Erlent Dóttir Thaksin verður yngsti forsætisráðherra Taílands Taílenska þingið hefur útnefnt Paetongtarn Shinawatra, dóttur milljarðamærings og fyrrverandi leiðtoga landsins, sem næsta forsætisráðherra. Paetongtarn, 37 ára, verður yngsti forsætisráðherrann í sögu landsins og önnur konan til að gegna embættinu. Erlent 16.8.2024 06:52 Apabóla greinist í Svíþjóð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi vegna útbreiðslu apabólu. Sjúkdómurinn hefur breiðst hratt út í Afriku og fyrsta tilfellið þar fyrir utan greindist í dag í Svíþjóð. Erlent 15.8.2024 20:05 Úkraínumenn hafa náð valdi yfir Súdsja Úkraínumenn hafa náð völdum yfir bænum Súdsja í Kúrskhéraði í Rússlandi. Þetta segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti í færslu á samfélagsmiðlum. Rússneski herinn mun senda aukinn herafla til svæðisins til að verjast árásum Úkraínumanna. Erlent 15.8.2024 15:18 Gæsluvarðhald yfir Paul Watson framlengt Gæsluvarðhald yfir umvherfisaðgerðarsinnanum Paul Watson hefur verið framlengt til fimmta september næstkomandi. Héraðsdómurinn í Sermersooq staðfesti þetta í dag. Erlent 15.8.2024 14:01 Tólf ára fangelsi fyrir að styrkja Úkraínu um þúsundkalla Rússneskur dómstóll hefur dæmt Kaseniu Karelinu, áhugaballerínu með bandarískan og rússneskan ríkisborgararétt, til tólf ára fangelsisvistar fyrir landráð. Glæpur hennar var að styrkja Úkraínu um jafnvirði um sjö þúsund krónur. Erlent 15.8.2024 11:24 Sagðir hafa lagt á ráðin um skemmdarverkin á Nord Stream í ölæði Hugmyndin um að vinna skemmdarverk á Nord Stream-gasleiðslunum er sögð hafa orðið til í ölæði hjá hópi úkraínskra herforingja og kaupsýslumanna. Herforingi hafi hunsað fyrirmæli Volodýmýrs Selenskíj forseta um að hætta við árásina. Erlent 15.8.2024 10:34 Óttast aukna útbreiðslu sýklalyfjaónæmra lekandabaktería Heilbrigðisyfirvöld í Englandi hafa áhyggjur af fjölgun tilvika sýklalyfjaónæmra lekandasýkinga. Nokkrir hafa þurft að leggjast inn þar sem hefðbundin sýklalyf virkuðu ekki gegn sýkingunni. Erlent 15.8.2024 08:46 Gena Rowlands er látin Hollywood-stjarnan Gena Rowlands er látin. Erlent 15.8.2024 07:17 Neyðarástandi lýst yfir vegna apabólu í hluta Afríku Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi í hluta Afríku vegna útbreiðslu apabólu, sem nú er kölluð M-bóla (e. Mpox). Erlent 15.8.2024 06:58 Rannsaka innbrot og mögulega vatnsmengun á herstöð í Þýskalandi Hermálayfirvöld í Þýskalandi hafa atvik til rannsóknar þar sem óprúttnir aðilar eru grunaðir um að hafa brotist inn á Köln-Wahn herstöðina og mengað neysluvatnið. Erlent 15.8.2024 06:49 Nýfæddir tvíburar létust í sprengjuárás á meðan faðirinn brá sér frá Nýfæddir tvíburar og móðir þeirra eru á meðal þeirra sem létust í sprengjuárás Ísraela á Gaza í vikunni. Viðræður um vopnahlé eiga að hefjast á ný á morgun. Erlent 14.8.2024 23:31 Úkraínumenn halda sókn sinni handan landamæranna áfram Ekkert lát er á sókn Úkraínumanna inn í rússnesk landamærahéruð. Þeir segjast hafa sótt lengra inn í Kúrsk og tekið á annað hundrað hermenn til fanga. Neyðarástandi var lýst yfir í nágrannahéraðinu Belgorod. Erlent 14.8.2024 15:37 Fjögurra daga gamlir tvíburar drepnir í árás Ísraela Fjögurra daga gamlir tvíburar voru drepnir í loftárás Ísraela á Gasa í Deir al Balah hverfinu þar sem fjölskyldan hafði leitað skjóls eftir að þau lögðu á flótta. Þegar sprengjurnar lentu á heimili þeirra var faðir þeirra, Mohamed Abuel-Qomasan, á skrifstofu héraðsyfirvalda til að skrá formlega fæðingu þeirra. Auk tvíburanna létust í árásinni móðir þeirra og amma, tengdamóðir Mohamed.. Erlent 14.8.2024 14:07 Segja sjónvarpsáskrift koma í veg fyrir lögsókn vegna dauðsfalls Afþreyingarrisinn Disney heldur því fram að ekkill konu sem lést eftir heimsókn í skemmtigarð fyrirtækisins geti ekki stefnt því vegna ókeypis tilraunaáskriftar að streymisveitunni Disney+ sem hann fékk sér. Lögmenn ekkilsins segja rök Disney fráleit. Erlent 14.8.2024 14:06 SÞ fordæma ógegnsæi í kosningunum í Venesúela Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela í síðasta mánuði hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýna kjörstjórn landsins harðlega fyrir að lýsa yfir úrslitum án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. Erlent 14.8.2024 10:29 Erlendir þrjótar reyna að brjótast inn til Harris og Trump Bandaríska alríkislögreglan FBI gerði framboði Kamölu Harris viðvart um að erlendir aðilar sem sækjast eftir að hafa áhrif á forsetakosningarnar beini spjótum sínum að henni. Framboð Donalds Trump segist fórnarlamb íranskra tölvuþrjóta. Erlent 14.8.2024 08:53 „Hélt ég væri að fara að drepast. Þú heyrir i sprengjunni koma“ Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og fjölmiðlamaður hefur verið búsettur í Úkraínu um árabil. Hann segir ljóst að hermenn úkraínska hersins séu ekki að fara frá Kúrsk-héraði í Rússlandi. Þeir séu með þúsund ferkílómetra undir sinni stjórn og á því svæði séu þeir að grafa sig niður, að mynda birgðalínu og ætli sér að halda áfram. Óskar ræddi áhrif og merkingu innrásarinnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Erlent 14.8.2024 08:22 Forsætisráðherra Japan sækist ekki eftir endurkjöri Forsætisráðherra Japans Fumio Kishida ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Frjálslynd demókrataflokksins en kosið verður í embættið á næsta landsfundi í september. Það er því ljóst að hann mun einnig hætta sem forsætisráðherra Japans en Kishida, sem er 67 ára gamall, hefur gegnt embættinu frá árinu 2021. Erlent 14.8.2024 08:12 Handtökuskipun gefin út vegna Nord Stream skemmdarverkanna Þjóðverjar hafa gefið út handtökuskipun innan evrópska efnahagssvæðisins á hendur úkraínskum köfunarkennara sem er sakaður um að hafa verið hluti af teymi sem sprengdi upp Nord Stream gasleiðsluna á sínum tíma. Erlent 14.8.2024 07:56 Hamas segjast ekki munu senda fulltrúa til viðræðna á morgun Hamas munu ekki senda fulltrúa til friðarviðræðna á morgun, þegar áætlað er að sendinefndir frá Ísrael, Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar munu koma saman. Erlent 14.8.2024 06:56 Hafa ekki í hyggju að halda Kúrsk Úkraínsk stjórnvöld segjast ekki ætla sér að halda landsvæðum í Rússlandi eftir óvænta innrás í síðustu viku. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir herinn hafa hrundið frekari sókn Úkraínumanna dýpra inn í landið. Erlent 13.8.2024 15:49 Tugir þúsunda létust af völdum hita í Evrópu Fleiri en 47.000 manns létust af völdum hita í Evrópu í fyrra samkvæmt niðurstöðum spænskrar rannsóknar. Aðlögunaraðgerðir vegna hækkandi hita síðustu tvo áratugina eru sagðar hafa forðað mun meiri mannskaða. Erlent 13.8.2024 13:17 Mannréttindastjóri gagnrýnir óhóflega beitingu valds í Venesúela Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag miklum áhyggjum af áframhaldandi geðþótta-fjöldahandtökum í Venesúela. Jafnframt telur hann beitingu valds óhóflega að loknum forsetakosningum í landinu. Erlent 13.8.2024 11:57 Gera sér ekki mat úr lekanum úr framboði Trump Bandarískir fjölmiðlar sem fengu upp í hendurnar trúnaðargögn sem var lekið úr framboði Donalds Trump hafa kosið að skrifa ekki fréttir upp úr þeim. Það er allt önnur nálgun en þegar tölvupóstum kosningastjóra Hillary Clinton var lekið árið 2016. Erlent 13.8.2024 08:53 Netanyahu og Gallant í hár saman undir hótunum frá Íran Skrifstofa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sendi frá sér yfirlýsingu í gær eftir að fregnir bárust af því að varnarmálaráðherrann Yoav Gallant hefði kallað yfirlýst markmið Netanyahu um að tortíma Hamas „vitleysu“. Erlent 13.8.2024 08:32 Maður ákærður fyrir stunguárás á ellefu ára stúlku í Lundúnum í gær Ioan Pintaru, 32 ára, hefur verið ákærður fyrir að hafa stungið ellefu ára gamla stúlku á Leicester-torgi í Lundúnum í gær. Þá er hann einnig ákærður fyrir að gera á sér eggvopn. Erlent 13.8.2024 07:43 Fyrsta dauðfallið staðfest í eldunum á Grikklandi Grikkir berjast enn við mikla skógarelda í grennd við höfuðborgina Aþenu og í gær varð fyrsta dauðsfallið af þeirra völdum. Erlent 13.8.2024 07:13 Fóru um víðan völl í samtali á X í gær Auðjöfurinn Elon Musk fór mjúkum höndum um Donald Trump í viðtali á X í gær, sem hófst um það bil 40 mínútum of seint vegna tæknilegra örðugleika. Trump fór mikinn gegn innflytjendum og kallaði Kamölu Harris ítrekað „róttækling“. Erlent 13.8.2024 07:02 Segjast hafa lagt undir sig um það bil þúsund ferkílómetra Hershöfðinginn Oleksandr Syrski greindi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta frá því í gær að hersveitir landsins hefðu lagt um það bil þúsund ferkílómetra undir sig í Kursk í Rússlandi. Erlent 13.8.2024 06:28 Pútín hótar hefndum fyrir innrásina í Kúrsk Úkraínumenn eiga von á „verðugum viðbrögðum“ frá Rússlandi vegna innrásar þeirra inn í Kúrsk-hérað, að sögn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Fleiri en hundrað þúsund manns hafa flúið heimili sín í þessari stærstu innrás í Rússland frá lokum seinna stríðs. Erlent 12.8.2024 14:36 « ‹ 26 27 28 29 30 31 32 33 34 … 334 ›
Dóttir Thaksin verður yngsti forsætisráðherra Taílands Taílenska þingið hefur útnefnt Paetongtarn Shinawatra, dóttur milljarðamærings og fyrrverandi leiðtoga landsins, sem næsta forsætisráðherra. Paetongtarn, 37 ára, verður yngsti forsætisráðherrann í sögu landsins og önnur konan til að gegna embættinu. Erlent 16.8.2024 06:52
Apabóla greinist í Svíþjóð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi vegna útbreiðslu apabólu. Sjúkdómurinn hefur breiðst hratt út í Afriku og fyrsta tilfellið þar fyrir utan greindist í dag í Svíþjóð. Erlent 15.8.2024 20:05
Úkraínumenn hafa náð valdi yfir Súdsja Úkraínumenn hafa náð völdum yfir bænum Súdsja í Kúrskhéraði í Rússlandi. Þetta segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti í færslu á samfélagsmiðlum. Rússneski herinn mun senda aukinn herafla til svæðisins til að verjast árásum Úkraínumanna. Erlent 15.8.2024 15:18
Gæsluvarðhald yfir Paul Watson framlengt Gæsluvarðhald yfir umvherfisaðgerðarsinnanum Paul Watson hefur verið framlengt til fimmta september næstkomandi. Héraðsdómurinn í Sermersooq staðfesti þetta í dag. Erlent 15.8.2024 14:01
Tólf ára fangelsi fyrir að styrkja Úkraínu um þúsundkalla Rússneskur dómstóll hefur dæmt Kaseniu Karelinu, áhugaballerínu með bandarískan og rússneskan ríkisborgararétt, til tólf ára fangelsisvistar fyrir landráð. Glæpur hennar var að styrkja Úkraínu um jafnvirði um sjö þúsund krónur. Erlent 15.8.2024 11:24
Sagðir hafa lagt á ráðin um skemmdarverkin á Nord Stream í ölæði Hugmyndin um að vinna skemmdarverk á Nord Stream-gasleiðslunum er sögð hafa orðið til í ölæði hjá hópi úkraínskra herforingja og kaupsýslumanna. Herforingi hafi hunsað fyrirmæli Volodýmýrs Selenskíj forseta um að hætta við árásina. Erlent 15.8.2024 10:34
Óttast aukna útbreiðslu sýklalyfjaónæmra lekandabaktería Heilbrigðisyfirvöld í Englandi hafa áhyggjur af fjölgun tilvika sýklalyfjaónæmra lekandasýkinga. Nokkrir hafa þurft að leggjast inn þar sem hefðbundin sýklalyf virkuðu ekki gegn sýkingunni. Erlent 15.8.2024 08:46
Neyðarástandi lýst yfir vegna apabólu í hluta Afríku Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi í hluta Afríku vegna útbreiðslu apabólu, sem nú er kölluð M-bóla (e. Mpox). Erlent 15.8.2024 06:58
Rannsaka innbrot og mögulega vatnsmengun á herstöð í Þýskalandi Hermálayfirvöld í Þýskalandi hafa atvik til rannsóknar þar sem óprúttnir aðilar eru grunaðir um að hafa brotist inn á Köln-Wahn herstöðina og mengað neysluvatnið. Erlent 15.8.2024 06:49
Nýfæddir tvíburar létust í sprengjuárás á meðan faðirinn brá sér frá Nýfæddir tvíburar og móðir þeirra eru á meðal þeirra sem létust í sprengjuárás Ísraela á Gaza í vikunni. Viðræður um vopnahlé eiga að hefjast á ný á morgun. Erlent 14.8.2024 23:31
Úkraínumenn halda sókn sinni handan landamæranna áfram Ekkert lát er á sókn Úkraínumanna inn í rússnesk landamærahéruð. Þeir segjast hafa sótt lengra inn í Kúrsk og tekið á annað hundrað hermenn til fanga. Neyðarástandi var lýst yfir í nágrannahéraðinu Belgorod. Erlent 14.8.2024 15:37
Fjögurra daga gamlir tvíburar drepnir í árás Ísraela Fjögurra daga gamlir tvíburar voru drepnir í loftárás Ísraela á Gasa í Deir al Balah hverfinu þar sem fjölskyldan hafði leitað skjóls eftir að þau lögðu á flótta. Þegar sprengjurnar lentu á heimili þeirra var faðir þeirra, Mohamed Abuel-Qomasan, á skrifstofu héraðsyfirvalda til að skrá formlega fæðingu þeirra. Auk tvíburanna létust í árásinni móðir þeirra og amma, tengdamóðir Mohamed.. Erlent 14.8.2024 14:07
Segja sjónvarpsáskrift koma í veg fyrir lögsókn vegna dauðsfalls Afþreyingarrisinn Disney heldur því fram að ekkill konu sem lést eftir heimsókn í skemmtigarð fyrirtækisins geti ekki stefnt því vegna ókeypis tilraunaáskriftar að streymisveitunni Disney+ sem hann fékk sér. Lögmenn ekkilsins segja rök Disney fráleit. Erlent 14.8.2024 14:06
SÞ fordæma ógegnsæi í kosningunum í Venesúela Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela í síðasta mánuði hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýna kjörstjórn landsins harðlega fyrir að lýsa yfir úrslitum án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. Erlent 14.8.2024 10:29
Erlendir þrjótar reyna að brjótast inn til Harris og Trump Bandaríska alríkislögreglan FBI gerði framboði Kamölu Harris viðvart um að erlendir aðilar sem sækjast eftir að hafa áhrif á forsetakosningarnar beini spjótum sínum að henni. Framboð Donalds Trump segist fórnarlamb íranskra tölvuþrjóta. Erlent 14.8.2024 08:53
„Hélt ég væri að fara að drepast. Þú heyrir i sprengjunni koma“ Óskar Hallgrímsson ljósmyndari og fjölmiðlamaður hefur verið búsettur í Úkraínu um árabil. Hann segir ljóst að hermenn úkraínska hersins séu ekki að fara frá Kúrsk-héraði í Rússlandi. Þeir séu með þúsund ferkílómetra undir sinni stjórn og á því svæði séu þeir að grafa sig niður, að mynda birgðalínu og ætli sér að halda áfram. Óskar ræddi áhrif og merkingu innrásarinnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Erlent 14.8.2024 08:22
Forsætisráðherra Japan sækist ekki eftir endurkjöri Forsætisráðherra Japans Fumio Kishida ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Frjálslynd demókrataflokksins en kosið verður í embættið á næsta landsfundi í september. Það er því ljóst að hann mun einnig hætta sem forsætisráðherra Japans en Kishida, sem er 67 ára gamall, hefur gegnt embættinu frá árinu 2021. Erlent 14.8.2024 08:12
Handtökuskipun gefin út vegna Nord Stream skemmdarverkanna Þjóðverjar hafa gefið út handtökuskipun innan evrópska efnahagssvæðisins á hendur úkraínskum köfunarkennara sem er sakaður um að hafa verið hluti af teymi sem sprengdi upp Nord Stream gasleiðsluna á sínum tíma. Erlent 14.8.2024 07:56
Hamas segjast ekki munu senda fulltrúa til viðræðna á morgun Hamas munu ekki senda fulltrúa til friðarviðræðna á morgun, þegar áætlað er að sendinefndir frá Ísrael, Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar munu koma saman. Erlent 14.8.2024 06:56
Hafa ekki í hyggju að halda Kúrsk Úkraínsk stjórnvöld segjast ekki ætla sér að halda landsvæðum í Rússlandi eftir óvænta innrás í síðustu viku. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir herinn hafa hrundið frekari sókn Úkraínumanna dýpra inn í landið. Erlent 13.8.2024 15:49
Tugir þúsunda létust af völdum hita í Evrópu Fleiri en 47.000 manns létust af völdum hita í Evrópu í fyrra samkvæmt niðurstöðum spænskrar rannsóknar. Aðlögunaraðgerðir vegna hækkandi hita síðustu tvo áratugina eru sagðar hafa forðað mun meiri mannskaða. Erlent 13.8.2024 13:17
Mannréttindastjóri gagnrýnir óhóflega beitingu valds í Venesúela Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag miklum áhyggjum af áframhaldandi geðþótta-fjöldahandtökum í Venesúela. Jafnframt telur hann beitingu valds óhóflega að loknum forsetakosningum í landinu. Erlent 13.8.2024 11:57
Gera sér ekki mat úr lekanum úr framboði Trump Bandarískir fjölmiðlar sem fengu upp í hendurnar trúnaðargögn sem var lekið úr framboði Donalds Trump hafa kosið að skrifa ekki fréttir upp úr þeim. Það er allt önnur nálgun en þegar tölvupóstum kosningastjóra Hillary Clinton var lekið árið 2016. Erlent 13.8.2024 08:53
Netanyahu og Gallant í hár saman undir hótunum frá Íran Skrifstofa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sendi frá sér yfirlýsingu í gær eftir að fregnir bárust af því að varnarmálaráðherrann Yoav Gallant hefði kallað yfirlýst markmið Netanyahu um að tortíma Hamas „vitleysu“. Erlent 13.8.2024 08:32
Maður ákærður fyrir stunguárás á ellefu ára stúlku í Lundúnum í gær Ioan Pintaru, 32 ára, hefur verið ákærður fyrir að hafa stungið ellefu ára gamla stúlku á Leicester-torgi í Lundúnum í gær. Þá er hann einnig ákærður fyrir að gera á sér eggvopn. Erlent 13.8.2024 07:43
Fyrsta dauðfallið staðfest í eldunum á Grikklandi Grikkir berjast enn við mikla skógarelda í grennd við höfuðborgina Aþenu og í gær varð fyrsta dauðsfallið af þeirra völdum. Erlent 13.8.2024 07:13
Fóru um víðan völl í samtali á X í gær Auðjöfurinn Elon Musk fór mjúkum höndum um Donald Trump í viðtali á X í gær, sem hófst um það bil 40 mínútum of seint vegna tæknilegra örðugleika. Trump fór mikinn gegn innflytjendum og kallaði Kamölu Harris ítrekað „róttækling“. Erlent 13.8.2024 07:02
Segjast hafa lagt undir sig um það bil þúsund ferkílómetra Hershöfðinginn Oleksandr Syrski greindi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta frá því í gær að hersveitir landsins hefðu lagt um það bil þúsund ferkílómetra undir sig í Kursk í Rússlandi. Erlent 13.8.2024 06:28
Pútín hótar hefndum fyrir innrásina í Kúrsk Úkraínumenn eiga von á „verðugum viðbrögðum“ frá Rússlandi vegna innrásar þeirra inn í Kúrsk-hérað, að sögn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Fleiri en hundrað þúsund manns hafa flúið heimili sín í þessari stærstu innrás í Rússland frá lokum seinna stríðs. Erlent 12.8.2024 14:36