
Sport

Höfðu hendur í hári fjárkúgara Michael Schumacher
Lögreglan hefur handtekið tvo aðila fyrir að reyna að hafa pening af fjölskyldu Formúlu 1 goðsagnarinnar Michael Schumacher.

Pólland úr leik eftir tap
Robert Lewandowski og félagar í Póllandi eru úr leik eftir markalaust jafntefli Hollands og Frakklands. Fyrr í dag tapaði Pólland 1-3 gegn Austurríki á EM karla í fótbolta. Bæði lið voru stigalaus fyrir leik dagsins.

Ísland í sextán liða úrslit
Ísland lagði heimalið Norður-Makedónía á HM U-20 kvenna í handbolta með tólf marka mun, 29-17. Sigurinn tryggði liðinu sæti í 16-liða úrslitum mótsins.

Ætla að fá Kansas City Chiefs til að flytja til Kansas
Kansas City Chiefs er ríkjandi NFL meistari eftir sigur í Super Bowl leiknum í febrúar. Það vita margir en eflaust gera færri sér grein fyrir því að félagið spilar ekki í Kansas fylki heldur í Missouri fylki.

Eigandi Roma tryggir sér kauprétt á Everton
Dan Friedkin, bandarískur eigandi og forseti ítalska félagsins Roma, hefur tryggt sér kauprétt á enska félaginu Everton. Kaupverð er talið vera um 400 milljónir punda.

Úkraína lenti undir en sótti sinn fyrsta sigur í seinni hálfleik
Úkraína lenti undir á móti Slóvakíu en sótti 2-1 sigur í seinni hálfleik. Roman Yaremchuk setti sigurmarkið eftir glæsilega móttöku í teignum.

Átján ára körfuboltastrákur sagður vera 2,36 metrar á hæð
Hávaxnasti körfuboltamaður heims er enn að stækka.

Skiptir um lið en ekki um heimavöll
Kvennalið Grindavíkur í körfuboltanum hefur fengið góðan liðstyrk fyrir næsta tímabil en bakvörðurinn Sóllilja Bjarnadóttir hefur nú samið við félagið.

L'Équipe: Mbappé byrjar á bekknum í kvöld
Kylian Mbappé verður ekki í byrjunarliði Frakka í kvöld þegar liðið mætir Hollandi í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í fótbolta í Þýskalandi.

Sjáðu mörkin þegar Víkingsstelpur unnu fyrstar topplið Blika
Breiðablik tapaði sínum fyrstu stigum og sínum fyrsta leik þegar liðið heimsótti Víkinga í Fossvoginn í Bestu deild kvenna í fótbolta í gær.

Álftanes semur við tveggja metra Frakka
Alexez Yetna er genginn til liðs við Álftanes og mun leika með liðinu í Subway deild karla á næsta tímabili.

Guðmundur hrærður eftir tíðindi morgunsins
Fredericia, danska úrvalsdeildarfélagið í handbolta, sem þjálfað er af Guðmundi Guðmundssyni, mun taka þátt í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Þetta varð ljóst í morgun en í samtali við Vísi segist Guðmundur hrærður yfir fréttunum.

Roberto Baggio fluttur á spítala eftir innbrot meðan hann horfði á EM
Ítalska knattspyrnugoðsögnin Roberto Baggio var fluttur á spítala í gær eftir að hafa orðið fyrir árás af völdum innbrotsþjófa meðan hann horfði á leik Ítalíu og Spánar á Evrópumótinu.

Guðmundur fer með Fredericia í Meistaradeildina
Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia Håndbold Klub fengu í dag boð frá evrópska handboltasambandinu um að spila í Meistaradeildinni í handbolta á næstu leiktíð. Þetta er stór stund fyrir danska félagið.

Guðni forseti: Leiðinlegt að sjá fólk fjarstýra krökkunum
Nú má sjá nýjasta þáttinn af Sumarmótunum hér á Vísi en að þessu sinni var TM mótið í Vestmannaeyjum heimsótt.

Íslenska vegabréfið skilar Danielle samningi hjá Euro Cup liði
Danielle Rodriguez spilar ekki áfram með Grindavík í Subway deild kvenna í körfubolta á næstu leiktíð því þessi öfluga körfuboltakona hefur samið við svissneska félagið BCF Elfic Fribourg Basket.

Strákarnir í Stúkunni ekki sammála um vítin í leik Vals og Víkings
Valsmenn tóku stig af toppliði Víkings þökk sé tveimur umdeildum vítaspyrnum. Stúkan ræddi þessa tvo vítadóma í síðasta þætti sínum.

„Fótboltinn er grimmur og oft ósanngjarn“
Pálmi Rafn Pálmason mun stýra KR á laugardaginn gegn Víkingum í Bestudeild karla. Greg Ryder var sagt upp störfum í fyrrakvöld.

Óskar Hrafn ekki hrifinn af Southgate: „Eins og hundrað ára gamall prófessor“
Gareth Southgate, þjálfari enska fótboltalandsliðsins, var harðlega gagnrýndur eftir frammistöðu enska liðsins á móti Dönum á EM í gær. Ekki bara hjá enskum fjölmiðlum heldur einnig af Óskari Hrafni Þorvaldssyni.

Ólympíudraumur Eyþóru úti eftir grátlegt slys
Draumur Eyþóru Elísabetar Þórsdóttur um að keppa á þriðju Ólympíuleikunum í röð er úti eftir slys á æfingu í gær. Hún greinir frá gríðarlegum vonbrigðum á samfélagsmiðlum sínum.

Snorri Dagur varamaður inn í undanúrslitin
Þrír íslenskir sundmenn syntu á fjórða deginum á Evrópumeistaramótinu í sundi í Belgrad. Engin þeirra komst áfram en það er enn smá von um að Snorri Dagur Einarsson fái að synda í undanúrslitunum.

Hlaðvarpsfélagi LeBrons nýr þjálfari LA Lakers
JJ Redick hefur gert fjögurra ára samning um að þjálfa NBA lið Los Angeles Lakers en bandarískir fjölmiðlar greina frá þessu.

Messi góður en Argentínumenn mjög ósáttir
Argentínumenn byrja vel í Suðurameríkukeppninni en þeir unnu 2-0 sigur á Kanada í opnunarleiknum í nótt.

Biður fyrirliða sinn afsökunar á rasískum ummælum
Rodrigo Bentancur, leikmaður Tottenham, hefur beðið Son Heung-Min, fyrirliða Tottenham, afsökunar á rasískum ummælum sem hann lét falla í viðtali á dögunum.

Sjáðu fyrsta sjálfsmarkið sem Ítali skorar í sögu EM
Evrópumeistarar Ítala voru undir á flestum sviðum á móti Spánverjum í leik þjóðanna í Evrópukeppninni í gærkvöldi en það voru þó þeir sjálfir sem á endanum tryggðu spænska liðinu sigurinn.

Dagskráin í dag: Formúlan og fjórir leikir í Bestu
Sportrásir Stöðvar 2 og Vodafone bjóða upp á tólf beinar útsendingar á þessum fína föstudegi.

Mbappé mætti með franska grímu á æfingu
Kylian Mbappé, stjörnuframherji franska lansdliðsins í knattspyrnu, virðist vera að verða klár í slaginn í næsta leik á EM eftir að hafa nefbrotnað á dögunum.

Nýliðarnir sækja sér styrk í Hafnarfjörðinn
ÍR, nýliðarnir í Subway-deild karla, hafa sótt sér liðsstyrk fyrir komandi tímabil.

Rakel og Arnar kynnt til leiks hjá Fram
Handknattleiksdeild Fram hefur kynnt þau Rakel Dögg Bragadóttur og Arnar Pétursson sem þjálfara liðsins í Olís-deild kvenna.

Nik: Þær voru fastar fyrir eins og sást þegar Agla María meiddist
Breiðablik tapaði 2-1 á útivelli gegn Víkingi í 9. umferð Bestu deildar kvenna. Þetta var fyrsta tap Breiðabliks á tímabilinu og Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, var svekktur eftir leik.