2024 15:42
Eitt barnanna alvarlega veikt og óvissa fram yfir helgi Eitt barn er alvarlega veikt eftir að E.coli sýking kom upp á leikskólanum Mánagarði, en tólf hafa leitað á spítala vegna hennar. Læknir á Barnaspítala Hringsins segir óvissuástand uppi um umfang smitsins, sem muni líklega vara fram yfir helgi. Óráðlegt sé að gefa börnum sýklalyf við þessar aðstæður, og mikilvægast að tryggja að þau fái nægan vökva. Innlent 23.10.2024 15:42
Greina matinn sem börnin á Mánagarði borðuðu Mikil vinna stendur yfir hjá Matvælastofnun, embætti sóttvarnalæknis og heilbrigðiseftirlitinu við að leita að uppruna sýkingar sem leitt hefur til veikinda barna á leikskólanum Mánagarði. Þó nokkur börn hafa verið lögð inn á Landspítalann. Sterkar vísbendingar eru um orsök smitsins. Leikskólastjóri lítur málið alvarlegum augum en fyrsta barnið greindist síðdegis í gær. Innlent 23.10.2024 12:58
Tíu börn með einkenni E.Coli-sýkingar Tíu börn á leikskólanum Mánagarði höfðu í gærkvöldi leitað á sjúkrahús með einkenni E.Coli-sýkingar. Fjögur eru nú inniliggjandi til eftirlits og fjögur til viðbótar höfðu leitað á bráðamóttöku Landspítalans. Innlent 23.10.2024 09:09
Leikskóla lokað vegna E.coli sýkingar Leikskólanum Mánagarði í Reykjavík hefur verið lokað samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis vegna alvarlegrar E.coli sýkingar. Þetta herma heimildir fréttastofu. Innlent 23.10.2024 00:03
Rannsókn lokið á veikindum á hálendi í sumar Rannsókn embættis sóttvarnalæknis og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands á veikindum á hálendinu í sumar er lokið. Í öllum tilfellum þar sem fengust sýni greindist nóróveira. Líklegt er að hún hafi smitast með snerti- eða úðasmiti, af yfirborðsfleti eða manna á milli. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands er með eftirfylgd á Rjúpnavöllum en þar fundust saurgerlar í neysluvatni. Innlent 1.10.2024 07:22
„Þetta er ekki bara pjatt“: Segir eftirlits þörf með gráum markaði með snyrtivörur Svartur markaður með vörur einkennist af því að fólk veit að það er að versla falsaða vöru, hvort sem það gerir það í gegnum netið eða á mörkuðum til að mynda. Innlent 17.9.2024 10:59
Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Dularfullt ýl eða flaut hefur leikið íbúa í Laugarneshverfi grátt síðustu misseri en óvíst er hvaðan hljóðið kemur. Íbúi í hverfinu segir hljóðið spilla fyrir svefni sínum og kvartar undan aðgerðarleysi heilbrigðiseftirlitsins við heilsuspillandi hávaða. Innlent 12.9.2024 21:02
Er allt í gulu? Septembermánuður er tileinkaður sjálfsvígsforvörnum. Flest þykjumst við skilja hvað átt er við þegar talað er um forvarnir en það er þó sama um hvað er rætt, samtalið verður markvissara og gagnlegra ef skilningur er sameiginlegur. Það er því ekki úr vegi að staldra við og velta fyrir sér hvað felst í forvarnahugtakinu og hvernig við skilgreinum forvarnir. Skoðun 4.9.2024 08:02
Gosmóða og gasmengun yfir höfuðborginni fram eftir degi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varar við að gosmóðu og gasmengun sem nú liggur nú yfir höfuðborginni og berst frá eldgosinu við Sundhnúksgígaröð. Vegna ríkjandi sunnanáttar berst gosmengun til norðurs og mun það ástand vara fram eftir degi samkvæmt Veðurstofu Íslands. Með aukinni úrkomu og vindi ættu loftgæði að batna eftir því sem líður á daginn. Innlent 30.8.2024 10:00
Hátt í hundrað manns með magakveisu eftir hálendisferðir Sóttvarnalæknir segist vita til þess að hátt í hundrað manns hafi fengið magakveisu á hálendinu síðustu daga en hluti hópsins hefur fengið staðfesta nóróverusýkingu. Vonir stóðu til að hópsýkingin, sem tengist ferðamannastöðum á hálendinu, væri yfirstaðin en sóttvarnalæknir segir að fólk sé enn að veikjast. Innlent 29.8.2024 13:13
Enn tilkynnt um magakveisu á hálendinu Tilkynnt var um tvo veika einstaklinga í Hrafntinnuskeri í gær. Nóróveira hefur greinst í sýnum frá fólki sem veiktist af magakveisu á fjölsóttum ferðamannastöðum á hálendinu nýverið. Rannsókn landlæknis og heilbrigðiseftirlits Suðurlands á hópsmitinu stendur enn yfir. Ekki er hægt að fullyrða um uppruna smits, í neysluvatni eða annars staðar. Innlent 27.8.2024 15:10
Saurgerlar fundust í neysluvatni Saurgerlar og E.coli bakteríur hafa fundist í neysluvatni við reglubundið eftirlit á Borgafirði eystra. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu HEF veitna þar sem segir að nauðsynlegt sé að sjóða vatn áður en þess er neytt. Innlent 26.8.2024 12:23
Óvíst hvernig skólahópurinn smitaðist Allt bendir til að upp hafi komið nóróveirusmit í Emstruskála, Básum og í Þórsmörk þar sem hátt í fimmtíu börn og sjö fullorðnir veiktust í nótt. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir óljóst hvernig smitið kom upp. Innlent 23.8.2024 17:18
Einkenni nóróveiru komin fram „Einkennin eru ansi grunsamleg fyrir nóróveiru, sem er mjög smitandi og getur valdið hópsýkingum.“ Innlent 23.8.2024 13:45
Eftirlitið á kafi vegna fjölda smita Lögregla, sóttvarnarlæknir og heilbrigðiseftirlit róa nú öllum árum að því að rekja uppruna veikinda sem komu upp hjá stórum hópi ferðafólks í Emstrum og Básum í gærkvöldi og í morgun. Innlent 23.8.2024 11:44
Sextíu veikir og minnst sex með nóróveiru Búið er að staðfesta að í það minnsta sex af þeim rúmlega sextíu sem veiktust eftir að hafa gist á Rangárvöllum á síðustu vikum séu með nóróveiru. Unnið er að því að greina sýni úr neysluvatni á svæðinu og hvort nóróveirur hafi borist í vatnsból. Innlent 19.8.2024 16:23
Leysingar hugsanleg orsök E.coli bakteríu E.coli baktería greindist í einu sýni Heilbrigðiseftirlitsins á neysluvatni sem tekið var í íbúðarhúsi á Siglufirði í gær. Í kjölfarið voru fjögur sýni tekin til viðbótar, og er niðurstaðna að vænta úr þeim á morgun. Heilbrigðisfulltrúi segir að erfitt sé að vera með vangaveltur þegar maður hefur ekki heildarmyndina fyrir framan sig. Íbúar eru hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu. Innlent 14.7.2024 12:46
Sjóða þurfi neysluvatn á Siglufirði vegna E.coli E.coli baktería greindist í sýni Heilbrigðiseftirlitsins á neysluvatni sem tekið var í íbúðarhúsi á Siglufirði í gær. Innlent 13.7.2024 21:27
Yfir 190 gestir Fabrikkunnar með nóróveiru síðasta sumar Alls greindust 190 manns með nóróveiru í kjölfar smits sem kom upp á Hamborgarafabrikkunni síðasta sumar. Uppruni smitsins var ekki rakinn til ákveðinna matvæla. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu sóttvarnarlæknis fyrir árið 2023. Alls voru þrjár nóróveiruhópsýkingar skráðar á síðasta ári. Sú stærsta á Hamborgarafabrikkunni. Innlent 4.7.2024 10:00
Íbúí í Holtunum smitaðist af hermannaveiki Íbúí í Vatnsholti í Reykjavík smitaðist af hermannaveiki og hefur heilbrigðiseftirlit borgarinnar gripið til aðgerða til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu. Innlent 2.7.2024 21:38
„Öll aðstaða er til fyrirmyndar“ Rekstraraðili tjaldsvæðisins í Þrastaskógi segir að svæðið sé búið að vera lokað síðan í september á síðasta ári. Hann segir heilbrigðiseftirlitið hafa tekið svæðið út í vikunni og að það muni opna um mánaðamótin. Innlent 21.6.2024 21:15
Starfsleyfi afturkallað vegna óviðunandi aðbúnaðs og umgengni Heilsbrigðisnefnd Suðurlands hefur fellt úr gildi starfsleyfi á tjaldsvæðinu í Þrastaskógi í Grímsnesi. Nefndin segir aðbúnað og umgengni með öllu óviðeigandi og að gistiþjónusta sé rekin án allra leyfa. Innlent 21.6.2024 20:01
Fréttir af meintri skaðsemi lýsis sagðar æsifréttir Sérfræðingar segja fréttir af meintri skaðsemi lýsis byggja á rannsókn sem ekki sé unnt að draga neinar ályktanir af. Innlent 30.5.2024 13:40
Of þung en annars hraust á Ozempic Íslendingum sem nota sykursýki- og þyngdarstjórnunarlyf hefur fjölgað um rúm sextíu prósent á aðeins sextán mánuðum. Notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við segjast flestir eingöngu á lyfjunum til að léttast en eru hraustir að öðru leyti. Ung kona sem notaði Ozempic segir sligandi kostnað einu ástæðu þess að hún hætti á lyfinu. Innlent 18.5.2024 08:01
Davíð lofaði bót og betrun en hélt uppteknum hætti Nágrannar veitingastaðarins Pho Víetnam í kjallaranum á Laugavegi 27 kvörtuðu ítrekað undan því að staðurinn bryti í bága við starfsleyfi, mikil lykt bærist frá staðnum og hávaði væri of mikill. Endurtekið lofaði eigandi staðarins að starfrækja kaffihús eins og leyfi var fyrir en hélt svo uppteknum hætti við að selja heita rétti. Þá opnaði hann staðinn þrátt fyrir að honum hefði verið lokað af eftirlitinu. Innlent 21.3.2024 07:00
Rekstur Davíðs Viðarssonar: Áralöng saga gruggugrar starfsemi Veitingastaðurinn Pho Víetnam á Suðurlandsbraut fékk tvo af fimm mögulegum í einkunn frá Heilbrigðiseftirlitinu í heimsókn þess árið 2019. Staðurinn hét þá Vietnam Restaurant en var í eigu Davíðs Viðarssonar. Tæpum fimm árum síðar hafði heilbrigðiseftirlitið enn verri sögu að segja af staðnum sem hélst þó opinn þar til í gær þegar lögregla réðist í umfangsmiklar aðgerðir. Viðskipti innlent 6.3.2024 08:42
Pho Víetnam á Suðurlandsbraut og Laugavegi fengu falleinkunn Pho Víetnam á Suðurlandsbraut og Laugavegi í Reykjavík fengu einn af fimm mögulegum í einkunn frá Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur í óboðaðri heimsókn í október í framhaldi af því að ólystugur matvælalager Vy-þrifa í Sóltúni uppgötvaðist. Eigandi beggja fyrirtækja á einnig veitingastaðina Wok On. Viðskipti innlent 1.3.2024 08:39