Elsta vörumerki Bretlands fær nýtt útlit Bjarki Sigurðsson skrifar 28. febrúar 2024 10:23 Til vinstri má sjá gamla merkið og til hægri það nýja. Lyle's Golden Syrup Lyle's Golden Syrup hefur tekið til notkunar nýjar umbúðir á vörum sínum. Í stað rotnandi ljónshræs kemur teiknuð mynd af ljóni. Breytingin á þó einungis við sírópið sem fæst í flöskum en sírópsdósirnar vinsælu verða enn með sama útlit. Breska ríkisútvarpið fjallar um breytinguna en um er að ræða elsta umbúðaútlit Bretlands og er í heimsmetabók Guinness sem elsta kennimerki heims. Umbúðirnar hafa verið óbreyttar í 140 ár. Stofnandi Lyle's Golden Syrup, Abram Lyle, var trúaður maður og sækir merkið innblástur í sögu í Gamla testamentinu. Í sögunni drepur Samson ljón með berum höndum en uppgötvar svo að býflugur sveimi yfir hræinu. Þar með ákvað hann að merkið yrði ljónshræ þar sem býflugur eru á sveimi yfir því. Svona líta dósirnar út en þær munu halda sínu útliti.Lyle's Golden Syrup Nýja merkið er teiknað ljónshöfuð en býflugunum er fækkað og má aðeins sjá eina slíka þar. Litapalletan er sú sama, grænn og gulllitaður eru í aðalhlutverkum. Hér má sjá nýja merkið, býflugan er lítil og er á sveimi rétt vinstra megin yfir höfði ljónsins.Lyle's Golden Syrup Í grein BBC kemur fram að ekki séu allir á par sáttir með nýja útlitið. Margir telja að þarna sé verið að skemma einstakt útlit vörunnar. Vegna gagnrýninnar þurfti fyrirtækið að gefa út yfirlýsingu þar sem kom fram að sírópsdósirnar, sem er þekktasta vara Lyle's Golden Syrup, muni halda upphaflega útlitinu. Auglýsinga- og markaðsmál Matur Bretland Tíska og hönnun Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Breska ríkisútvarpið fjallar um breytinguna en um er að ræða elsta umbúðaútlit Bretlands og er í heimsmetabók Guinness sem elsta kennimerki heims. Umbúðirnar hafa verið óbreyttar í 140 ár. Stofnandi Lyle's Golden Syrup, Abram Lyle, var trúaður maður og sækir merkið innblástur í sögu í Gamla testamentinu. Í sögunni drepur Samson ljón með berum höndum en uppgötvar svo að býflugur sveimi yfir hræinu. Þar með ákvað hann að merkið yrði ljónshræ þar sem býflugur eru á sveimi yfir því. Svona líta dósirnar út en þær munu halda sínu útliti.Lyle's Golden Syrup Nýja merkið er teiknað ljónshöfuð en býflugunum er fækkað og má aðeins sjá eina slíka þar. Litapalletan er sú sama, grænn og gulllitaður eru í aðalhlutverkum. Hér má sjá nýja merkið, býflugan er lítil og er á sveimi rétt vinstra megin yfir höfði ljónsins.Lyle's Golden Syrup Í grein BBC kemur fram að ekki séu allir á par sáttir með nýja útlitið. Margir telja að þarna sé verið að skemma einstakt útlit vörunnar. Vegna gagnrýninnar þurfti fyrirtækið að gefa út yfirlýsingu þar sem kom fram að sírópsdósirnar, sem er þekktasta vara Lyle's Golden Syrup, muni halda upphaflega útlitinu.
Auglýsinga- og markaðsmál Matur Bretland Tíska og hönnun Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira