Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Sigurjón Jóhannsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála hjá Nóa Síríus hf. og þá hefur Birna María Másdóttir verið ráðin markaðsstjóri fyrirtækisins. Viðskipti innlent 12.3.2025 10:40
Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir um 0,25 prósentur við næstu ákvörðun peningastefnunefndar 19. mars. Telur hún að vaxtalækkunarferli Seðlabankans muni skila stýrivöxtum í 6,5 prósent í árslok 2025. Viðskipti innlent 12.3.2025 10:36
Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Lífeyrissjóður Verzlunarmannar seldi í gær allan hlut sinn í Sýn, 5,67 prósent. Ekki liggur fyrir hver kaupandinn var, en rúmlega níu prósent í félaginu voru keypt í gær. Viðskipti innlent 12.3.2025 10:02
Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent 12.3.2025 07:29
Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Tilkynnt var um viðskipti með 22,5 milljón hluti í Sýn á genginu 22,4 krónur við opnun Kauphallar í morgun. Viðskiptin eru upp á rúmar 500 milljónir króna sem svarar til um níu prósenta hlutar í félaginu. Viðskipti innlent 11.3.2025 11:32
Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Gangi ný mannfjöldaspá eftir eru líkur á að hlutfallslega fleiri landsmenn verði á vinnufærum aldri en í samanburðarlöndum. Því eru áskoranir sem tengjast öldrun þjóðarinnar taldar verða viðráðanlegri hér en víða annars staðar. Viðskipti innlent 11.3.2025 09:18
„Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Fjármálaráðherra segir að það muni taka þjóðarbúið áratugi að greiða upp þá ríflega sex hundruð og fimmtíu milljarða króna sem Íbúðalánasjóður skildi eftir. Hann vonar þó að tillögur starfshóps um uppgjör verði samþykktar af kröfuhöfum og á Alþingi. Viðskipti innlent 10.3.2025 19:08
Sjálfkjörið í stjórn Símans Engar breytingar verða á stjórn Símans á aðalfundi félagsins á fimmtudaginn. Sjálfkjörið er í stjórnina. Viðskipti innlent 10.3.2025 16:17
Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Hundruðum flugferða hefur verið aflýst vegna óvæntra verkfalla flugvallarstarfsmanna á flugvöllum í Þýskalandi. Verkfallsaðgerðin hófst óvænt á sunndag á flugvellinum í Hamborg vegna launadeilna sem staðið hafa yfir en nær nú til flugvalla víða um Þýskaland og hefur áhrif á alla flugumferð. Viðskipti erlent 10.3.2025 15:49
Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, verður sjálfkjörin í stjórn Sýnar á aðalfundi félagsins komandi föstudag. Fimm framboð bárust um fimm laus stjórnarsæti. Viðskipti innlent 10.3.2025 15:04
Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðræðunefnd fjármála- og efnahagsráðherra og ráðgjafar lífeyrissjóða hafa saman mótað tillögur um uppgjör HFF-bréfa sem greiða mun fyrir slitum ÍL-sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs. Framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs fagnar því að lausn ÍL-sjóðsmálsins gæti verið í sjónmáli. Viðskipti innlent 10.3.2025 12:34
Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Starfsmenn í verksmiðju matvælafyrirtækisins Bakkavarar í Spalding á Englandi eru snúnir aftur til vinnu eftir sex mánaða verkfall. Starfsfólkið féllst að lokum á tilboð sem það hafnaði í október í fyrra. Viðskipti innlent 10.3.2025 11:13
Ráðinn fjármálastjóri Origo Origo hefur ráðið Brynjólf Einar Sigmarsson sem framkvæmdastjóra fjármála hjá Origo og hefur hann þegar hafið störf. Viðskipti innlent 10.3.2025 10:41
Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðræðunefnd fjármála- og efnahagsráðherra og ráðgjafar lífeyrissjóða hafa saman mótað tillögur um uppgjör HFF-bréfa sem greiða mun fyrir slitum ÍL-sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs. Hljóti tillögurnar samþykki kröfuhafa og Alþingis mun ríkið slá lán upp á 540 milljarða króna til þess að gera upp skuldir. Viðskipti innlent 10.3.2025 09:13
Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Alvogen Pharma US, Inc. hefur lokið endurfjármögnun allra langtímalána félagsins. Lánstíminn er þar lengdur og skuldsetning lækkuð. Viðskipti innlent 10.3.2025 08:11
Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Óli Hall, framkvæmdastjóri Food and fun, segir það ánægjulegt að svo margar konur taki þátt í ár. Gagnrýni á hátíðina í fyrra hafi opnað umræðuna. Hann er spenntur að reyna að borða hjá öllum gestakokkunum en fólk þurfi að hafa hraðar hendur ætli það að fá borð. Hátíðin hefst á miðvikudag. Viðskipti innlent 10.3.2025 08:00
Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Það eru nokkrar tegundir af fólki sem flestir hafa upplifað að kynnast á vinnustöðum sem einfaldlega geta dregið úr okkur allan mátt. Og verða að teljast vera frekar neikvæður félagsskapur, sem þó er oft erfitt að forðast því öll erum við jú að vinna á sama stað. Atvinnulíf 10.3.2025 07:01
Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Helga Haraldsdóttir yfirkokkur segir mikilvægt að lyfta fjölbreytileikanum í eldhúsunum. Í sumum eldhúsum sé eins og fólk stígi aftur til fortíðar. Hún fagnar því að í ár eru fimm gestakokkar á Food&fun en engar konur tóku þátt í fyrra. Viðskipti innlent 9.3.2025 21:55
Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, eru báðar á nýjum lista Harvard yfir 100 merkilegar konur heims. Listinn var birtur í gær á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Á heimasíðu listans segir að á listanum sé að finna merkilegar konur sem breyti heiminum á hverjum degi. Viðskipti innlent 9.3.2025 18:08
Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Alma Ýr Ingólfsdóttir, sem er menntaður lögfræðingur og starfar sem formaður ÖBÍ réttindasamtakanna, finnst gaman að hlæja og hlær mikið. Síðasta hláturskast sé þó ekki hægt að opinbera, það gæti einfaldlega vegið að mannorði hennar. Atvinnulíf 8.3.2025 10:02
Segja upp 52 sjómönnum Brim hf. hefur sagt upp tveimur áhöfnum, sem samtals telja 52 manns, á frystitogaranum Vigra RE 71. Allt bendir til þess að yfirstandandi veiðitúr sé síðasti túr skipsins. Viðskipti innlent 8.3.2025 07:48
Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Flugfélagið Play flutti um tuttugu þúsund færri farþega í febrúar 2025 heldur en í febrúar árið 2024. Ástæðan sé munur á framboði milli ára ásamt ákvörðun félagsins að leigja út farþegaþotu sína. Viðskipti innlent 7.3.2025 17:37
Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP CCP hefur ráðið Stefán Þórarinsson, hagfræðing, frá Seðlabankanum til að vinna við þróun hagkerfa í sýndarheimum leikjafyrirtækisins. Stefán mun sérstaklega vinna við EVR Frontier, nýjasta leik fyrirtækisins þar sem nýst er við bálkakeðjutækni. Viðskipti innlent 7.3.2025 16:26
Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Hagnaður samstæðu Orkuveitunnar í fyrra nam 9,3 milljörðum króna í fyrra. Það gerir aukningu upp á 45 prósent milli ára. Viðskipti innlent 7.3.2025 16:00
Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Einhvers konar bilun olli því að truflanir urðu á greiðsluhirðingu hjá Rapyd síðdegis. Vísi bárist ábendingar um að fólk gæti ekki greitt í greiðsluposum fyrirtækisins. Atvikið er nú yfirstaðið. Viðskipti innlent 7.3.2025 15:32