
Viðskipti erlent

Hætta sölu á Pepsí vegna „óásættanlegra verðhækkana“
Franska matvöruverslanakeðjan Carrefour hefur tilkynnt að hún muni hætta að selja Pepsí og aðrar vörur úr smiðju PepsiCo. Ástæðan er sögð sú að vörurnar séu orðnar of dýrar eftir nýjustu verðhækkanirnar.

Fyrsta konan til að vera metin á 100 milljarða dala
Françoise Bettencourt Meyers, erfingi L'Oréal veldisins, er fyrsta konan til að vera metin á yfir 100 milljarða Bandaríkjadala. Bettencourt Meyers, sem er 70 ára, er í 12. sæti á Bloomberg Billionaires Index.

Kanni möguleika á lausri skrúfu í 737 Max vélum
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hvetur flugfélög til þess að skoða nýrri 737 MAX farþegaþotur vegna möguleikans á því að þar sé lausa skrúfu að finna í hliðarstýri vélarinnar.

Úr rafhlaupahjólum og snjallryksugum í sinn fyrsta rafbíl
Kínverski tæknivöruframleiðandinn Xiaomi svipti í dag hulunni af fyrsta bílnum sem fyrirtækið hyggst framleiða. Bíllinn verður rafbíll og ætlar kínverska fyrirtækið sér að verða eitt af fimm stærstu bílframleiðendum veraldar.

Skapari Glock-byssunnar er látinn
Austurríski verkfræðingurinn Gaston Glock, sem þekktastur er fyrir að hafa fundið upp Glock-skammbyssuna, er látinn. Hann varð 94 ára gamall.

Setja takmarkanir á kínversk leikjafyrirtæki
Yfirvöld í Kína tilkynntu í dag nýjar reglur sem eiga að draga úr eyðslu bæði tíma og peninga í tölvuleiki. Kína er stærsti leikjamarkaður heims og virði leikjafyrirtækja þar hríðféll eftir yfirlýsinguna.

Ræddu samruna Warner og Paramount
David Zaslav og Bob Bakish, æðstu yfirmenn Warner Bros. Discovery og Paramount funduðu í þessari viku um mögulegan samruna fyrirtækjanna tveggja. Forsvarsmenn Paramount vilja selja og forsvarsmenn Warner Bros leita að nýjum samruna.

Threads aðgengilegt á Íslandi
Forsvarsmenn Meta, áður Facebook, hafa gert samskiptaforritið Threads aðgengilegt víða í Evrópu og þar á meðal á Íslandi. Enn sem komið er virðist forritið aðeins aðgengilegt í tölvum og í símum Apple.

Tesla kallar inn tvær milljónir bíla vegna galla í sjálfstýringu
Rafbílaframleiðandinn Tesla hefur innkallað tvær milljónir bíla eftir að eftirlitsaðilar framleiðandans í Bandaríkjunum uppgötvuðu galla í sjálfstýringarkerfi bílanna.

Hefur „efnahagslega raflostmeðferð“ á því að helminga virði pesósins
Ný ríkisstjórn Argentínu hefur tilkynnt að hún muni ríflega helminga virði argentíska pesósins gagnvart Bandaríkjadal. Þetta er fyrsta skrefið í „efnhagslegri raflostmeðferð“ sem Javier Milei, nýr forseti landsins, hefur boðað.

Hvað gúgglaði fólk árið 2023?
Leitarvélin Google hefur gefið út lista yfir þá hluti sem heimsbyggðin leitaði oftast að árið 2023.

Epic Games vinna mikinn sigur á Google
Google hefur misnotað aðstöðu sína til að kreista fé úr framleiðendum og takmarka samkeppni á sviði forrita fyrir snjalltæki sem nota Android-stýrikerfi Google. Þessari niðurstöðu komust kviðdómendur í máli Epic Games gegn Google að í San Francisco í gær en niðurstaðan gæti haft mikil á áhrif á stýrikerfið, sem notað er út um allan heim.

Segja auglýsingaherferð Zöru hæðast að ástandinu á Gasa
Spænska fataverslunin Zara er nú harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlun vegna nýrrar auglýsingaherferð sinnar. Herferðin er sögð vera gerð til að líkja eftir ástandinu á Gasasvæðinu fyrir botni Miðjarðarhafs.

Vilja hækka olíuverð
Ráðamenn í Rússlandi og Sádi-Arabíu hafa biðlað til annarra olíuframleiðenda í OPEC+ að draga úr framleiðslu. Olíuverð hefur lækkað töluvert að á undanförnum mánuðum en í gær hafði verðið ekki verið lægra í hálft ár. Rússar og Sádar vilja stöðva þá þróun og hækka verð á nýjan leik.

McDonald's kynnir systurkeðju
Fyrsti veitingastaður keðjunnar CosMc's kemur til með að opna í þessum mánuði í Chicago í Bandaríkjunum. Skyndibitarisinn McDonald's er á bak við þessa nýju keðju sem stefnir á að veita Starbucks samkeppni á drykkjarvörumarkaðinum.

Danir taka ekki við Teslum á leið til Svíþjóðar
Danskir hafnarverkamenn hafa ákveðið að styðja verkalýðsfélög í Svíþjóð í deilu þeirra gegn rafbílaframleiðandanum Tesla og munu ekki taka við Teslum sem til stendur að flytja inn til Svíþjóðar.

Þriðja hópuppsögnin á árinu hjá Spotify
Forsvarsmenn sænsku tónlistarveitunnar Spotify ætla að fækka starfsfólki sínu um sautján prósent. Daniel Ek, forstjóri fyrirtækisins, tilkynnti starfsfólki þetta í morgun. Það gera um 1500 starfsmanna.

Danir vilja frekar versla „túrbó kjúkling“
Danskir neytendur versla frekar svokallaðan „túrbó kjúkling“ sem ræktaður hefur verið til þess að vaxa hratt, frekar en venjulegan kjúkling sem hefur það betra. Ástæðan er hækkandi verðlag sökum verðbólgu og stríðsins í Úkraínu.

Danir segja skilið við þúsund króna seðilinn
Seðlabanki Danmerkur hefur tilkynnt að hann muni frá og með 31. maí 2025 hætta að gefa út þúsund króna seðil. Seðillinn hefur verið í umferð í sinni núverandi mynd í 47 ár eða síðan árið 1975.

Sagði forstjóra Disney að fara í rassgat
Elon Musk, einn auðugasti maður heims og eigandi Tesla, SpaceX og X (áður Twitter), svo einhver fyrirtæki séu nefnd, sagði forstjóra Disney og forsvarsmönnum annarra fyrirtækja sem hafa hætt að auglýsa á X að „fara í rassgat“. Þetta sagði auðjöfurinn í viðtali sem streymt var í beinni útsendingu en hann sagði einnig að X færi líklega á hausinn án auglýsinga.

Flugu yfir Atlantshafið á fitu og sykri
Flugmenn Virgin Atlantic flugu í gær farþegaþotu yfir Atlantshafið á eingöngu fitu og sykri, ekki hefðbundnu eldsneyti. Er það í fyrsta sinn sem slíkt er gert en flugvélin losar um sjötíu prósent minna af gróðurhúsalofttegundum en hefðbundnar farþegaþotur.

Rússar herða sultarólina
Verðlag hefur hækkað hratt í Rússlandi á árinu en Seðlabanki landsins hefur hækkað vexti fjórum sinnum til að reyna að sporna gegn henni. Þegar árið byrjaði voru að stýrivextir 7,5 prósent en nú eru þeir fimmtán.

Óttuðust að ný gervigreind gæti ógnað mannkyninu
Starfsmenn bandaríska tæknifyrirtækisins OpenAI sem sérhæft hefur sig í gervigreind, eru sagðir hafa viðrað áhyggjur sínar af nýrri gervigreind sem fyrirtækið var að vinna að áður en Sam Altman, forstjóri þess var látinn fjúka.

Altman snýr aftur til OpenAI
Sam Altman, einn stofnenda OpenAI, mun snúa aftur í forstjórastólinn aðeins dögum eftir að stjórn fyrirtækisins lét hann fjúka. Ákvörðunin um að láta Altman fara var harðlega mótmælt og niðurstaðan sú að stjórnarmeðlimum verður skipt út fyrir nýja.

Segja nýja sænska rafhlöðu byltingarkennda
Forsvarsmenn eina framleiðanda rafhlaðna í Evrópu, sænska fyrirtækisins Northvolt, segjast hafa fundið upp nýja tegund rafhlöðu sem í framtíðinni geti meðal annars nýst í framleiðslu á rafbílum.

Musk í mál vegna skýrslu um auglýsingar og nasistafærslur
Forsvarsmenn X (áður Twitter) hafa höfðað mál gegn samtökunum Media Matters, eftir að samtökin birtu skýrslu um að auglýsingar stórfyrirtækja á samfélagsmiðlinum birtust reglulega við færslur sem innihalda hatursorðræðu, lofyrði um nasisma og gyðingahatur.

Hraðar og óvæntar vendingar hjá stærsta gervigreindarfyrirtækinu
Microsoft hefur ráðið tvo stofnendur fyrirtækisins OpenAI til að leiða nýtt rannsóknarteymi á sviði gervigreindar, nokkrum dögum eftir að stjórn OpenAI rak annan þeirra og hinn sagði upp í mótmælaskyni. OpenAI er fyrirtækið á bakvið Chat GPT gervigreindina vinsælu.

Skera niður hjá úreltri Alexu
Forsvarsmenn Amazon hafa ákveðið að segja upp starfsmönnum sem komið hafa að þróun talgervilsins Alexa. Meiri áherslu á að leggja á þróun gervigreindar eins og ChatGPT.

Auglýsendur áhyggjufullir vegna ummæla Musks og gyðingahaturs
Forsvarsmenn IBM, sem er einn af stærri auglýsendum á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter), hættu öllum auglýsingum þar. Það var eftir að auðjöfurinn Elon Musk, sem keypti Twitter í fyrra, lýsti á miðvikudaginn yfir stuðningi við færslu um að gyðingar ýttu undir hatur á hvítu fólki. Þar var einnig gefið í skyn að gyðingar væru að ýta undir flutninga flótta- og farandfólks.

Íhuga að banna útflutning á Ozempic
Þýska lyfjaeftirlitið íhugar að banna útflutning á þyngdarstjórnunar-og sykursýkislyfinu Ozempic til þess að koma í veg fyrir að birgðir af lyfinu klárist í landinu.