Sport

Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM

Fimm Íslendingar kepptu í sprettgöngu á HM í skíðagöngu í Noregi í dag. Einn þeirra, Fróði Hymer, lenti í vægast sagt leiðinlegu atviki því annar keppandi stal skíðunum hans.

Sport

„Litla höggið í sjálfs­traustið“

„Það er mikil tilhlökkun í hópnum og spenna fyrir þessum leik. Það er svolítið síðan við vorum þarna síðast svo það er auka spenna í loftinu,“ segir Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, sem mætir Val í undanúrslitum Powerade-bikars kvenna að Ásvöllum klukkan 18:00 í kvöld.

Handbolti

„Ég elska að vera á Ís­landi“

Craig Pedersen er eins og margir aðrir enn í skýjunum eftir að hann stýrði Íslandi inn á lokakeppni EM í körfubolta í þriðja sinn, með sigrinum gegn Tyrklandi á sunnudaginn. Tap hefði getað þýtt kveðjustund og því voru tár á hvarmi enda þykir honum afar annt um Ísland og segir fjölskyldu sína njóta hverrar heimsóknar til landsins.

Körfubolti

„Okkur langar virki­lega að vinna titla hérna“

Fram vann þriggja marka sigur gegn Aftureldingu 36-33 eftir framlengingu. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var afar ánægður með sigurinn og var spenntur að mæta Stjörnunni í úrslitum Powerade-bikarsins á laugardaginn.

Sport

Elísa­bet byrjar á tveimur töpum

Belgíska kvennalandsliðið í fótbolta, sem Elísabet Gunnarsdóttir stýrir, tapaði 0-1 fyrir Portúgal í riðli 3 í A-deild Þjóðadeildar Evrópu í kvöld. Í hinum leik riðilsins sigruðu Evrópumeistarar Englands heimsmeistara Spánar, 1-0.

Fótbolti