Enski boltinn

Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur
Aston Villa vann góðan sigur á Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Stigin þrjú eru mikilvæg í baráttunni um Evrópusæti á næsta tímabili.

Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth
Brighton & Hove Albion og Bournemouth töpuðu bæði dýrmætum stigum í ensku úrvalsdeildinni í dag og fyrir vikið minnkuðu möguleikar beggja liða á að tryggja sér Meistaradeildarsæti í vor.

Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA
Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea gæti átt von á refsingu frá Knattspyrnusambandi Evrópu eftir að enskir miðlar birtu í dag fréttir um það að Lundúnafélagið hafi brotið rekstrarreglur UEFA.

Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal
Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í níu stig þegar félagið heimsótti Bítlaborgina í dag. Everton og Arsenal gerðu þá 1-1 jafntefli í síðasta leik félaganna á Goodison Park.

Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina
Ruben Amorim, þjálfari Manchester United, segir það út í hött að halda því fram að liðið hans geti orðið enskur meistari á næstu leiktíð.

„Sorgardagur fyrir Manchester City“
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, tjáði sig um fréttir dagsins en Kevin De Bruyne staðfesti þá að hann sé á sínu síðasta tímabili með félaginu.

Bruno bestur í mars
Fyrirliði Manchester United, Bruno Fernandes, var valinn leikmaður mars-mánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Þetta er í fimmta sinn sem hann fær þessi verðlaun og í fyrsta skipti síðan 2020.

Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist
Everton hefur fordæmt morðhótanir sem James Tarkowski, leikmanni liðsins, og fjölskyldu hans hafa borist eftir leikinn gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á miðvikudaginn.

De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið
Eftir að hafa leikið með Manchester City síðan 2015 yfirgefur Kevin De Bruyne herbúðir félagsins í sumar.

Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust
Sigurglaður stuðningsmaður Newcastle fagnaði deildabikarmeistaratitli félagsins á dögunum með sérstökum hætti en þetta gæti orðið stutt gaman hjá honum.

Haaland flúði Manchester borg
Norski framherjinn Erling Braut Haaland er meiddur og verður ekki með liði sínu Manchester City næstu vikurnar. Hann ætlar hins vegar ekki að eyða tíma sínum með liðsfélögum sínum í City því norska stórstjarnan hefur nú flúið Manchester.

Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle
Chelsea komst í kvöld upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir sigur á Tottenham í nágrannaslag á Brúnni.

Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu
Kanadíski leikarinn Mike Myers er grjótharður stuðningsmaður enska fótboltafélagsins Liverpool. Hann lýsti ást sínu á félaginu í hlaðvarpi á dögunum.

Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný
Uriah Rennie, sem var fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, er að læra að ganga á ný eftir veikindi.

Tímabilinu lokið hjá Gabriel
Brasilíski varnarmaðurinn Gabriel hefur leikið sinn síðasta leik á þessu tímabili. Hann meiddist aftan í læri í 2-1 sigri Arsenal á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í fyrradag.

Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það
James Tarkowski hefði eftir allt saman átt að fá að líta rauða spjaldið fyrir að fara af krafti með takkana í Alexis Mac Allister í grannaslag Everton og Liverpool í gærkvöld. Hann slapp hins vegar með skrekkinn og hefur enn ekki fengið rautt í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn
Enski fótboltamaðurinn Jack Grealish átti erfitt með að halda aftur af tárunum en gladdist yfir því að hafa skorað langþráð mark fyrir Manchester City akkúrat í gær.

Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín
Óeirðaseggjum innan stuðningsmannahópa ensku liðanna Chelsea og Manchester City er bannað að fylgja liðum sínum á heimsmeistaramót félagsliða sem fer fram í sumar.

Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona
Liverpool vann 1-0 sigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en var sigurmarkið rangstaða?

Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur
Deildabikarmeistarar Newcastle byrja vel eftir ævintýrið á Wembley því liðið vann í kvöld mikilvægan sigur á Brentford í baráttunni um Meistaradeildarsætin í ensku úrvalsdeildinni. Aston Villa vann líka risasigur á útivelli á móti Brighton & Hove Albion.

Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld
Manchester City komst upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 heimasigur á Leicester City í kvöld.

Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool
Framtíð egypska knattspyrnumannsins Mohamed Salah hjá Liverpool er enn í óvissu og stuðningsmenn Liverpool liggja því áfram á bæn að markahæsti leikmaður liðsins framlengi samning sinn við topplið ensku úrvalsdeildarinnar.

Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga
Eftir sigur Nottingham Forest á Manchester United í gær, 1-0, vildi Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Rauðu djöflanna, ekki viðurkenna að það hefðu verið mistök að selja Anthony Elanga. Hann skoraði eina mark leiksins á City Ground.

„Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“
Erling Haaland verður frá vegna meiðsla í fimm til sjö vikur. Þjálfarinn Pep Guardiola vonar að hann verði tilbúinn til átaka fyrir síðustu leiki tímabilsins á Englandi og fyrir HM félagsliða sem fer fram í sumar.

Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu
Nottingham Forest vann 1-0 gegn Manchester United í þrítugustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar og hefur þar með haldið hreinu oftast allra liða í deildinni. Rauðu djöflarnir voru hársbreidd frá því að jafna leikinn undir lokin.

Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna
Bukayo Saka sneri aftur úr meiðslum og setti seinna mark Arsenal í 2-1 sigri gegn Fulham í þrítugustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Sagði Fernandes að hann færi hvergi
Ruben Amorim, stjóri Manchester United, segir ekki koma til greina að fyrirliðinn Bruno Fernandes fari frá félaginu í sumar. Hann ræddi einnig um þá Antony og Marcus Rashford sem verið hafa að gera það gott sem lánsmenn í burtu frá United.

Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir
Arsenal er í leit að stjörnuframherja og The Athletic fjallar um það í nýrri grein að félagið sé afar áhugasamt um að klófesta sænska markahrókinn Viktor Gyökeres frá Sporting Lissabon.

Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit
Manchester City hefur komist í úrslit ensku bikarkeppninnar tvisvar sinnum í röð og stefnir hraðbyri þangað aftur. Liðið mætti Bournemouth í 8-liða úrslitum í dag og þrátt fyrir að skora aðeins tvö mörk voru yfirburðir City algjörir í 1-2 sigri.

Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga
Stefán Teitur Þórðarson og félagar hans í Preston, eina B-deildarliðinu sem enn var með í keppninni, máttu sín lítils gegn Aston Villa og töpuðu 3-0 á heimavelli í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í fótbolta.