Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Á­fram talinn van­hæfur til að taka sæti í ráðinu

Skrifstofustjóri borgarstjórnar Reykjavíkur telur ekki ástæðu til að uppfæra eldra minnisblað varðandi hæfi Björns Gíslasonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, til að taka sæti í menningar- og íþróttaráði Reykavíkurborgar. Hann telst enn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu vegna stöðu sinnar innan íþróttafélagsins Fylkis.

Innlent
Fréttamynd

Stemningin farin ári fyrir stjórnar­slitin

Formaður Vinstri grænna segir það til umræðu að bjóða fram sameiginlegan lista með öðru stjórnmálaafli í næstu kosningum. Hún segir ríkisstjórnarsamstarf með Framsókn og Sjálfstæðisflokki hafa verið lifandi dautt frá 2023.

Innlent
Fréttamynd

Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suður­landi

Byggðaþróunarfulltrúi uppsveita Árnessýslu segir að eitthvað stórt eigi eftir að gerast í umferðinni á sínu atvinnusvæði vegna lélegra vega og samgangna. Fulltrúinn, sem býr í Þorlákshöfn taldi 150 holur í veginum á leið sinni í Aratungu í Bláskógabyggð en gafst þá upp að telja en þá átti viðkomandi samt eftir hálftíma í Aratungu

Innlent
Fréttamynd

Heim­sókn Vance óvið­eig­andi og ó­við­unandi

Utanríkisráðherra segir heimsókn varaforseta Bandaríkjanna til Grænlands og orð hans þar óviðeigandi og óviðunandi. Utanríkisráðherra Danmerkur segir ríki ekki eiga að tala við bandamenn sína líkt og Bandaríkjamenn tala við Dani. 

Erlent
Fréttamynd

Tann­hjól í mulnings­vél?

Fyrr á tímum, þegar menn höfðu hvorki áttavita né nothæf sjókort, krafðist það mikils kjarks að sigla svo langt út að landsýn hyrfi. Á úthafinu þurftu menn staðgóða þekkingu á hreyfingu himinhnatta. Sjómenn fyrri tíðar voru vísindamenn í þeim skilningi að þeir kunnu skil á siglingafræði, en kunnu auk þess þá list að hagræða seglum eftir vindi. Nú er skipum siglt með stýri og skrúfu.

Skoðun
Fréttamynd

Kæra skóg­rækt við Húsa­vík vegna rasks á varp­lendi fugla

Fuglaverndarsamtök hafa kært framkvæmdir við skógrækt utan við Húsavík sem áttu sér stað í fyrra til lögreglu. Þau halda því fram að lög um náttúru- og dýravernd hafi verið brotin þar sem framkvæmdirnar hafi raskað varplendi fugla. Framkvæmdastjóri skógræktarfyrirtækisins segir að gætt hafi verið að því að engin hreiður væru á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er af­nota­gjald“

Fjármála- og efnahagsráðherra segir breytingu á veiðigjöldum ekki vera skattlagningu heldur afnotagjald af auðlindum. Tillaga ráðherra hefur hlotið mikla gagnrýni, þá helst frá kvótaeigendum, á meðan merkja má ánægju víða í samfélaginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vilja að bæjar­stjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjar­full­trúar

Fulltrúar Pírata, Viðreisnar, Vina Kópavogs og Samfylkingar lögðu fram breytingartillögu á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í gær sem felur í sér að laun bæjarstjóra lækki um tíu prósent eins og laun annarra kjörinna fulltrúa. Bæjarstjóri segir að laun lykilstjórnenda verði skoðuð. Til að byrja með verði þau fryst út árið og hækkuð í samræmi við þingfararkaup en ekki launavísitölu. 

Innlent
Fréttamynd

Skoða hvort hægt sé að flýta upp­byggingu í Úlfarsárdal

Nýr starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar og verkalýðsfélaganna BSRB og ASÍ á að skoða nýjar leiðir til þess að auka framboð og hraða uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Hópurinn á að skila sínum tillögum í maí. Starfshópurinn mun skoða sérstaklega hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfársárdal auk þess sem hann á að kortleggja helstu möguleika á uppbyggingu næstu 10 til 15 árin.

Innlent
Fréttamynd

Tók tapsáran Willum tölu­verðan tíma að jafna sig

Það tók Willum Þór Þórsson, fyrrum heilbrigðisráðherra, töluverðan tíma að jafna sig á niðurstöðu Alþingiskosninga vetrarins. Hann gat þó gefið sér meiri tíma með fjölskyldunni og gat, í fyrsta skipti á ævinni, ígrundað næstu skref.

Sport
Fréttamynd

Verkin sem ríkis­stjórnin verður dæmd af

Ef fer sem horfir verður Janus endurhæfingu, sérhæfðu geðmeðferðarúrræði fyrir ungt fólk, lokað í júní. Úrræðið er fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 30 ára sem hefur langa sögu um geðræna erfiðleika, en stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að endurnýja ekki þjónustusamning ríkisins við Janus.

Skoðun