Erlent

Biden ber ekki vitni í eigin saka­­máli

Verjandi Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, segir að hann beri ekki vitni við réttarhöldin yfir honum vegna skotvopnalagabrots. Nánustu aðstandendur hans hafa borið vitni um glímu hans við fíkn við réttarhöldin.

Erlent

Ekkja leið­toga ISIS leysir frá skjóðunni

Umm Hudaifa, ekkja Abu Bakr al-Baghdadi fyrrverandi stjórnanda hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins, hefur tjáð sig um hjónaband þeirra, eiginmanninn og gjörðir þeirra í viðtali við BBC. Hudaifa situr nú í fangelsi í Írak á meðan stjórnvöld þar í landi rannsaka meinta glæpi hennar.

Erlent

Lést af náttúru­legum or­sökum

Breski sjónvarpslæknirinn, Michael Mosley, sem fannst látinn í gær á grísku eyjunni Symi lést af náttúrulegum orsökum samkvæmt fyrstu krufningu sem var framkvæmd á líki hans í dag. 

Erlent

Macron veðjar á að Frakkar séu í á­falli

Stjórnmálafræðingur segir forseta Frakklands greinilega veðja á að Frakkar séu í áfalli eftir uppgang hægri þjóðernissinna í nýafstöðnum evrópuþingskosningum, með því að boða strax til þingkosninga í Frakklandi. Þrátt fyrir gott gengi hægri flokka heldur bandalag miðjuflokka í kosningum til Evrópuþingsins.

Erlent

Full­yrða að gíslar hafi fundist í haldi blaða­manns

Ísraelsher heldur því fram að þrír gíslar sem voru frelsaðir úr haldi í hernaðaraðgerð á Gasa um helgina hafi verið í haldi blaðamanns sem starfaði fyrir katörsku sjónvarpsstöðina al-Jazeera. Fjölmiðillinn segir ásakanirnar stoðlausar.

Erlent

Mánaðarverkfalli í Fær­eyjum lýkur

Verkfall sem staðið hefur yfir síðastliðnar fjórar vikur í Færeyjum lauk í gærkvöldi. Til þess að binda enda á verkfallið skrifuðu félag atvinnurekenda þar í landi og fimm stórra verkalýðsfélaga undir kjarasamning.

Erlent

For­sætis­ráð­herrann segir af sér

Alexander De Croo, forsætisráðherra Belgíu, tilkynnti tárvotur í kvöld að hann myndi segja af sér frá og með morgundeginum. Hann segir kvöldið hafa verið „einstaklega erfitt.“

Erlent

Benny Gantz hættur í þjóð­stjórn Netanjahús

Benny Gantz, ráðherra í stríðsráði Ísrael og fyrrverandi varnarmálaráðherra, hefur tilkynnt afsögn sína úr þjóðstjórn Benjamíns Netanjahús. Hann er leiðtogi Þjóðareiningarbandalagsins og pólitískur andstæðingur Netanjahús.

Erlent

„Allt sem gerist í Brussel snertir okkur“

Einni stærstu lýðræðislegu aðgerð heims lýkur í dag þar sem kosið er til Evrópuþings í 21 af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Um 370 milljónir manna eru á kjörskrá og keppt er um 720 sæti. Kjósendur í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Póllandi svo nokkur dæmi séu nefnd kjósa í dag, á síðasta degi kosninga sem hófust í Hollandi á fimmtudaginn.

Erlent

Talið að lík Mosley sé fundið

Lík af manni hefur fundist í helli við grísku eyjuna Symi. Talið er að þar sé um að ræða breska sjónvarpsmanninn Michael Mosley sem hefur verið saknað síðan á miðvikudag.

Erlent

Drápu 93 við að bjarga gíslunum fjórum

Ísraelski herinn frelsaði í dag fjóra gísla úr haldi Hamas í Nuseirat-borg á miðlægu Gasasvæðinu. Samhliða fótgönguliðsáhlaupinu voru gerðar umfangsmiklar loftárásir sem leiddu til dauða 93 Palestínumanna að sögn yfirvalda á svæðinu.

Erlent

Á­rásar­maðurinn segist ekkert hafa á móti Mette

Maðurinn sem sló Mette Frederiksen í Kaupmannahöfn í gærkvöldi segist ekkert hafa á móti henni og segir að hún sé „mjög góður forsætisráðherra.“ Það hafi jafnramt komið honum „skemmtilega á óvart“ að sjá hana á götunni.

Erlent

Fær­eyskir at­vinnu­rek­endur segjast hafðir að spotti

Atvinnurekendur í Færeyjum segjast hafðir að háði og spotti af verkalýðsfélögum þar í landi. Freistað var að binda enda á margra vikna verkfall á fundi með sáttasemjara í gær en án árangurs. Verkalýðsfélögin segjast tilbúin að auka þrýstingin en ástandið versnar með hverjum deginum sem líður.

Erlent

Fjórir gíslar frelsaðir á Gasa

Fjórum gíslum hefur verið bjargað lifandi á Gasasvæðinu. Um ræðir þrjá karlmenn og eina konu sem voru tekin í gíslingu á tónlistarhátíðinni Nova þegar Hamasliðar réðust inn í Ísrael sjöunda október á síðasta ári.

Erlent

Vendingar í leit að sjónvarpslækni

Upptaka öryggismyndavélar virðast sýna hinn 67 ára Michael Mosley, frægan sjónvarpslækni, spóka sig í bænum Pedi á grísku eyjunni Symi en hans hefur verið leitað frá því á miðvikudaginn.

Erlent

Frederik­sen slegin í mið­borg Kaup­manna­hafnar

Karlmaður sló Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í miðborg Kaupmannahafnar í dag. Lögregla handtók manninn en ekki er ljóst hvað honum gekk til. Pólitískir bandamenn og keppinautar Frederiksen fordæma árásina.

Erlent

Írar kjósa til Evrópu­þings

Næststærstu lýðræðislegu kosningar heims á eftir þeim indversku fara nú fram í öllum 27 aðildarríkjum Evrópusambandsnins. Kosið er um fleiri en sjöhundruð sæti í Evrópuþinginu fram á sunnudag. Írar ganga til kosninga til Evrópuþingsins í dag. Kjörstaðir opnuðu klukkan sjö í morgun og loka þeir klukkan tíu. Írar senda fjórtán fulltrúa á þingið en alls sitja þar 720 fulltrúar frá öllum aðildarríkjum sambandsins.

Erlent