Uppskriftir frá Gallerý fisk 18. júní 2004 00:01 Nokkrar uppskriftir frá Kristófer hjá Gallerý fiski Camembertfyllt og basilhjúpuð stórlúða 1,2 kíló stórlúða með beini Hálft stykki Camembert-ostur Hálft búnt af fersku basil Einn desilítri góð olía, ekki of bragðmikil Smá hvítlaukur Salt og pipar Aðferð Fisksalar í Gallerý fiski úrbeina lúðuna, haldið roðinu en snyrtið að öðru leyti lúðuna. Merjið saman í olíuna hvítlaukinn og basillaufin. Leggið lúðustykkin á roðið og skerið vasa sem nær niður að roði, fyllið með sneiðum af camembert. Penslið með olíunni og byrjið að grilla. Snúið stykkinu þegar osturinn er farinn að bráðna og góður litur er kominn á lúðuna. Grillið á hinni hliðinni þannig að þar komi einnig fallegar rendur eftir grillið. Penslið lúðuna beggja vegna með olíunni og kryddið með salti og pipar. Gott er að bera fram með þessu ferskt salat með rauðlauk, blaðlauk, tómötum og fetaosti, ferska kalda sósu og bakaðar kartöflur. 8-900 grömm laxaflök, roðlaus eða með roði Ein teskeið maukaður chilli eða ferskur Ein teskeið maukaður engifer eða ferskur Ein teskeið maukaður hvítlaukur eða ferskur (hægt er að kaupa mikið af þessum kryddum/grænmeti maukað í krukku) Einn desilítri olía, ekki of bragðmikil Salt og pipar Aðferð Maukið kryddjurtirnar og blandið saman í olíuna. Skerið laxinn í nettar steikur cirka tvær á mann. Penslið með olíu og grillið á heitu grilli. Lækkið hitann eftir 1-2 mínútur. Snúið og penslið með kryddolíunni. Saltið og piprið eftir smekk. Einnig er gott að skipta út chilli með maukuðum kóríander eða jafnvel að bæta því við. Grilluð fiskispjót með grænmeti 300 grömm skötuselur 300 grömm lax 300 grömm hlýri eða lúða Nokkrir heilir sveppir Nokkrar þykkar hálfsneiðar af kúrbít Nokkrar þykkar hálfsneiðar af eggaldini Nokkrar sneiðar af sítrónu eða lime Nokkrir bitar af rauðri eða grænni papriku Góð og bragðmikil grillolía t.d. frá Pottagöldrum (kebab) Aðferð Skerið fiskinn í nokkuð stóra bita, sirka 3x3 sentimetra, og veltið upp úr grillolíunni. Þræðið upp á spjót til skiptis einn til tvo bita af grænmeti og svo fisk. Penslið með grillolíunni og grillið fyrst á miklum hita og svo lækkað eftir eina til tvær mínútur og snúið. Penslið með olíunni nokkrum sinnum meðan eldað er. Saltið og piprið eftir smekk. Gott grillgrænmeti er: Kúrbítur, sveppir, eggaldin, paprika, tómatar, rauðlaukur, ananas, kartöflur og nánast allt grænmeti nema baunir (þær vilja detta svo á milli ristanna). Heppilegast er að skera eggaldin í þykkar sneiðar og salta létt og þerra eftir 15-20 mínútur. Þannig kemur bragð eggaldinsins best fram. Matur Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Nokkrar uppskriftir frá Kristófer hjá Gallerý fiski Camembertfyllt og basilhjúpuð stórlúða 1,2 kíló stórlúða með beini Hálft stykki Camembert-ostur Hálft búnt af fersku basil Einn desilítri góð olía, ekki of bragðmikil Smá hvítlaukur Salt og pipar Aðferð Fisksalar í Gallerý fiski úrbeina lúðuna, haldið roðinu en snyrtið að öðru leyti lúðuna. Merjið saman í olíuna hvítlaukinn og basillaufin. Leggið lúðustykkin á roðið og skerið vasa sem nær niður að roði, fyllið með sneiðum af camembert. Penslið með olíunni og byrjið að grilla. Snúið stykkinu þegar osturinn er farinn að bráðna og góður litur er kominn á lúðuna. Grillið á hinni hliðinni þannig að þar komi einnig fallegar rendur eftir grillið. Penslið lúðuna beggja vegna með olíunni og kryddið með salti og pipar. Gott er að bera fram með þessu ferskt salat með rauðlauk, blaðlauk, tómötum og fetaosti, ferska kalda sósu og bakaðar kartöflur. 8-900 grömm laxaflök, roðlaus eða með roði Ein teskeið maukaður chilli eða ferskur Ein teskeið maukaður engifer eða ferskur Ein teskeið maukaður hvítlaukur eða ferskur (hægt er að kaupa mikið af þessum kryddum/grænmeti maukað í krukku) Einn desilítri olía, ekki of bragðmikil Salt og pipar Aðferð Maukið kryddjurtirnar og blandið saman í olíuna. Skerið laxinn í nettar steikur cirka tvær á mann. Penslið með olíu og grillið á heitu grilli. Lækkið hitann eftir 1-2 mínútur. Snúið og penslið með kryddolíunni. Saltið og piprið eftir smekk. Einnig er gott að skipta út chilli með maukuðum kóríander eða jafnvel að bæta því við. Grilluð fiskispjót með grænmeti 300 grömm skötuselur 300 grömm lax 300 grömm hlýri eða lúða Nokkrir heilir sveppir Nokkrar þykkar hálfsneiðar af kúrbít Nokkrar þykkar hálfsneiðar af eggaldini Nokkrar sneiðar af sítrónu eða lime Nokkrir bitar af rauðri eða grænni papriku Góð og bragðmikil grillolía t.d. frá Pottagöldrum (kebab) Aðferð Skerið fiskinn í nokkuð stóra bita, sirka 3x3 sentimetra, og veltið upp úr grillolíunni. Þræðið upp á spjót til skiptis einn til tvo bita af grænmeti og svo fisk. Penslið með grillolíunni og grillið fyrst á miklum hita og svo lækkað eftir eina til tvær mínútur og snúið. Penslið með olíunni nokkrum sinnum meðan eldað er. Saltið og piprið eftir smekk. Gott grillgrænmeti er: Kúrbítur, sveppir, eggaldin, paprika, tómatar, rauðlaukur, ananas, kartöflur og nánast allt grænmeti nema baunir (þær vilja detta svo á milli ristanna). Heppilegast er að skera eggaldin í þykkar sneiðar og salta létt og þerra eftir 15-20 mínútur. Þannig kemur bragð eggaldinsins best fram.
Matur Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Ragnhildur og Hanna Katrín kveðja Búseta Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira