Sport

Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag

„Það eru allir meiddir,“ segir Denis Spoljaric, aðstoðarmaður Dags Sigurðssonar hjá króatíska landsliðinu. Menn ætla þó að harka af sér í kvöld, gegn Frökkum í undanúrslitum á HM, og stórstjarnan sem Dagur var vændur um að hafa rifist við hefur nú bæst í hópinn.

Handbolti

Datt af hest­baki og er á bata­vegi: „Er rétt að skríða saman“

Óvíst er hversu mikið þjálfari karlaliðs Grindavíkur í körfubolta, Jóhann Þór Ólafsson, getur látið til sín taka á hliðarlínunni í leik liðsins gegn Stjörnunni í Bónus deildinni í kvöld. Jóhann Þór datt af hestbaki í aðdraganda síðasta leiks Grindavíkur og er enn að jafna sig eftir að hafa fengið heilahristing. 

Körfubolti

Ýmis­legt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“

Grind­víkingar hafa blásið í her­lúðra í Bónus deildinni í körfu­bolta og nýverið kynnt komu þriggja nýrra leik­manna. Einn þeirra er fyrr­verandi NBA leik­maður. Þjálfari liðsins, Jóhann Þór Ólafs­son, segir pirring hafa gert vart um sig í leik­manna­hópnum varðandi ákveðna hluti. Hann bindur vonir við að þessar breytingar lagi það. Að menn fari að sjá ljósið og brosa aftur.

Körfubolti

Súrustu töpin í sögu strákanna okkar

Af nokkrum súrum og svekkjandi töpum strákanna okkar á stórmótum er eitt tap sem stendur upp úr. Vísir skoðaði þessi grátlegustu töp íslenska karlalandsliðsins í sögu HM, EM og ÓL.

Handbolti

Fórnaði sér fyrir strákaliðið

Glímustelpan Ryleigh Sturgill hefur fengið mikið hrós eftir að hún hjálpaði strákaliði skóla síns að vinna sigur í mikilvægri glímukeppni við nágrannaskóla.

Sport

Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi

Lewis Hamilton, einn þekktasti og sigursælasti ökumaður Formúlu 1 frá upphafi, gekk í raðir Ferrari fyrir komandi tímabil í F1. Hann vonar að fall sé fararheill eftir að klessa á þegar hann keyrði Ferrari-bíl sinn í fyrsta skipti.

Formúla 1

City mun mæta Real eða Bayern í umspilinu

Manchester City tókst að tryggja sér umspilssæti í Meistaradeildinni með sigri gegn Club Brugge í kvöld. Liðsins bíður þó annað erfitt verkefni því í umspilinu mun það mæta annað hvort Real Madrid eða Bayern Munchen.

Fótbolti

Liver­pool tapaði í Hollandi hélt þó toppsætinu

Arne Slot mætti með mikið breytt lið þegar Liverpool sótti PSV heim í lokaumferð deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liverpool hafði þegar tryggt sér farseðilinn í 16-liða úrslit enda unnið fyrstu sjö leiki sína í keppninni. Liðið mátti hins vegar þola 3-2 tap í kvöld.

Fótbolti

Anton tekur við kvenna­liði Vals

Anton Rúnarsson mun taka við þjálfun Íslandsmeistara Vals í Olís-deild kvenna að yfirstandandi tímabili loknu. Hann tekur við liðinu er núverandi þjálfari Ágúst Jóhannsson mun taka við karlaliði félagsins.

Handbolti

Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en of­beldi“

Körfuknattleiksþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson mætti í ansi áhugavert viðtal eftir að lið hans Aþena tapaði áttunda leik sínum í röð í Bónus-deild kvenna í körfubolta. Gekk Brynjar Karl svo langt að kalla leikmenn sína „fokking aumingja“ í viðtalinu og mörgum virðist misboðið ef marka má færslu Bjarneyjar Lárudóttir Bjarnadóttur á Facebook.

Körfubolti

Danir flugu inn í undanúr­slitin

Danmörk, ríkjandi heimsmeistari karla í handbolta, lenti ekki í teljandi vandræðum gegn Brasilíu þegar þjóðirnar mættust í 8-liða úrslitum. Danir hafa unnið hvern stórsigurinn til þessa á mótinu og það sama var upp á teningnum í kvöld.

Handbolti