Kennaraverkfall 2024-25

Fréttamynd

Framhaldsskólakennarar funda hjá sátta­semjara

Samninganefnd framhaldskólakennara mætti til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu í dag. Til stendur að ræða fyrst og fremst þau atriði er snúa að kjaraviðræðum framhaldskólakennara en í hópnum eru einnig aðrir fulltrúar Kennarasambands Íslands, þeirra á meðal Magnús Þór Jónsson formaður. Þá átti samninganefnd sveitarfélaga fund hjá ríkissáttasemjara í morgun em formaður nefndarinnar segir fátt nýtt að frétta úr viðræðum við grunn- og leikskólakennara.

Innlent
Fréttamynd

Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun

Samninganefndir ríkisins og framhaldsskólakennara funda á morgun hjá ríkissáttasemjara klukkan 11. Ekki hefur verið boðað til fundar hjá samninganefnd sveitarfélaga og grunn- og leikskóla frá því að slitnaði upp úr viðræðum í gær.

Innlent
Fréttamynd

Virðum kennara – þeir móta fram­tíðina

Ég er ekki kennari, en ég hef verið grunnskólanemandi og eitt sinn langaði mig til að verða kennari. Ég ákvað þó á endanum að fara aðra leið, því mér fannst kjör kennara og starfsskilyrði ekki nægilega aðlaðandi.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég er bara pínu leiður“

Formaður Kennarasambands Íslands segist leiður yfir fundi dagsins með samninganefndum ríkis og sveitarfélaga. Deiluaðilar virðist hafa færst fjær hvor öðrum, en verkföllum víðast hvar um landið lauk í morgun, eftir að Félagsdómur dæmdi þau flest ólögmæt. 

Innlent
Fréttamynd

„Manni finnst að manni sé kippt út úr bar­áttunni“

Kennarar fundu margir hverjir blendnar tilfinningar þegar fréttir af ólögmæti verkfallsaðgerða í þréttan leikskólum og sjö grunnskólum bárust seint í gær. Félagsdómur sagði það byggt á þeim forsendum að aðgerðir næðu ekki til allra starfsmanna stéttarfélags hjá sama vinnuveitanda.

Innlent
Fréttamynd

Fundinum lokið án árangurs

Fundi kennara, sveitarfélaga og ríkis er lokið án árangurs. Ekki er búið að taka ákvörðun hvenær næsti fundur verði. Fundur í kjaradeilu framhaldsskóla hefur verið boðaður.

Innlent
Fréttamynd

Kennarar klæðast svörtu í dag

Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga funda nú í Karphúsinu. Boðað hefur verið til samstöðufundar kennara við Alþingishúsið í kvöld. Leikskólakennari segist hafa fundið blendnar tilfinningar við að mæta aftur til vinnu í morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Smásálarleg hefni­girni kennaraforystunnar

Kennarasambandið sýnir vægast sagt heift og hefnigirni í greinargerð sinni fyrir Félagsdómi, sem birt var í gær, 9. febrúar. Þar krefst Kennarasambandið þess að fyrstu verkföllin í fjórum leikskólunum haldi áfram, óháð því hvernig Félagsdómur úrskurði um önnur verkföll.

Skoðun
Fréttamynd

Úti­lokar ekki frekari að­gerðir

Formaður Kennarasambandsins segir að niðurstaða félagsdóms um ólögmæti verkfalls kennara hafi komið á óvart. Kennarar verði að taka niðurstöðunni og á hann ekki von á öðru en þeir mæti til vinnu í verkfallsskólum á morgun. Hann útilokar ekki frekari aðgerðir.

Innlent
Fréttamynd

Allir þurfi að vera í verk­falli á sama tíma

Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að dómur Felagsdóms, sem dæmdi kennaraverkföll í þrettán leikskólum og sjö grunnskólum ólögmæt, sé það sem þau höfðu vonast eftir.

Innlent
Fréttamynd

Töfra­máttur menntunar og til­breytingar­laust töðumaul peningatómhyggjunnar

Í október í fyrra skrifaði ég á þessum vettvangi pistil um tilgang menntunar og víðtækara gildi hennar fyrir samfélag og mannlíf: Menntun er fjár­festing í fram­tíðinni - Vísir. Hér langar mig að bæta við nokkrum hugleiðingum með sérstöku tilliti til ýmissa málefna og atburða sem hafa verið í deiglunni á undanförnum vikum og mánuðum. Kannski endurtek ég eitthvað hér úr fyrri pistli en sannleikurinn er ekki of oft sagður og frumleiki er ekki helsta markmið mitt hér.

Skoðun
Fréttamynd

Feilspor kjara­samninga og já­kvæð styrking launaafsláttar

Feilspor fyrri kjarasamninga kennara eru mörg, hin og þessi réttindi seld en einkennilegast hefur mér þótt ákvæðið um teymiskennslu. Teymiskennsla er hugsuð til þess að auðvelda starf kennara og auka gæði náms fyrir nemendur. Því er svo sérstakt að þetta ákvæði sem býður upp hvata fyrir verri laun kennara og verri kennslu nemenda.

Skoðun
Fréttamynd

Fundi frestað fram yfir helgi

Samninganefndir ríkis og sveitarfélaga annars vegar og kennara hins vegar luku fundi í Karphúsinu um fimmleytið, án þess að niðurstaða næðist í kjaradeilunni.

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­sögð krafa um upp­lýsingar um slit kjara­viðræðna

Kjarasamningar kennara við ríki og sveitarfélög eru vandasamir enda gegnir stéttin framlínustörfum í velferð barna. Sveitarstjórnarfólk um allt land hefur beina hagsmuni af því að kjarasamningar náist við kennara sem fyrst, þar sem eðlilegt skólahald er undirstaða öflugs menntakerfis og velferðar barna. Þegar samningaviðræður fara í strand er brýnt að vita af hverju.

Skoðun
Fréttamynd

Fag­menntun er réttur barna en ekki lúxus

Fagmenntun starfsmanna í leikskólum hefur áhrif á öll svið starfseminnar og tryggir þekkingu á mikilvægi leiks sem undirstöðu fyrir nám og þroska barna. Einnig stuðlar hún að því að læsi og málörvun fléttast inn í allt starfið okkar í leikskólanum.

Skoðun
Fréttamynd

Þurfa kennarar full laun?

Í markaðssamfélagi nútímans borgum við fólki það sem það setur upp fyrir vinnu sína. Við borgum iðnaðarmanninum ekki bara 75% af því sem hann setur upp fyrir vinnu sína og lögsækjum hann svo ef hann neitar að vinna fyrir okkur.

Skoðun
Fréttamynd

„Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, segir engan á vegum ráðuneytisins hafa lagt fram launahækkun í kjaraviðræðum kennara og veltir hún fyrir sér hver sé að búa til slíkar sögusagnir. Ráðuneytið hafi þó reynt að liðka fyrir viðræðum með öðrum aðgerðum.

Innlent
Fréttamynd

Dýr­keypt skipti­mynt!

Í ljósi þeirrar stöðu sem kennarastéttin er í ákvað ég að spyrja gervigreind eftirfarandi spurningar: Hvaða áhrif hefur það á samfélag sem fjárfestir ekki í kennurum?

Skoðun
Fréttamynd

Hug­leiðingar leik­skóla­kennara í verk­falli

Í dag, 6. febrúar, er dagur leikskólans. Í ár eru 25 ár síðan ég hóf störf í leikskóla. Í ár eru 20 ár síðan ég útskrifaðist sem leikskólakennari frá KHÍ, full af áhuga og væntingum fyrir starfinu. 

Skoðun
Fréttamynd

Skautað fram­hjá ýmsu í til­kynningu mennta­málaráðherra

Þingflokksformenn minnihlutans hafa krafið forsætisráðherra um svör vegna meintra afskipta menntamálaráðuneytisins í kjaraviðræðum kennara. Ráðuneytið þvertekur fyrir að ráðherra eða annar starfsmaður hafi boðið eða gefið vilyrði um launahækkun til kennara.

Innlent
Fréttamynd

Menntun í gíslingu hrím­þursa

Í yfirstandandi verkfalli kennara í leikskólum og grunnskólum sker það í augu að fulltrúar bæjar– og sveitarstjórna í landinu hafa ekki burði til takast á við það verkefni sem þeim ber skylda til þ.e. að halda skólastarfi gangandi í landinu.

Skoðun
Fréttamynd

Viltu vinna með fram­tíðinni?

Kíktu þá á atvinnuvef Hafnarfjarðar. Það vantar ungt fólk með hreint sakavottorð til þess að sjá um forfallakennslu og „aðrar“ afleysingar í skólum bæjarins, það vantar allskonar fólk í allskonar störf á sviði menntunar og /eða uppeldi barna.

Skoðun