Borgarstjórn

Skoða sölu á Malbikunarstöðinni Höfða sem er á leið til Hafnarfjarðar
Borgarráð Reykjavíkurborgar afgreiddi í dag samning um brottflutning Malbikunarstöðvarinnar Höfða frá Sævarhöfða í Reykjavík þar sem til stendur að koma á nýrri byggð. Sömuleiðis var ákveðið að kanna kosti og galla þess að selja hundrað prósenta hlut borgarinnar í Malbikunarstöðinni líkt og kveðið er á í meirihlutasáttmálanum.

Líf telur oddvitaframboð Elínar Oddnýjar ekki beinast gegn sér
Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi Vinstri grænna sem sækist eftir að taka við forystusætinu af Líf Magneudóttur í borgarstjórn vill leggja aukna áherslu á velferðarmálin og stöðu jaðarsettra hópa í borginni. Líf lítur ekki á framboð Elínar Oddnýjar sem sérstakt mótframboð gegn henni.

Björgunarpakki fyrir börn í faraldrinum – mannréttindi barna skert
Á tímum faraldursins er mikilvægara en nokkurn tímann áður að huga sérstaklega að barnafjölskyldum. Þar er mikilvægast að huga að geðheilsu og virkni barna og ungmenna.

Elín Oddný skorar Líf á hólm
Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi í Reykjavík, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosninga.

Telur ekki rétt að hlusta á 25 prósentin og hunsa hina
Formaður samgöngu- og skipulagsráðs telur oddvita Sjálfstæðisflokksins oftúlka andstöðu íbúa við þéttingu byggðar við Miklubraut og Háaleitisbraut. Tillaga flokksins um að hætta formlega við uppbyggingu í hverfinu sé til marks um málefnaþurrð. Henni var vísað frá á fundi borgarstjórnar seinnipartinn.

Líf gefur áfram kost á sér í oddvitasætið
Líf Magneudóttir gefur aftur kost á sér í oddvitasæti Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Líf hefur verið borgarfulltrúi flokksins og áður varaborgarfulltrúi frá árinu 2014.

Vilja einnig falla frá þéttingu við Háaleitis- og Miklubraut
Sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja að fallið verði frá þéttingu byggðar við Bústaðaveg, Miklubraut og Háaleitisbraut með formlegum hætti. Borgarfulltrúar flokksins munu leggja fram tillögu þess efnis á borgarstjórnarfundi í dag.

Ellen stefnir á 4. sætið hjá Samfylkingunni í borginni
Borgarfulltrúinn Ellen Calmon sækist eftir 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram rafrænt dagana 12. og 13. febrúar næstkomandi.

Dagur í lífi Þórdísar Lóu: „Líður oftast eins og Rocky Balboa"
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokks Viðreisnar, segir uppáhalds árstímann vera háveturinn.

Við þurfum fleira fólk
Á Íslandi býr fjölbreytt flóra fólks. Alls konar fólks. Þar á meðal af erlendum uppruna og stór hluti þeirra býr í Reykjavík, þar sem þau hjálpa til við að glæða mannlífið lit, vinna mikilvæg störf á öllum sviðum og eru nágrannar okkar og vinir.

Boðar mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar
Reykjavík tekur miklum breytingum í aðalskipulagi til ársins 2040, sem undirritað var í Höfða í dag. Á grundvelli þessa skipulags verður auðveldlega hægt að byggja 1200 íbúðir á ári, að sögn borgarstjóra.

To bíl or not to bíl
Þegar gengið verður til borgarstjórnarkosninga þann 14. maí næstkomandi verða valkostir kjósenda afar skýrir: Frelsi eða forræðishyggja.

Hætta við þéttingu byggðar við Bústaðaveg
Hætt hefur verið við hugmyndir um þéttingu byggðar meðfram Bústaðavegi við Grímsbæ í Reykjavík.

Sabine býður sig fram í 3.-4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar
Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og varaforseti borgarstjórnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram í 3.-4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík.

Mikilvægi kennslu list- og verkgreina í faraldrinum
Ég hef verið hugsi í öllum þessum takmörkunum sem við nú búum við og þá ekki síst varðandi börn og skólastarf. Börnin okkar eru nú þegar að upplifa gríðarlegar takmarkanir á fjölda sviða og meðal annars í skólastarfi þar sem sumar kennslustundir hafa verið felldar niður.

Skúli vill þriðja sætið
Skúli Þór Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að sækjast eftir þriðja sætinu á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Skúli skipaði þriðja sætið á lista flokksins fyrir fjórum árum.

Stefnir í litla endurnýjun í forystu flokkanna í borginni
Það verður mikið um kunnugleg andlit í baráttunni um borgina þegar kosið verður til sveitarstjórna eftir 125 daga. Dagur B. Eggertsson tilkynnti í morgun að hann ætlaði að taka slaginn - og láta reyna á þriðja kjörtímabilið sem borgarstjóri.

Viðreisn ákveður prófkjör í fyrsta sinn
Á félagsfundi Viðreisnar í Reykjavík sem lauk rétt í þessu var samþykkt, nær samhljóða, að prófkjör yrði haldið við uppröðun á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum í vor. Allir sitjandi borgarfulltrúar kusu með prófkjöri.

Jöfnunarsjóður sniðgengur börnin í borginni þrátt fyrir 83 milljarða framlag borgarbúa á næsta kjörtímabili
Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið í landinu þar sem skólabörn og börn af erlendum uppruna fá núll krónur í framlag frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Eyþór Arnalds: Ekki í fyrsta sinn sem samflokksmenn eru ósammála
Eyþór Arnalds hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér á ný á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Í viðtali í nýjasta hlaðvarpsþætti Þjóðmála ræðir Eyþór um ástæður þess að hann hyggist sækja inn á ný mið í vor.

Útsvarstekjur borgarinnar jukust um 7,4 prósent milli ára
Útsvarstekjur Reykjavíkurborgar námu 84 milljörðum króna á árinu 2021 og jukust um 7,4 prósent milli ára. Aukningin er á pari við meðalaukningu útsvarstekna sveitarfélaga í fyrra en af sex stærstu sveitarfélögunum var minnsta aukningin hjá Hafnarfjarðarbæ. Þetta má lesa úr nýjum tölum á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Dagur í sóttkví og hyggst tilkynna um framtíð sína í pólítík þegar hann losnar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er kominn í sóttkví eftir að eitt barna hans greindist með Covid-19. Hann segir öllum í fjölskyldunni líða vel en hann muni greina frá því hvort hann hyggst sækjast eftir endurkjöri þegar hann losnar úr sóttkví.

Segir nýtt íbúðahverfi skerða rekstraröryggi flugvallarins
Óvíst er hvort Isavia muni afhenda Reykjavíkurborg svæði í Skerjafirði í vor til byggingar nýs íbúðahverfis án frekari rannsókna. Framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla Isavia segir húsbyggingar þar hafa umtalsverð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar.

Sækist ekki eftir endurkjöri og styður Hildi
Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hyggst ekki gefa kost á sér til endurkjörs í borgarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. Hún hefur ráðið sig til starfa hjá Dohop og hefur þar störf í vor.

Borgin tekur tvær sneiðar til viðbótar af flugvellinum
Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að tvær sneiðar verði skornar af Reykjavíkurflugvelli á næstu þremur árum og að vellinum verði svo endanlega lokað eftir áratug, árið 2032.

Borgin leiðir fjölgun stöðugilda í faraldrinum
Reykjavíkurborg hefur fjölgað stöðugildum mun meira en önnur stór sveitarfélög í heimsfaraldrinum. Talsmenn borgarinnar hafa gefið út að mikil fjölgun stöðugilda á stuttu tímabili hafi verið hluti af vinnumarkaðsaðgerðum sem ætlað var að viðhalda ákveðnu atvinnustigi.

Egill Skúli Ingibergsson er fallinn frá
Egill Skúli Ingibergsson, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og rafmagnsverkfræðingur, er látinn, 95 ára að aldri. Hann var ráðinn borgarstjóri Reykjavíkur árið 1978 eftir að vinstriflokkar mynduðu meirihluta í borginni og gegndi hann stöðunni til 1982.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist jafnstór og í kosningunum 2018
Sjálfstæðisflokkurinn fengi átta borgarfulltrúa kjörna ef gengið yrði til kosninga í Reykjavík í dag. Samfylkingin fengi sex fulltrúa kjörna, Píratar þrjá, Viðreisn tvo og Vinstri græn einn. Meirihlutinn héldi því.

Strætó loks á leið í vistþorpið eftir að íbúar sökuðu borgina um tvískinnung
Strætó mun hefja ferðir í Gufunesþorp í Reykjavík þann 2. janúar næstkomandi en til að byrja með verða strætósamgöngur úr Gufunesi í formi pöntunarþjónustu.

Gagnrýnir aðgerðaleysi til að mæta þeim sem mest missa vegna sóttvarna
Borgarstjóri segir aðgerðir ríkisstjórnar til að mæta fólki og fyrirtækjum vegna hertra sóttvarnaaðgerða ekki nógu skýrar. Óljóst sé hvort standi til að koma til móts við fólk og fyrirtæki sem hljóti skaða af sóttvarnaaðgerðum.