Efnahagsmál Lífeyrissjóðir landsmanna dregist saman um tæplega 400 milljarða króna Á fyrri helmingi árs hafa eignir íslenskra lífeyrissjóða dregist saman um 361 milljarð króna. Viðskipti innlent 8.8.2022 14:04 Svigrúm til launahækkana er á þrotum, segir hagfræðingur forsætisráðuneytisins Svigrúmið sem myndaðist fyrir launahækkanir á árunum eftir fjármálahrunið, einkum vegna uppgangs ferðaþjónustu og lítillar alþjóðlegrar verðbólgu, er á þrotum og ólíklegt er að aðstæður verði jafnhagfelldar í bráð. Þetta skrifar Arnór Sighvatsson, hagfræðingur hjá forsætisráðuneytinu og fyrrverandi aðstoðarseðlabankastjóri, í greinargerð sem var unnin að beiðni þjóðhagsráðs. Innherji 8.8.2022 12:59 Segir síðasta ár hafa verið gott fyrir álverin en þetta ár verði enn betra Rekstur áliðnaðarins hérlendis hefur aldrei gengið eins vel og nú. Þrátt fyrir að verð á áli hafi á síðustu vikum sigið niður spáir forstjóri stærsta álversins, Alcoa Fjarðaáls, því að þetta ár verði ennþá betra en það síðasta. Viðskipti innlent 6.8.2022 22:10 Með „töluvert bolmagn til fjárfestinga“ eftir að innlánin ruku upp í faraldrinum Stór hluti fyrirtækja virðist hafa komið út úr faraldrinum með afar sterka lausafjárstöðu eftir að hafa haldið að sér höndum í lántökum og fjárfestingu vegna óvissu í hagkerfinu á sama tíma og það varð mikil aukning í veltu í nær öllum atvinnugreinum. Innherji 4.8.2022 07:01 Túristagos ekki endilega jákvætt Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir almannavarnir og aðra viðbragðsaðila vera viðbúna ef það skildi byrja að gjósa. Allir reyni að halda sér eins upplýstum og hægt er. Túristagos hafi vissulega jákvæð áhrif á efnahaginn en það sé ekkert grín þegar það gýs svona nálægt byggð. Innlent 2.8.2022 14:15 Hvað þýðir verðbólgan sem nú geisar innanlands fyrir þig? Einfalda svarið við þeirri spurningu er sú, að ef þú ert ráðherra sem fæddist með silfurskeið í munni að þá ert þú að græða fullt, en ef aftur á móti ef að þú ert venjulegur Íslendingur og telst til almennings að þá ert þú að tapa helling. Mikil verðbólga eins og nú geisar flytur nefnilega helling af fjármunum frá þér lesandi góður yfir í vasa fjármagnseigenda og fagfjárfesta. Skoðun 2.8.2022 11:31 Hæ, [verðbólgu]bálið brennur, bjarma á kinnar slær Fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá. Um helgina munu samt sem áður margir landsmenn fá að njóta þeirra forréttinda að ylja sér fyrir framan hina ýmsu elda, sem kveiktir verða til skemmtunar. Og nú síðsumars og fram eftir hausti mun forréttindafólkið sem skipar ríkisstjórn Íslands fá að njóta þess að takast á við afleiðingar sinna sjálfsíkveikjuelda. Skoðun 31.7.2022 09:00 Samdráttur vegna erlendra færsluhirða Mælanleg erlend kortavelta hefur dregist saman ef litið er til annarra ferðaþjónustufyrirtækja en bílaleiga, hótela og veitingastaða. Þetta sýna tölur Rannsóknarseturs verslunarinnar en kortavelta hefur verið ein helsta leiðin til þess að leggja mat á gengi ferðaþjónustunnar. Viðskipti innlent 29.7.2022 20:23 Ný útlán til fyrirtækja hafa aldrei verið meiri frá upphafi mælinga Útlán banka til atvinnufyrirtækja námu ríflega 38 milljörðum króna og hafa aldrei verið meiri í einum mánuði frá því að Seðlabanki Íslands byrjaði að halda utan um tölurnar í byrjun árs 2013. Innherji 29.7.2022 13:36 Staðan í þjóðarbúskapnum farin að minna á fyrri verðbólgutíma Almennur kaupmáttur gæti átt eftir að rýrna um allt að fimm prósent frá ársbyrjun og fram að gerð nýrra kjarasamninga fyrir næstu áramót að mati hagfræðings hjá Landsbankanum. Staðan í efnahagsmálum nú væri farin að minna á stöðuna eins og hún var fyrir gerð þjóðarsáttarsamninganna fyrir rúmlega þrjátíu árum. Innlent 26.7.2022 19:30 Kaupmáttur á niðurleið vegna mikillar verðbólgu Kaupmáttur heldur áfram að minnka með aukinni verðbólgu og er nú svipaður og hann var í desember 2020. Hagsjá Landsbankans spáir áframhaldandi kaupmáttarrýrnun. Á síðustu tólf mánuðum hafa laun á veitinga- og gististöðum hækkað meira en í öðrum atvinnugreinum. Innlent 26.7.2022 10:56 Segir ekki tímabært að grípa til frekari aðgerða vegna verðbólgu Viðskiptaráðherra segir ekki tímabært að grípa til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu. Hún skilji áhyggjur verkalýðshreyfingarinnar en kvíði ekki fyrir komandi kjaraviðræðum. Innlent 23.7.2022 21:09 Verðbólgan nálgast tveggja stafa tölu Verðbólga mældist 9,9 prósent í júlí og hækkaði um 1,17 prósentustig milli mánaða. Verðbólga hefur ekki verið hærri frá því í september árið 2009. Viðskipti innlent 22.7.2022 09:45 Mesta verðbólga Bandaríkjanna í fjörutíu ár Verðbólga í Bandaríkjunum í júní mældist 9,1 prósent á milli ára og hefur hún ekki mælst hærri vestanhafs í rúm fjörutíu ár. Í maí hafði verðbólgan mælst 8,6 prósent en hækkunin er að mestu rakin til hærra verðs eldsneytis og matvæla, auk hækkunar í leigu. Viðskipti erlent 13.7.2022 16:42 Spá rúmlega níu prósent verðbólgu í júli Hagsjá Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um hálft prósent milli júní og júlí. Gangi sú spá eftir fari ársverðbólga upp í 9,2 prósent, en hún mældist 8,8 prósent í júní. Talið er að verðbólga fari hæst í 9,5 prósent í ágúst áður en hún lækkar aftur. Viðskipti innlent 13.7.2022 09:38 „Fasteignamarkaðurinn er líkast til að taka stakkaskiptum“ Óverðtryggð lán eru mun hægkvæmari en verðtryggð um þessar mundir, segir í mánaðarskýrslu hagdeildar HMS fyrir júlímánuð. Hlutfall íbúða sem seldist yfir ásettu verði dróst saman í maí og þá fór meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu úr 35 dögum í 46 daga. Innlent 12.7.2022 07:48 Hægt að stórauka útflutning á íslensku grænmeti Forsvarsmenn Pure Arctic segja mikla möguleika á útflutningi á íslensku grænmeti ef tryggt verði að grænmetisræktendur fái raforkuna á sama verði og stóriðjan. Nú þegar er töluvert flutt út af gúrkum og öðru grænmeti til Danmerkur, Grænlands og Færeyja. Innlent 10.7.2022 20:05 Brettum upp ermar Skýr stefnumörkun og gagnsætt bókhald er grundvöllur þess að hægt sé að meta árangur af beitingu stjórntækja, líkt og grænum sköttum, ívilnunum og styrkjum sem notuð eru í þágu loftslagsmarkmiða. Umræða um loftslagstengda fjármálastefnu, fjárlagagerð og notkun tekna af tekjuskapandi loftslagsaðgerðum hefur aukist verulega á alþjóðlegum vettvangi. Skoðun 7.7.2022 10:30 Íslenski markaðurinn hóflegur í júní en sá kínverski í stórsókn Íslenski hlutabréfamarkaðurinn lækkaði um 2,1 prósent í júní samanborið við 9,9 prósent lækkun í maí þegar öll félög markaðarins lækkuðu í verði. Sjö af tuttugu þeirra félaga sem skráð voru í byrjun mánaðar hækkuðu í verði, eitt stendur í stað og tólf lækka. Þrjú félög voru skráð í Kauphöllina í júní; Ölgerðin, Nova og Alvotech sem var tekið á markað í New York. Viðskipti innlent 6.7.2022 11:48 Meirihluti sveitarfélaga uppfyllti ekki lágmarksviðmið um skuldahlutfall Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sendi í júní bréf til 43 sveitarfélaga, sem uppfylltu ekki lágmarksviðmið nefndarinnar um skuldahlutfall. Það var gert eftir að nefndin hafði yfirfarið ársreikninga allra sveitarfélaga fyrir árið 2021 fyrir A-hluta eða A- og B-hluta. Innlent 6.7.2022 10:27 Lilja gagnrýnir miklar arðgreiðslur á sama tíma og verð hækkar Viðskiptaráðherra segir alla þurfa að leggja sitt af mörkum til þess að draga úr verðbólguþrýstingi. Hún tekur undir gagnrýni verkalýðshreyfingarinnar á miklar arðgreiðslur fyrirtækja á sama tíma og verð hækkar. Innlent 5.7.2022 12:15 Bjartsýn á að komast í höfn Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra segir vandasama siglingu fram undan varðandi hagstjórnina enda hafi landsmenn ekki séð aðrar eins verðbólgutölur í langan tíma. Innlent 5.7.2022 08:51 Gætu ráðstafað kolefnissköttum til tekjulágra til að draga úr ójöfnuði Íslensk stjórnvöld gætu stuðlað að réttlátum umskiptum í loftslagsmálum með því að ráðstafa skatttekjum af kolefnislosun til heimila og fyrirtækja í viðkvæmri stöðu, að mati Loftslagsráðs. Ólíkt öðrum Evrópuríkjum hefur Ísland enga stefnu um að láta tekjur renna til loftslagstengdra verkefna. Ráðið telur að auka þurfi gagnsæi og tengja loftslagsmál skýrar við áætlanagerð opinberra fjármála. Innlent 30.6.2022 08:00 Spá því að verðbólgan nálgist tíu prósent í næsta mánuði Landsbankinn reiknar með að ársverðbólga mælist 9,5 prósent í næsta mánuði, en fari svo hjaðnandi eftir það. Viðskipti innlent 29.6.2022 13:01 Verðbólga mælist 8,8 prósent Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 8,8 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því á haustmánuðum 2009. Viðskipti innlent 29.6.2022 09:09 Arion banki fyrstur til að hækka vexti Á morgun munu inn- og útlánavextir hjá Arion banka hækka í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Breytingarnar ná til óverðtryggða íbúðalána, kjörvaxta, bílalána og innlána. Íslandsbanki hefur einnig boðað hækkanir þann 1. júlí næstkomandi. Viðskipti innlent 28.6.2022 22:24 Vaxandi þensla og barátta um vinnuafl Vaxandi þensla er í efnahagslífinu eftir að kórónuveirufaraldrinum lauk. Ferðaþjónustan er komin á fullan skrið og aukinn þrýstingur er ábyggingaframkvæmdir. Seðlabankastjóri segir þetta geta leitt til þess að atvinnugreinar fari að bítast um starfsfólk. Innlent 28.6.2022 19:31 Fólk eigi ekki að þurfa að fresta lífinu Verðbólguhorfur fara versnandi og ekki gert ráð fyrir að seðlabankinn nái markmiðum sínum fyrr en 2025. Forseti Alþýðusambandsins segir að fasteignaverð sé vandamálið; stjórnvöld séu fyrir löngu búin að missa stjórn á húsnæðismarkaðnum. Innlent 28.6.2022 16:27 Efla hlýtur Útflutningsverðlaun forseta Íslands og Víkingur Heiðar heiðraður Verkfræðistofan Efla hlaut í dag Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2022 og við sama tilefni var Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari, heiðraður fyrir störf sín á erlendri grund. Tilgangur verðlaunanna er að vekja athygli á mikilvægi alþjóðlegra viðskipta og heiðra þá sem gengur vel að markaðssetja og selja íslenskar vörur. Viðskipti innlent 28.6.2022 16:06 Horfur á 5,1 prósent hagvexti í ár en óvissa um verðbólguhorfur Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar eru horfur á að hagvöxtur verði 5,1 prósent í ár og 2,9 prósent árið 2023. Innlend eftirspurn hafi reynst kröftug það sem af er ári en óvissa um verðbólguhorfur innanlands og erlendis hafi aukist. Viðskipti innlent 27.6.2022 13:16 « ‹ 29 30 31 32 33 34 35 36 37 … 71 ›
Lífeyrissjóðir landsmanna dregist saman um tæplega 400 milljarða króna Á fyrri helmingi árs hafa eignir íslenskra lífeyrissjóða dregist saman um 361 milljarð króna. Viðskipti innlent 8.8.2022 14:04
Svigrúm til launahækkana er á þrotum, segir hagfræðingur forsætisráðuneytisins Svigrúmið sem myndaðist fyrir launahækkanir á árunum eftir fjármálahrunið, einkum vegna uppgangs ferðaþjónustu og lítillar alþjóðlegrar verðbólgu, er á þrotum og ólíklegt er að aðstæður verði jafnhagfelldar í bráð. Þetta skrifar Arnór Sighvatsson, hagfræðingur hjá forsætisráðuneytinu og fyrrverandi aðstoðarseðlabankastjóri, í greinargerð sem var unnin að beiðni þjóðhagsráðs. Innherji 8.8.2022 12:59
Segir síðasta ár hafa verið gott fyrir álverin en þetta ár verði enn betra Rekstur áliðnaðarins hérlendis hefur aldrei gengið eins vel og nú. Þrátt fyrir að verð á áli hafi á síðustu vikum sigið niður spáir forstjóri stærsta álversins, Alcoa Fjarðaáls, því að þetta ár verði ennþá betra en það síðasta. Viðskipti innlent 6.8.2022 22:10
Með „töluvert bolmagn til fjárfestinga“ eftir að innlánin ruku upp í faraldrinum Stór hluti fyrirtækja virðist hafa komið út úr faraldrinum með afar sterka lausafjárstöðu eftir að hafa haldið að sér höndum í lántökum og fjárfestingu vegna óvissu í hagkerfinu á sama tíma og það varð mikil aukning í veltu í nær öllum atvinnugreinum. Innherji 4.8.2022 07:01
Túristagos ekki endilega jákvætt Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir almannavarnir og aðra viðbragðsaðila vera viðbúna ef það skildi byrja að gjósa. Allir reyni að halda sér eins upplýstum og hægt er. Túristagos hafi vissulega jákvæð áhrif á efnahaginn en það sé ekkert grín þegar það gýs svona nálægt byggð. Innlent 2.8.2022 14:15
Hvað þýðir verðbólgan sem nú geisar innanlands fyrir þig? Einfalda svarið við þeirri spurningu er sú, að ef þú ert ráðherra sem fæddist með silfurskeið í munni að þá ert þú að græða fullt, en ef aftur á móti ef að þú ert venjulegur Íslendingur og telst til almennings að þá ert þú að tapa helling. Mikil verðbólga eins og nú geisar flytur nefnilega helling af fjármunum frá þér lesandi góður yfir í vasa fjármagnseigenda og fagfjárfesta. Skoðun 2.8.2022 11:31
Hæ, [verðbólgu]bálið brennur, bjarma á kinnar slær Fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá. Um helgina munu samt sem áður margir landsmenn fá að njóta þeirra forréttinda að ylja sér fyrir framan hina ýmsu elda, sem kveiktir verða til skemmtunar. Og nú síðsumars og fram eftir hausti mun forréttindafólkið sem skipar ríkisstjórn Íslands fá að njóta þess að takast á við afleiðingar sinna sjálfsíkveikjuelda. Skoðun 31.7.2022 09:00
Samdráttur vegna erlendra færsluhirða Mælanleg erlend kortavelta hefur dregist saman ef litið er til annarra ferðaþjónustufyrirtækja en bílaleiga, hótela og veitingastaða. Þetta sýna tölur Rannsóknarseturs verslunarinnar en kortavelta hefur verið ein helsta leiðin til þess að leggja mat á gengi ferðaþjónustunnar. Viðskipti innlent 29.7.2022 20:23
Ný útlán til fyrirtækja hafa aldrei verið meiri frá upphafi mælinga Útlán banka til atvinnufyrirtækja námu ríflega 38 milljörðum króna og hafa aldrei verið meiri í einum mánuði frá því að Seðlabanki Íslands byrjaði að halda utan um tölurnar í byrjun árs 2013. Innherji 29.7.2022 13:36
Staðan í þjóðarbúskapnum farin að minna á fyrri verðbólgutíma Almennur kaupmáttur gæti átt eftir að rýrna um allt að fimm prósent frá ársbyrjun og fram að gerð nýrra kjarasamninga fyrir næstu áramót að mati hagfræðings hjá Landsbankanum. Staðan í efnahagsmálum nú væri farin að minna á stöðuna eins og hún var fyrir gerð þjóðarsáttarsamninganna fyrir rúmlega þrjátíu árum. Innlent 26.7.2022 19:30
Kaupmáttur á niðurleið vegna mikillar verðbólgu Kaupmáttur heldur áfram að minnka með aukinni verðbólgu og er nú svipaður og hann var í desember 2020. Hagsjá Landsbankans spáir áframhaldandi kaupmáttarrýrnun. Á síðustu tólf mánuðum hafa laun á veitinga- og gististöðum hækkað meira en í öðrum atvinnugreinum. Innlent 26.7.2022 10:56
Segir ekki tímabært að grípa til frekari aðgerða vegna verðbólgu Viðskiptaráðherra segir ekki tímabært að grípa til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu. Hún skilji áhyggjur verkalýðshreyfingarinnar en kvíði ekki fyrir komandi kjaraviðræðum. Innlent 23.7.2022 21:09
Verðbólgan nálgast tveggja stafa tölu Verðbólga mældist 9,9 prósent í júlí og hækkaði um 1,17 prósentustig milli mánaða. Verðbólga hefur ekki verið hærri frá því í september árið 2009. Viðskipti innlent 22.7.2022 09:45
Mesta verðbólga Bandaríkjanna í fjörutíu ár Verðbólga í Bandaríkjunum í júní mældist 9,1 prósent á milli ára og hefur hún ekki mælst hærri vestanhafs í rúm fjörutíu ár. Í maí hafði verðbólgan mælst 8,6 prósent en hækkunin er að mestu rakin til hærra verðs eldsneytis og matvæla, auk hækkunar í leigu. Viðskipti erlent 13.7.2022 16:42
Spá rúmlega níu prósent verðbólgu í júli Hagsjá Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um hálft prósent milli júní og júlí. Gangi sú spá eftir fari ársverðbólga upp í 9,2 prósent, en hún mældist 8,8 prósent í júní. Talið er að verðbólga fari hæst í 9,5 prósent í ágúst áður en hún lækkar aftur. Viðskipti innlent 13.7.2022 09:38
„Fasteignamarkaðurinn er líkast til að taka stakkaskiptum“ Óverðtryggð lán eru mun hægkvæmari en verðtryggð um þessar mundir, segir í mánaðarskýrslu hagdeildar HMS fyrir júlímánuð. Hlutfall íbúða sem seldist yfir ásettu verði dróst saman í maí og þá fór meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu úr 35 dögum í 46 daga. Innlent 12.7.2022 07:48
Hægt að stórauka útflutning á íslensku grænmeti Forsvarsmenn Pure Arctic segja mikla möguleika á útflutningi á íslensku grænmeti ef tryggt verði að grænmetisræktendur fái raforkuna á sama verði og stóriðjan. Nú þegar er töluvert flutt út af gúrkum og öðru grænmeti til Danmerkur, Grænlands og Færeyja. Innlent 10.7.2022 20:05
Brettum upp ermar Skýr stefnumörkun og gagnsætt bókhald er grundvöllur þess að hægt sé að meta árangur af beitingu stjórntækja, líkt og grænum sköttum, ívilnunum og styrkjum sem notuð eru í þágu loftslagsmarkmiða. Umræða um loftslagstengda fjármálastefnu, fjárlagagerð og notkun tekna af tekjuskapandi loftslagsaðgerðum hefur aukist verulega á alþjóðlegum vettvangi. Skoðun 7.7.2022 10:30
Íslenski markaðurinn hóflegur í júní en sá kínverski í stórsókn Íslenski hlutabréfamarkaðurinn lækkaði um 2,1 prósent í júní samanborið við 9,9 prósent lækkun í maí þegar öll félög markaðarins lækkuðu í verði. Sjö af tuttugu þeirra félaga sem skráð voru í byrjun mánaðar hækkuðu í verði, eitt stendur í stað og tólf lækka. Þrjú félög voru skráð í Kauphöllina í júní; Ölgerðin, Nova og Alvotech sem var tekið á markað í New York. Viðskipti innlent 6.7.2022 11:48
Meirihluti sveitarfélaga uppfyllti ekki lágmarksviðmið um skuldahlutfall Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sendi í júní bréf til 43 sveitarfélaga, sem uppfylltu ekki lágmarksviðmið nefndarinnar um skuldahlutfall. Það var gert eftir að nefndin hafði yfirfarið ársreikninga allra sveitarfélaga fyrir árið 2021 fyrir A-hluta eða A- og B-hluta. Innlent 6.7.2022 10:27
Lilja gagnrýnir miklar arðgreiðslur á sama tíma og verð hækkar Viðskiptaráðherra segir alla þurfa að leggja sitt af mörkum til þess að draga úr verðbólguþrýstingi. Hún tekur undir gagnrýni verkalýðshreyfingarinnar á miklar arðgreiðslur fyrirtækja á sama tíma og verð hækkar. Innlent 5.7.2022 12:15
Bjartsýn á að komast í höfn Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra segir vandasama siglingu fram undan varðandi hagstjórnina enda hafi landsmenn ekki séð aðrar eins verðbólgutölur í langan tíma. Innlent 5.7.2022 08:51
Gætu ráðstafað kolefnissköttum til tekjulágra til að draga úr ójöfnuði Íslensk stjórnvöld gætu stuðlað að réttlátum umskiptum í loftslagsmálum með því að ráðstafa skatttekjum af kolefnislosun til heimila og fyrirtækja í viðkvæmri stöðu, að mati Loftslagsráðs. Ólíkt öðrum Evrópuríkjum hefur Ísland enga stefnu um að láta tekjur renna til loftslagstengdra verkefna. Ráðið telur að auka þurfi gagnsæi og tengja loftslagsmál skýrar við áætlanagerð opinberra fjármála. Innlent 30.6.2022 08:00
Spá því að verðbólgan nálgist tíu prósent í næsta mánuði Landsbankinn reiknar með að ársverðbólga mælist 9,5 prósent í næsta mánuði, en fari svo hjaðnandi eftir það. Viðskipti innlent 29.6.2022 13:01
Verðbólga mælist 8,8 prósent Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 8,8 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því á haustmánuðum 2009. Viðskipti innlent 29.6.2022 09:09
Arion banki fyrstur til að hækka vexti Á morgun munu inn- og útlánavextir hjá Arion banka hækka í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Breytingarnar ná til óverðtryggða íbúðalána, kjörvaxta, bílalána og innlána. Íslandsbanki hefur einnig boðað hækkanir þann 1. júlí næstkomandi. Viðskipti innlent 28.6.2022 22:24
Vaxandi þensla og barátta um vinnuafl Vaxandi þensla er í efnahagslífinu eftir að kórónuveirufaraldrinum lauk. Ferðaþjónustan er komin á fullan skrið og aukinn þrýstingur er ábyggingaframkvæmdir. Seðlabankastjóri segir þetta geta leitt til þess að atvinnugreinar fari að bítast um starfsfólk. Innlent 28.6.2022 19:31
Fólk eigi ekki að þurfa að fresta lífinu Verðbólguhorfur fara versnandi og ekki gert ráð fyrir að seðlabankinn nái markmiðum sínum fyrr en 2025. Forseti Alþýðusambandsins segir að fasteignaverð sé vandamálið; stjórnvöld séu fyrir löngu búin að missa stjórn á húsnæðismarkaðnum. Innlent 28.6.2022 16:27
Efla hlýtur Útflutningsverðlaun forseta Íslands og Víkingur Heiðar heiðraður Verkfræðistofan Efla hlaut í dag Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2022 og við sama tilefni var Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari, heiðraður fyrir störf sín á erlendri grund. Tilgangur verðlaunanna er að vekja athygli á mikilvægi alþjóðlegra viðskipta og heiðra þá sem gengur vel að markaðssetja og selja íslenskar vörur. Viðskipti innlent 28.6.2022 16:06
Horfur á 5,1 prósent hagvexti í ár en óvissa um verðbólguhorfur Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar eru horfur á að hagvöxtur verði 5,1 prósent í ár og 2,9 prósent árið 2023. Innlend eftirspurn hafi reynst kröftug það sem af er ári en óvissa um verðbólguhorfur innanlands og erlendis hafi aukist. Viðskipti innlent 27.6.2022 13:16