Efnahagsmál Þéttingarstefnan skapi íbúðaskort í Reykjavík Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins í Reykjavík segja þéttingarstefnu meirihutans í húsnæðismálum eiga sinn þátt í að skapa skort á nýjum íbúðum í borginni. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir hins vegar met hafa verið slegið í fjölda íbúða á undanförnum árum. Innlent 21.10.2021 19:20 Pawel segir met hafa verið slegið í fjölda nýrra íbúða í borginni Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í dag að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum. Innlent 21.10.2021 14:51 Tekist var á um húsnæðismálin í Pallborðinu Í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 12:30 fær Heimir Már Pétursson fréttamaður til sín Pawel Bartoszek formann skipulags- og samgönguráðs, Eyþór Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrúnu Baldursdóttur oddvita Flokks fólksins í borgarstjórn til að ræða deildar meiningar um stöðu húsnæðismála og framboð á nýjum íbúðum í Reykjavík. Innlent 21.10.2021 11:41 Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. Innlent 20.10.2021 19:20 Telja að stýrivextir nái 4,25 prósentum árið 2023 Efnahagsbatinn er hafinn af fullum krafti og horfur eru á kröftugum hagvexti á þessu og næsta ári. Reiknað er með samfelldum hagvexti næstu þrjú árin, 5,5% á næsta ári, 1,7% árið 2023 og 2% árið 2024. Áætlað er að verg landsframleiðsla nái sama stigi og fyrir faraldurinn undir lok næsta árs. Viðskipti innlent 20.10.2021 09:32 Bein útsending: Landsbankinn kynnir þjóðhags- og verðbólguspá Landsbankinn mun kynna nýja þjóðhags- og verðbólguspá til næstu þriggja ára á morgunfundi í dag. Fundurinn hefst klukkan 8.30 í Silfurbergi í Hörpu og verður hægt að fylgjast með honum í beinu vefstreymi í spilaranum hér fyrir neðan. Viðskipti innlent 20.10.2021 08:01 Leiðandi hagvísir ekki verið hærri frá 2018 Leiðandi hagvísir Analytica hækkaði í september og hefur ekki verið hærri síðan sumarið 2018. Hann hefur nú hækkað í eitt ár samfleytt. Viðskipti innlent 19.10.2021 11:28 Búin að vera að hamstra vörur síðan í sumar Kaupmaður í miðbænum segir vöruskort síðustu mánaða hafa verið gríðarlega áskorun. Hún hafi byrjað að hamstra vörur fyrr á árinu til að mæta eftirspurn í jólavertíðinni - og ráðleggur fólki að bíða ekki of lengi með jólainnkaupin. Viðskipti innlent 18.10.2021 20:31 Sprengisandur: Efnahagsmál, kosningar og umhverfismál í brennidepli Á Sprengisandi í dag verður farið um víðan völl. Meðal annarra verður rætt við Má Mixa fjárfesti og háskólakennara sem ætlar að kasta mati á vexti, verðbólgu, hækkanir á eignaverði og eitt og annað fleira sem við glímum við í hagkerfinu á Íslandi, en þeir Kristján Kristjánsson ætla líka að tala um aflandsviðskipti í kjölfar Pandóru-skjalanna sem birt hafa verið síðustu vikur. Innlent 17.10.2021 09:59 Spá að verðbólga hækki áfram en dragi úr hækkunum á íbúðamarkaði Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,6% hækkun á vísitölu neysluverðs í október og að verðbólgan hækki úr 4,4% í 4,5%. Spáir deildin því jafnframt að vísitalan hækki um 0,4% í nóvember, 0,3% í desember en lækki um 0,3% í janúar 2022. Gangi þetta eftir mun verðbólgan verða 4,8% í janúar. Viðskipti innlent 14.10.2021 09:51 Atvinnuleysi nú svipað og fyrir faraldurinn Skráð atvinnuleysi mældist 5,0% í september og lækkaði úr 5,5% í ágúst. Atvinnuleysi mælist nú jafn mikið og í febrúar 2020 og er svipað og fyrir faraldurinn. Viðskipti innlent 11.10.2021 11:35 Stýrivaxtahækkanir eru eignartilfærsla frá skuldsettum heimilum til fjármálakerfisins Nú hefur þriðja stýrivaxtahækkun Seðlabankans litið dagsins ljós en á nokkrum mánuðum hafa stýrivextir bankans hækkað úr 0,75 prósentum í 1,5 prósent. Skoðun 8.10.2021 11:01 35 sveitarfélög rekin með halla 2020 Laun og launatengd gjöld námu 99% af útsvarstekjum íslenskra sveitarfélaga á fyrri hluta þessa árs. Þá hækkuðu launaútgjöld þeirra um 11,5% frá 2019 til 2020, á sama tíma og tekjur þeirra jukust um 3,7%. Alls voru 35 sveitarfélög rekin með halla á síðasta ári. Innlent 7.10.2021 21:31 Erfitt að finna hugmyndum um aukin útgjöld stað á fjárlögum Fjármálaráðherra segir stjórnarflokkana alveg eftir að ræða hvernig hugmyndum um aukin útgjöld samkvæmt kosningastefnuskrám flokkanna verði komið fyrir á sama tíma og vinna þurfi niður mikinn halla sem orðið hafi til á fjárlögum í kórónuveirufaraldrinum. Ný ríkisstjórn geti ekki aukið útgjöldin mikið strax á næsta ári. Innlent 7.10.2021 13:54 Vöruviðskiptajöfnuður neikvæður um tæpa 19 milljarða í september Vöruviðskipti við útlönd voru óhagstæð um 18,8 milljarða króna í september. Til samanburðar voru vöruskiptin í september á síðasta ári neikvæð um 11,6 milljarða. Viðskipti innlent 7.10.2021 10:50 Þensla á húsnæðismarkaði knýr verðbólguna áfram Þensla á íbúðamarkaði knýr verðbólguna áfram og er ástæða þess að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í dag. Seðlabankastjóri segir bankann halda áfram að lækka vexti ef á þurfi að halda til að koma verðbólgu niður í tveggja komma fimm prósenta markmið hans. Innlent 6.10.2021 11:50 Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður hækkun stýrivaxta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5%. Viðskipti innlent 6.10.2021 09:00 Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. Viðskipti innlent 6.10.2021 08:30 Aukinn hagvöxtur og hraðari efnahagsbati þökk sé loðnunni Greining Íslandsbanka telur að aukin loðnuveiði komi til með að auka hagvöxt um 0,8 prósentustig á næsta ári og ýta undir efnahagsbata eftir faraldurinn. Viðskipti innlent 5.10.2021 16:07 Hlutabréf útgerðarfélaga ruku upp eftir tímamótaloðnuráðgjöf Hlutabréf útgerðarfélaga tóku stökk í dag eftir að Hafrannsóknarstofnun ráðlagði veiðar á allt að 904 þúsund tonnum af loðnu fyrir komandi vertíð. Kvótinn sjöfaldast milli ára og hefur ekki verið meiri síðan 2003. Viðskipti innlent 1.10.2021 19:01 ASÍ segir húsnæðisverð helsta drifkraft verðbólgu Húsnæðisverð er helsti drifkraftur verðbólgu á Íslandi samkvæmt Alþýðusambandi Íslands. Sé horft framhjá áhrifum húsnæðis mælist verðbólga í samræmi við markmið Seðlabankans. Viðskipti innlent 1.10.2021 14:50 Landsbankinn spáir einnig stýrivaxtahækkun Landsbankinn tekur undir spá Íslandsbankans frá því í gær um að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 0,25 prósentustig í næstu viku. Bankinn telur þó ekki útilokað að stýrivextir hækki um 0,5 prósentustig. Viðskipti innlent 1.10.2021 10:19 Íslandsbanki spáir stýrivaxtahækkun í næstu viku Íslandsbanki spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 0,25 prósentur á næsta vaxtaákvörðunardegi, sem er á miðvikudaginn í næstu viku, þann 6. október. Gangi spáin eftir verða stýrivextir 1,5 prósent. Viðskipti innlent 30.9.2021 09:51 Seðlabankinn dregur lærdóm af fasteignabólunni fyrir hrun Seðlabankastjóri segir nýjar reglur um hámark greiðslubyrði húsnæðislána hluta af þeim lærdómi sem draga megi af efnahagshruninu. Þær tengi greiðslubyrðina tekjum heimilanna og vinni gegn gylliboðum á lánamarkaði. Viðskipti innlent 29.9.2021 19:20 Bein útsending: Kynningarfundur um yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans mun kynna og gera grein fyrir yfirlýsingu sinni á fundi sem hefst í bankanum klukkan 9:30. Viðskipti innlent 29.9.2021 09:07 Setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána til að vinna á móti aukinni skuldsetningu heimila að undanförnu vegna fasteignakaupa. Viðskipti innlent 29.9.2021 08:44 Er ekki bara best að bæta umhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja? Í ferðum mínum um landið og samtölum við fólk síðustu mánuðina hafa margir minnst á mikilvægi þess að við búum við jafnvægi, bæði hvað varðar efnahag þjóðarinnar og efnahag fólks og fyrirtækja. Og það er rétt að jafnvægi er mikilvægt á sviði efnahagsmálanna líkt og í daglega lífinu. Skoðun 24.9.2021 16:45 Ert þú með lægri laun en þingmaður? Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að við hlífum fátækum við skattlagningu og aukum byrðarnar eftir því sem bökin verða breiðari. Hins vegar að við verðlaunum það sem er umhverfisvænt og grænt. Skoðun 23.9.2021 09:02 Íslandsbanki segir kórónukreppunni lokið Kórónuveirukreppunni er lokið að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Þrátt fyrir að skellurinn hafi verið harðari hér en víða annars staðar sé viðsnúningurinn hraðari. Viðskipti innlent 22.9.2021 18:30 Hagkerfið að snúa við blaðinu: Spá frekari hækkunum á húsnæði og óvissu með fjölda ferðamanna Greining Íslandsbanka spáir því að 4,2% hagvöxtur mælist á þessu ári og 3,6% á því næsta. Talið er að um 600 þúsund ferðamenn komi til landsins í ár og verði um þriðjungur af fjöldanum árið 2019. Viðskipti innlent 22.9.2021 11:45 « ‹ 38 39 40 41 42 43 44 45 46 … 71 ›
Þéttingarstefnan skapi íbúðaskort í Reykjavík Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins í Reykjavík segja þéttingarstefnu meirihutans í húsnæðismálum eiga sinn þátt í að skapa skort á nýjum íbúðum í borginni. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir hins vegar met hafa verið slegið í fjölda íbúða á undanförnum árum. Innlent 21.10.2021 19:20
Pawel segir met hafa verið slegið í fjölda nýrra íbúða í borginni Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í dag að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum. Innlent 21.10.2021 14:51
Tekist var á um húsnæðismálin í Pallborðinu Í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 12:30 fær Heimir Már Pétursson fréttamaður til sín Pawel Bartoszek formann skipulags- og samgönguráðs, Eyþór Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrúnu Baldursdóttur oddvita Flokks fólksins í borgarstjórn til að ræða deildar meiningar um stöðu húsnæðismála og framboð á nýjum íbúðum í Reykjavík. Innlent 21.10.2021 11:41
Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. Innlent 20.10.2021 19:20
Telja að stýrivextir nái 4,25 prósentum árið 2023 Efnahagsbatinn er hafinn af fullum krafti og horfur eru á kröftugum hagvexti á þessu og næsta ári. Reiknað er með samfelldum hagvexti næstu þrjú árin, 5,5% á næsta ári, 1,7% árið 2023 og 2% árið 2024. Áætlað er að verg landsframleiðsla nái sama stigi og fyrir faraldurinn undir lok næsta árs. Viðskipti innlent 20.10.2021 09:32
Bein útsending: Landsbankinn kynnir þjóðhags- og verðbólguspá Landsbankinn mun kynna nýja þjóðhags- og verðbólguspá til næstu þriggja ára á morgunfundi í dag. Fundurinn hefst klukkan 8.30 í Silfurbergi í Hörpu og verður hægt að fylgjast með honum í beinu vefstreymi í spilaranum hér fyrir neðan. Viðskipti innlent 20.10.2021 08:01
Leiðandi hagvísir ekki verið hærri frá 2018 Leiðandi hagvísir Analytica hækkaði í september og hefur ekki verið hærri síðan sumarið 2018. Hann hefur nú hækkað í eitt ár samfleytt. Viðskipti innlent 19.10.2021 11:28
Búin að vera að hamstra vörur síðan í sumar Kaupmaður í miðbænum segir vöruskort síðustu mánaða hafa verið gríðarlega áskorun. Hún hafi byrjað að hamstra vörur fyrr á árinu til að mæta eftirspurn í jólavertíðinni - og ráðleggur fólki að bíða ekki of lengi með jólainnkaupin. Viðskipti innlent 18.10.2021 20:31
Sprengisandur: Efnahagsmál, kosningar og umhverfismál í brennidepli Á Sprengisandi í dag verður farið um víðan völl. Meðal annarra verður rætt við Má Mixa fjárfesti og háskólakennara sem ætlar að kasta mati á vexti, verðbólgu, hækkanir á eignaverði og eitt og annað fleira sem við glímum við í hagkerfinu á Íslandi, en þeir Kristján Kristjánsson ætla líka að tala um aflandsviðskipti í kjölfar Pandóru-skjalanna sem birt hafa verið síðustu vikur. Innlent 17.10.2021 09:59
Spá að verðbólga hækki áfram en dragi úr hækkunum á íbúðamarkaði Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,6% hækkun á vísitölu neysluverðs í október og að verðbólgan hækki úr 4,4% í 4,5%. Spáir deildin því jafnframt að vísitalan hækki um 0,4% í nóvember, 0,3% í desember en lækki um 0,3% í janúar 2022. Gangi þetta eftir mun verðbólgan verða 4,8% í janúar. Viðskipti innlent 14.10.2021 09:51
Atvinnuleysi nú svipað og fyrir faraldurinn Skráð atvinnuleysi mældist 5,0% í september og lækkaði úr 5,5% í ágúst. Atvinnuleysi mælist nú jafn mikið og í febrúar 2020 og er svipað og fyrir faraldurinn. Viðskipti innlent 11.10.2021 11:35
Stýrivaxtahækkanir eru eignartilfærsla frá skuldsettum heimilum til fjármálakerfisins Nú hefur þriðja stýrivaxtahækkun Seðlabankans litið dagsins ljós en á nokkrum mánuðum hafa stýrivextir bankans hækkað úr 0,75 prósentum í 1,5 prósent. Skoðun 8.10.2021 11:01
35 sveitarfélög rekin með halla 2020 Laun og launatengd gjöld námu 99% af útsvarstekjum íslenskra sveitarfélaga á fyrri hluta þessa árs. Þá hækkuðu launaútgjöld þeirra um 11,5% frá 2019 til 2020, á sama tíma og tekjur þeirra jukust um 3,7%. Alls voru 35 sveitarfélög rekin með halla á síðasta ári. Innlent 7.10.2021 21:31
Erfitt að finna hugmyndum um aukin útgjöld stað á fjárlögum Fjármálaráðherra segir stjórnarflokkana alveg eftir að ræða hvernig hugmyndum um aukin útgjöld samkvæmt kosningastefnuskrám flokkanna verði komið fyrir á sama tíma og vinna þurfi niður mikinn halla sem orðið hafi til á fjárlögum í kórónuveirufaraldrinum. Ný ríkisstjórn geti ekki aukið útgjöldin mikið strax á næsta ári. Innlent 7.10.2021 13:54
Vöruviðskiptajöfnuður neikvæður um tæpa 19 milljarða í september Vöruviðskipti við útlönd voru óhagstæð um 18,8 milljarða króna í september. Til samanburðar voru vöruskiptin í september á síðasta ári neikvæð um 11,6 milljarða. Viðskipti innlent 7.10.2021 10:50
Þensla á húsnæðismarkaði knýr verðbólguna áfram Þensla á íbúðamarkaði knýr verðbólguna áfram og er ástæða þess að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í dag. Seðlabankastjóri segir bankann halda áfram að lækka vexti ef á þurfi að halda til að koma verðbólgu niður í tveggja komma fimm prósenta markmið hans. Innlent 6.10.2021 11:50
Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður hækkun stýrivaxta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5%. Viðskipti innlent 6.10.2021 09:00
Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. Viðskipti innlent 6.10.2021 08:30
Aukinn hagvöxtur og hraðari efnahagsbati þökk sé loðnunni Greining Íslandsbanka telur að aukin loðnuveiði komi til með að auka hagvöxt um 0,8 prósentustig á næsta ári og ýta undir efnahagsbata eftir faraldurinn. Viðskipti innlent 5.10.2021 16:07
Hlutabréf útgerðarfélaga ruku upp eftir tímamótaloðnuráðgjöf Hlutabréf útgerðarfélaga tóku stökk í dag eftir að Hafrannsóknarstofnun ráðlagði veiðar á allt að 904 þúsund tonnum af loðnu fyrir komandi vertíð. Kvótinn sjöfaldast milli ára og hefur ekki verið meiri síðan 2003. Viðskipti innlent 1.10.2021 19:01
ASÍ segir húsnæðisverð helsta drifkraft verðbólgu Húsnæðisverð er helsti drifkraftur verðbólgu á Íslandi samkvæmt Alþýðusambandi Íslands. Sé horft framhjá áhrifum húsnæðis mælist verðbólga í samræmi við markmið Seðlabankans. Viðskipti innlent 1.10.2021 14:50
Landsbankinn spáir einnig stýrivaxtahækkun Landsbankinn tekur undir spá Íslandsbankans frá því í gær um að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 0,25 prósentustig í næstu viku. Bankinn telur þó ekki útilokað að stýrivextir hækki um 0,5 prósentustig. Viðskipti innlent 1.10.2021 10:19
Íslandsbanki spáir stýrivaxtahækkun í næstu viku Íslandsbanki spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 0,25 prósentur á næsta vaxtaákvörðunardegi, sem er á miðvikudaginn í næstu viku, þann 6. október. Gangi spáin eftir verða stýrivextir 1,5 prósent. Viðskipti innlent 30.9.2021 09:51
Seðlabankinn dregur lærdóm af fasteignabólunni fyrir hrun Seðlabankastjóri segir nýjar reglur um hámark greiðslubyrði húsnæðislána hluta af þeim lærdómi sem draga megi af efnahagshruninu. Þær tengi greiðslubyrðina tekjum heimilanna og vinni gegn gylliboðum á lánamarkaði. Viðskipti innlent 29.9.2021 19:20
Bein útsending: Kynningarfundur um yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans mun kynna og gera grein fyrir yfirlýsingu sinni á fundi sem hefst í bankanum klukkan 9:30. Viðskipti innlent 29.9.2021 09:07
Setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið setja reglur um hámark greiðslubyrðar húsnæðislána til að vinna á móti aukinni skuldsetningu heimila að undanförnu vegna fasteignakaupa. Viðskipti innlent 29.9.2021 08:44
Er ekki bara best að bæta umhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja? Í ferðum mínum um landið og samtölum við fólk síðustu mánuðina hafa margir minnst á mikilvægi þess að við búum við jafnvægi, bæði hvað varðar efnahag þjóðarinnar og efnahag fólks og fyrirtækja. Og það er rétt að jafnvægi er mikilvægt á sviði efnahagsmálanna líkt og í daglega lífinu. Skoðun 24.9.2021 16:45
Ert þú með lægri laun en þingmaður? Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að við hlífum fátækum við skattlagningu og aukum byrðarnar eftir því sem bökin verða breiðari. Hins vegar að við verðlaunum það sem er umhverfisvænt og grænt. Skoðun 23.9.2021 09:02
Íslandsbanki segir kórónukreppunni lokið Kórónuveirukreppunni er lokið að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Þrátt fyrir að skellurinn hafi verið harðari hér en víða annars staðar sé viðsnúningurinn hraðari. Viðskipti innlent 22.9.2021 18:30
Hagkerfið að snúa við blaðinu: Spá frekari hækkunum á húsnæði og óvissu með fjölda ferðamanna Greining Íslandsbanka spáir því að 4,2% hagvöxtur mælist á þessu ári og 3,6% á því næsta. Talið er að um 600 þúsund ferðamenn komi til landsins í ár og verði um þriðjungur af fjöldanum árið 2019. Viðskipti innlent 22.9.2021 11:45