
Samgöngur

Ráðherra hvattur til að kanna hvort borgin sé að brjóta gegn ríkissjóði
Fjármálaráðherra var hvattur til þess á Alþingi í dag að kanna hvort Reykjavíkurborg væri að brjóta gegn kaupsamningi við ríkið um flugvallarland í Skerjafirði með því að útdeila lóðum þar í stað þess að selja þær á markaði.

Tekjufall Herjólfs vegna kórónuveirunnar mikið
Þeim ferðum sem Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn hefur fækkað til muna með nýju skipi. Vegna kórónuveirunnar er fyrirséð að farþegum fækki mikið á þessu ári.

Fundargerð sýnir að borgin var ákveðin í að leggja veg í gegnum flugskýli Ernis
Fundargerð sýnir að fulltrúar borgarstjóra kynntu breytingar á skipulagi með þeim hætti að vart gat skilist með öðrum hætti en svo að fyrir lægi sú stefnumörkun borgaryfirvalda að vegur yrði lagður í gegnum flugskýli Ernis og að það yrði rifið bótalaust.

Greina ekki sýni á nóttunni
Ekki verður hægt að greina sýni úr farþegum sem koma með flugi til landsins seint á kvöldin eða á nóttunni fyrr en daginn eftir að sögn sóttvarnalæknis. Hann segir undirbúningi fyrir skimun á landamærum miða vel áfram.

Gagnrýnin „óþarfa upphlaup“ að mati borgarstjóra
Borgarstjóri segir gagnrýni sem borgin sætir vegna áforma um niðurrif flugskýlis í Skerjafirði vera óþarfa upphlaup. Hann segir að nýtt skipulag í Skerjafirði eigi ekki og muni ekki trufla rekstur innanlandsflugs.

Hjólar í Reykjavíkurborg og segir „sómakær sveitarfélög“ ekki taka eignir af íbúum bótalaust
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segir ekki annað koma til greina en að Reykjavíkurborg virði samkomulag ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð.

Borgin tilkynnir Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins
Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af.

Vill ekki stækka skiltin heldur hætta allri meðvirkni með einkabílnum
Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir að einkabíllinn eigi ekkert erindi á Laugaveginn í miðbæ Reykjavíkur, þar sem ökumenn hafa virt göngugötumerkingar að vettugi undanfarna daga við lítinn fögnuð gangandi vegfarenda á svæðinu.

Hugmynd um bátastrætó „of góð til að prófa hana ekki“
Borgarstjóri kynnti í dag aðgerðaráætlunina „Græna planið“ sem snýr að því að allar aðgerðir borgarinnar verði umhverfisvænar.

Sýna hversu langt er í næsta strætó
Kveikt var á svokölluðum rauntímaupplýsingastrætóskýlum í dag

„Það er mikil ábyrgð fólgin í því að loka Laugaveginum með einu pennastriki“
Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, segir Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, hafa ýjað að því að fjölgun göngugatna í Reykjavík í sumar gæti valdið því að viðbragðstími lögreglu, sjúkraflutningamanna og slökkviliðs lengdist ef kæmi til eldsvoða, manntjóns eða vopnaðra rána.

Vonast til að draga úr umferð með heimavinnu starfsfólks
Íslandsbanki mun láta starfsfólk sitt vinna heima hjá sér einn dag í viku.

Heilbrigði í forgangi varðandi opnun landsins
Heilsa þjóðarinnar er í forgangi hjá heilbrigðisráðherra og sóttvarnalækni vegna opnunar landsins fyrir ferðamenn.

Stafrænu ökuskírteinin verði tilbúin í sumar
Rafræn ökuskírteini eru handan við hornið, að sögn nýs markaðsstjóra verkefnastofunnar Stafræns Íslands.

Reglugerð um stafræn ökuskírteini í samráðsgátt
Verkefnastofan Stafrænt Ísland hefur unnið að tæknilegri útfærslu stafrænna ökuskírteina í samstarfi við ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðuneytið. Frumvarp til breytinga á reglugerð um ökuskírteini hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.

Lýsir yfir vantrausti á Sigurð Inga og Dag vegna Sundabrautar
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkurborgar lýsti yfir vantrausti á ráðherra Samgöngumála, Sigurð Inga Jóhannsson, og borgarstjóra Dag B. Eggertsson í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Umferðin að færast í sama horf og fyrir faraldur
Í síðustu viku nálgaðist umferðin á höfuðborgarsvæðinu mjög þá umferð sem var á sama tíma fyrir ári. Tölur frá Vegagerðinni gefa þetta til kynna.

Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá í bígerð á þessu og næsta ári
Tvær nýjar brýr yfir Þjórsá, sem nú eru í bígerð í tengslum við virkjanaframkvæmdir, gætu haft mikla þýðingu fyrir samgöngur og ferðaþjónustu í uppsveitum Suðurlands. Brú á móts við Árnes styttir vegalengdir um tugi kílómetra.

Samið við Icelandair um lágmarksflugsamgöngur í sumar
Til greina kemur að bæta flugferðum til Kaupmannahafnar og New York við ferðir til Boston, London og Stokkhólms með nýjum samningi sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert við Icelandair. Samningurinn er sagður tryggja lágmarksflugferðir til Evrópu og Bandaríkjanna fram undir lok júní.

Lækka gjaldið í Vaðlaheiðargöng fyrir þau sem bruna í gegn
Veggjald fyrir ökumenn fólksbíla sem keyra beint í gegnum Vaðlaheiðargöng án þess að skrá sig lækkar um næstu mánaðamót.

Rafvæðingunni ætlað að draga úr núverandi losun um 20 prósent
Viljayfirlýsing um að taka í notkun háspennibúnað fyrir flutningaskip við Sundabakka og Vogabakka í Reykjavík var undirrituð við Skarfabakka í hádeginu í dag.

210 milljónir til rafvæðingar hafna víðs vegar um land
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur úthlutað styrkjum til rafvæðingar hafna víðs vegar um land.

Íslendingar munda greiðslukortin af krafti á ný
Svo virðist sem hagkerfið sé nú að taka við sér samhliða því sem faraldur kórónuveiru rénar og stjórnvöld slaka á veiruaðgerðum.


Flestir vagnar Strætó aftur á kortersfresti frá og með 18. maí
Vegna aukinnar eftirspurnar eftir þjónustu Strætó á höfuðborgarsvæðinu hefur verið tekin ákvörðun um að hefja akstur samkvæmt sumaráætlun frá og með mánudeginum 18. maí.

Undirbúa útboð fyrstu áfanga á Kjalarnesi og Dynjandisheiði
Vegagerðin stefnir að því að bjóða út fyrsta áfanga í breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes í næsta mánuði. Jafnframt er áformað að bjóða út fyrstu verkhluta á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit í sumar.

Umferðin að verða sambærileg og í vikunni fyrir samkomubann
Könnun verkfræðistofunnar EFLU sýnir að umferð á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist jafnt og þétt frá því að mestur samdráttur mældist í lok mars, eða þegar hert samkomubann tók gildi þann 24. mars.

Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði
Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast.

Telur uppbyggingu hjólastíga vera „geggjaða peningasóun“
Vigdís Hauksdóttir, áheyrnarfulltrúi Miðflokksins í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar, virðist ekki vera hrifin af hugmyndum um uppbyggingu stofnleiða fyrir hjólreiðar á höfuðborgarsvæðinu.

Samgönguráðherra segir lág tilboð hvatningu til enn meiri vegagerðar
Lág verð í útboðum endurspegla hungur á verktakamarkaðnum, að mati Vegagerðarinnar. Samgönguráðherra segir þau hvatningu til að bjóða út enn fleiri verk.