Heimsmarkaðsverð á áli orðið ævintýralega hátt Kristján Már Unnarsson skrifar 8. mars 2022 12:24 Frá Alcoa Fjarðaáli á Reyðafirði. Raforkuverð til þess er tengt heimsmarkaðsverði á áli. Arnar Halldórsson Heimsmarkaðsverð á áli fór í gær í 3.850 dollara tonnið. Þetta er langhæsta álverð sögunnar. Álmarkaðir hafa heldur róast framan af degi og verðið sigið niður, fór niður í 3.740 dollara í morgun og var komið niður undir 3.500 dollara um hádegisbil. Líkt og með verðhækkanir á olíu og hveiti, sem og á hrávöru og málmum, er álverðshækkunin rakin til innrásar Rússa í Úkraínu og viðskiptabanns Vesturlanda á Rússland. Fyrirtæki í Evrópu hafa í gegnum tíðina keypt mikið af áli frá Rússum og stjórnendur þeirra óttast skort. Fyrir Úkraínudeiluna síðustu vikur hafði það aðeins gerst þrívegis áður að verð á áli færi yfir 3.000 dollara tonnið. Fyrra met var árið 2008 þegar álverð fór í 3.124 dollara. Árið 2006 fór það í 3.094 dollara tonnið en það rauf einnig þrjúþúsund dollara múrinn í október í haust þegar orkuverð náði hæstu hæðum í Evrópu. Verðið hefur haldist yfir 3.000 dollurum frá því um miðjan janúar og yfir 3.500 dollurum frá því um miðja síðustu viku. Það er til marks um hvað verðið núna er orðið ævintýralega hátt að í ársbyrjun 2021 fagnaði Gunnar Guðlaugsson, forstjóri Norðuráls og stjórnarformaður Samáls, því þegar verðið fór yfir 2.000 dollara tonnið, sagði hækkunina gríðarlega mikilvæga fyrir íslenskt efnahagslíf. Það var 40 prósenta hækkun frá því vorið 2020, þegar verðið fór niður undir 1.400 dollara tonnið. Landsvirkjun skýrði í síðasta mánuði frá því að tekjur fyrirtækisins á síðasta ári hefðu aldrei verið meiri, hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði hefði numið 29,5 milljörðum króna, og að stjórn fyrirtækisins myndi leggja til við aðalfund að 15 milljarða króna arður yrði greiddur í ríkissjóð. Þessi góða afkoma var einkum rakin til hagstæðra ytri skilyrða á ál- og orkumörkuðum. Í fyrra upplýsti forstjóri Landsvirkjunar að 35 prósent af heildarorkusölu fyrirtækisins væri beintengd heimsmarkaðsverði á áli. Orkusamningar við Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði og Rio Tinto í Straumsvík eru tengdir álverði og samningur Norðuráls á Grundartanga er tengdur raforkuverði í Evrópu. Áliðnaður Landsvirkjun Orkumál Innrás Rússa í Úkraínu Efnahagsmál Tengdar fréttir Ál- og gasverð í hæstu hæðum Miklar hækkanir hafa orðið á eldsneytismörkuðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og refsiaðgerða gegn Rússlandi. Tunnan af hráolíu kostar nú meira en 110 Bandaríkjadali og hefur verð jarðgass hefur aldrei verið hærra í Evrópu. 2. mars 2022 15:56 Hagnaðurinn aldrei meiri og stjórnin vill greiða 15 milljarða í arð Hagnaður Landsvirkjunar jókst töluvert á milli ára og nam 29,5 milljörðum króna, sem er tæplega 64 prósent aukning frá árinu 2020. Stjórn fyrirtækisins hyggst leggja til að greiddur verði 15 milljarða króna arður aftur í ríkissjóð. Þetta kemur fram í ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2021 sem kom út í dag. 18. febrúar 2022 15:31 Gríðarleg hækkun álverðs bætir hag Landsvirkjunar Gríðarlegar verðhækkanir á málmum, bæði áli og kísli, stórbæta afkomu Landsvirkjunar en álverð hefur hækkað um áttatíu prósent á einu ári. Raforkukaupendur hafa samtímis aukið notkun sína og stefnir í að raforkukerfið verði fullnýtt. 12. maí 2021 23:59 Mikill gleðidagur í Straumsvík og léttir að óvissu um ÍSAL var eytt Óvissu um framtíð álversins í Straumsvík var eytt í dag með nýjum raforkusamningi Landsvirkjunar og Rio Tinto og verður álframleiðslan sett á fulla ferð að nýju. Rannveig Rist forstjóri segir þetta mikinn gleðidag. 15. febrúar 2021 20:50 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Líkt og með verðhækkanir á olíu og hveiti, sem og á hrávöru og málmum, er álverðshækkunin rakin til innrásar Rússa í Úkraínu og viðskiptabanns Vesturlanda á Rússland. Fyrirtæki í Evrópu hafa í gegnum tíðina keypt mikið af áli frá Rússum og stjórnendur þeirra óttast skort. Fyrir Úkraínudeiluna síðustu vikur hafði það aðeins gerst þrívegis áður að verð á áli færi yfir 3.000 dollara tonnið. Fyrra met var árið 2008 þegar álverð fór í 3.124 dollara. Árið 2006 fór það í 3.094 dollara tonnið en það rauf einnig þrjúþúsund dollara múrinn í október í haust þegar orkuverð náði hæstu hæðum í Evrópu. Verðið hefur haldist yfir 3.000 dollurum frá því um miðjan janúar og yfir 3.500 dollurum frá því um miðja síðustu viku. Það er til marks um hvað verðið núna er orðið ævintýralega hátt að í ársbyrjun 2021 fagnaði Gunnar Guðlaugsson, forstjóri Norðuráls og stjórnarformaður Samáls, því þegar verðið fór yfir 2.000 dollara tonnið, sagði hækkunina gríðarlega mikilvæga fyrir íslenskt efnahagslíf. Það var 40 prósenta hækkun frá því vorið 2020, þegar verðið fór niður undir 1.400 dollara tonnið. Landsvirkjun skýrði í síðasta mánuði frá því að tekjur fyrirtækisins á síðasta ári hefðu aldrei verið meiri, hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði hefði numið 29,5 milljörðum króna, og að stjórn fyrirtækisins myndi leggja til við aðalfund að 15 milljarða króna arður yrði greiddur í ríkissjóð. Þessi góða afkoma var einkum rakin til hagstæðra ytri skilyrða á ál- og orkumörkuðum. Í fyrra upplýsti forstjóri Landsvirkjunar að 35 prósent af heildarorkusölu fyrirtækisins væri beintengd heimsmarkaðsverði á áli. Orkusamningar við Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði og Rio Tinto í Straumsvík eru tengdir álverði og samningur Norðuráls á Grundartanga er tengdur raforkuverði í Evrópu.
Áliðnaður Landsvirkjun Orkumál Innrás Rússa í Úkraínu Efnahagsmál Tengdar fréttir Ál- og gasverð í hæstu hæðum Miklar hækkanir hafa orðið á eldsneytismörkuðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og refsiaðgerða gegn Rússlandi. Tunnan af hráolíu kostar nú meira en 110 Bandaríkjadali og hefur verð jarðgass hefur aldrei verið hærra í Evrópu. 2. mars 2022 15:56 Hagnaðurinn aldrei meiri og stjórnin vill greiða 15 milljarða í arð Hagnaður Landsvirkjunar jókst töluvert á milli ára og nam 29,5 milljörðum króna, sem er tæplega 64 prósent aukning frá árinu 2020. Stjórn fyrirtækisins hyggst leggja til að greiddur verði 15 milljarða króna arður aftur í ríkissjóð. Þetta kemur fram í ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2021 sem kom út í dag. 18. febrúar 2022 15:31 Gríðarleg hækkun álverðs bætir hag Landsvirkjunar Gríðarlegar verðhækkanir á málmum, bæði áli og kísli, stórbæta afkomu Landsvirkjunar en álverð hefur hækkað um áttatíu prósent á einu ári. Raforkukaupendur hafa samtímis aukið notkun sína og stefnir í að raforkukerfið verði fullnýtt. 12. maí 2021 23:59 Mikill gleðidagur í Straumsvík og léttir að óvissu um ÍSAL var eytt Óvissu um framtíð álversins í Straumsvík var eytt í dag með nýjum raforkusamningi Landsvirkjunar og Rio Tinto og verður álframleiðslan sett á fulla ferð að nýju. Rannveig Rist forstjóri segir þetta mikinn gleðidag. 15. febrúar 2021 20:50 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Ál- og gasverð í hæstu hæðum Miklar hækkanir hafa orðið á eldsneytismörkuðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og refsiaðgerða gegn Rússlandi. Tunnan af hráolíu kostar nú meira en 110 Bandaríkjadali og hefur verð jarðgass hefur aldrei verið hærra í Evrópu. 2. mars 2022 15:56
Hagnaðurinn aldrei meiri og stjórnin vill greiða 15 milljarða í arð Hagnaður Landsvirkjunar jókst töluvert á milli ára og nam 29,5 milljörðum króna, sem er tæplega 64 prósent aukning frá árinu 2020. Stjórn fyrirtækisins hyggst leggja til að greiddur verði 15 milljarða króna arður aftur í ríkissjóð. Þetta kemur fram í ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2021 sem kom út í dag. 18. febrúar 2022 15:31
Gríðarleg hækkun álverðs bætir hag Landsvirkjunar Gríðarlegar verðhækkanir á málmum, bæði áli og kísli, stórbæta afkomu Landsvirkjunar en álverð hefur hækkað um áttatíu prósent á einu ári. Raforkukaupendur hafa samtímis aukið notkun sína og stefnir í að raforkukerfið verði fullnýtt. 12. maí 2021 23:59
Mikill gleðidagur í Straumsvík og léttir að óvissu um ÍSAL var eytt Óvissu um framtíð álversins í Straumsvík var eytt í dag með nýjum raforkusamningi Landsvirkjunar og Rio Tinto og verður álframleiðslan sett á fulla ferð að nýju. Rannveig Rist forstjóri segir þetta mikinn gleðidag. 15. febrúar 2021 20:50