Mikill meirihluti á móti lögunum 12. júní 2004 00:01 Meirihluti þjóðarinnar hyggst greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögum ríkisstjórnarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu sem ráðgert er að verði í fyrri hluta ágústmánaðar. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Fréttablaðið gerði um síðustu helgi. Fjölmiðlalögin voru samþykkt á Alþingi 24. maí en í síðustu viku synjaði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, þeim staðfestingar. Lögin eru samt sem áður í gildi og verða í gildi þar til þjóðartkvæðagreiðslan fer fram. Hafni þjóðin þeim í ágúst munu þau falla úr gildi en verði þau samþykkt munu þau gilda áfram. Samkvæmt könnuninni ætla um 71 prósent þeirra sem tóku afstöðu að greiða atkvæði gegn lögunum en 29 prósent með þeim. Alls tóku 73 prósent fólks afstöðu í könnuninni. Af þeim sem ekki tóku afstöðu segjast 23 prósent vera óákveðin eða neita að svara og um fjögur prósent segjast ekki ætla að kjósa. Fleiri konur en karlar segjast ætla að greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögunum en ekki er marktækur munur á afstöðu fólks eftir búsetu. Fréttablaðið hefur þrisvar áður spurt fólk um málið. Í lok apríl voru ríflega 77 prósent þeirra sem tóku afstöðu andvíg fjölmiðlafrumvarpinu. Eftir þá könnun gerði ríkisstjórnin tvisvar breytingar á frumvarpinu. Eftir fyrstu breytinguna sýndi skoðanakönnun blaðsins að tæplega 83 prósent væru á móti frumvarpinu. Samkvæmt skoðanakönnun blaðsins, sem gerð var fáeinum dögum áður en Alþingi samþykkti lögin, var tæplega 81 prósent á móti frumvarpinu. Könnunin var gerð síðastliðna helgi. Hringt var í 800 manns og var skiptingin jöfn milli kynja og hlutfallslega milli kjördæma. Spurt var: Ef þjóðaratkvæðagreiðsla um fjölmiðlalögin færi fram nú; myndir þú greiða atkvæði með lögunum eða á móti þeim? Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Meirihluti þjóðarinnar hyggst greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögum ríkisstjórnarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu sem ráðgert er að verði í fyrri hluta ágústmánaðar. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Fréttablaðið gerði um síðustu helgi. Fjölmiðlalögin voru samþykkt á Alþingi 24. maí en í síðustu viku synjaði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, þeim staðfestingar. Lögin eru samt sem áður í gildi og verða í gildi þar til þjóðartkvæðagreiðslan fer fram. Hafni þjóðin þeim í ágúst munu þau falla úr gildi en verði þau samþykkt munu þau gilda áfram. Samkvæmt könnuninni ætla um 71 prósent þeirra sem tóku afstöðu að greiða atkvæði gegn lögunum en 29 prósent með þeim. Alls tóku 73 prósent fólks afstöðu í könnuninni. Af þeim sem ekki tóku afstöðu segjast 23 prósent vera óákveðin eða neita að svara og um fjögur prósent segjast ekki ætla að kjósa. Fleiri konur en karlar segjast ætla að greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögunum en ekki er marktækur munur á afstöðu fólks eftir búsetu. Fréttablaðið hefur þrisvar áður spurt fólk um málið. Í lok apríl voru ríflega 77 prósent þeirra sem tóku afstöðu andvíg fjölmiðlafrumvarpinu. Eftir þá könnun gerði ríkisstjórnin tvisvar breytingar á frumvarpinu. Eftir fyrstu breytinguna sýndi skoðanakönnun blaðsins að tæplega 83 prósent væru á móti frumvarpinu. Samkvæmt skoðanakönnun blaðsins, sem gerð var fáeinum dögum áður en Alþingi samþykkti lögin, var tæplega 81 prósent á móti frumvarpinu. Könnunin var gerð síðastliðna helgi. Hringt var í 800 manns og var skiptingin jöfn milli kynja og hlutfallslega milli kjördæma. Spurt var: Ef þjóðaratkvæðagreiðsla um fjölmiðlalögin færi fram nú; myndir þú greiða atkvæði með lögunum eða á móti þeim?
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira