Óttinn býr til íhaldssemi 20. júní 2004 00:01 Mig minnir það hafa verið James Joyce sem sagði að íbúar Rómar kynnu ekki annað en selja líkið af ömmu sinni. Þeir ættu svo mikla fortíð að framtíðin kæmist ekki að. Þess vegna væri nútíðin eins og föl eftirmynd fortíðarinnar; einu verðmætin væru í fortíðinni; verkefni nútíðarinnar væri að nýta fortíðina. Á tímum Joyce var Róm eins og risastórt safn fornminja og íbúarnir birtust aðkomumönnum eins og safnverðir. Þeir höfðu ekkert til málanna að leggja annað en að benda á einhverjar rústirnar. Þótt Róm hafi skánað á undanförnum árum er þar enn of mikil fortíð. Fortíðarbransinn hefur eflst með auknum túrisma og gefur vel að sér. Það er því varla hægt að skamma Rómverja fyrir að leggja mikið nýtt til málanna. Þeim dugar enn að benda á rústirnar. Þeir lögðu svo mikið til menningar nútímans fyrir þúsundum ára að þeir gætu þagað nokkur þúsund ár í viðbót án þess að minnka í samanburði við aðra. Það gagnast hins vegar náttúrlega ekki þeim sem nú ganga um stræti Rómar. Þeir eru engu stærri fyrir afrek löngu liðinna manna. Upphafning fortíðarinnar sem lífsviðurværi getur því orðið eins og Joyce sagði; að menn séu að selja líkið af ömmu sinni.Það eru mörg dæmi í sögunni af þjóðum sem hafa snúið vitlaust; horft fremur til fortíðar en framtíðar. Það er auðvitað öllum hollt að þekkja söguna og bera virðingu fyrir þeim sem á undan gengu. En ef menn sjá mest verðmæti í fortíðinni er hætt við að þeir verði of mikilli íhaldssemi að bráð. Versta tilfelli hennar felst í því þegar menn vilja viðhalda óbreyttu ástandi sem lengst og sjá ógn í hverri breytingu. Slík íhaldssemi er í andstöðu við lífið, sem er síkvikt og spriklandi fjörugt. Lífið rennur áfram og þegar menn vilja frysta ákveðið ástand eru þeir engu síður að reyna að móta framtíðina með óskhyggju sinni en þeir sem stefna að gerbreyttu ástandi. Það sem var er engu rétthærra í framtíðinni en það sem aldrei hefur verið; hvort tveggja er utangarðs.Íhaldssemi er alltaf afleiðing ótta. Ef menn óttast ekki breytingar og telja líklegra að þær leiði til verri niðurstöðu er lítil ástæða til íhaldssemi. Það er allt annar handleggur að bera virðingu fyrir liðnum tíma, góðum gildum og afrekum fortíðarinnar. Virðing fyrir fortíðinni eflir okkur til nýrra verka. Ef við óttumst breytingarnar hneigjumst við til þess að upphefja fortíðina svo hún gagnist okkur ekki til annars en að benda á hana.Íslenskt samfélag hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum áratugum og allt bendir til þess að breytingarnar haldi áfram -- jafnvel með auknum krafti. Það er því skiljanlegt að íhaldssemi hefur fengið nokkurn hljómgrunn. Breytingar valda alltaf ótta. Þessum ótta verður hins vegar ekki svalað í íhaldssemi. Það er sama þótt allt yrði fryst; óttinn nagaði áfram. Til að losna við óttann þurfa menn að temja sér að horfa björtum augum til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mig minnir það hafa verið James Joyce sem sagði að íbúar Rómar kynnu ekki annað en selja líkið af ömmu sinni. Þeir ættu svo mikla fortíð að framtíðin kæmist ekki að. Þess vegna væri nútíðin eins og föl eftirmynd fortíðarinnar; einu verðmætin væru í fortíðinni; verkefni nútíðarinnar væri að nýta fortíðina. Á tímum Joyce var Róm eins og risastórt safn fornminja og íbúarnir birtust aðkomumönnum eins og safnverðir. Þeir höfðu ekkert til málanna að leggja annað en að benda á einhverjar rústirnar. Þótt Róm hafi skánað á undanförnum árum er þar enn of mikil fortíð. Fortíðarbransinn hefur eflst með auknum túrisma og gefur vel að sér. Það er því varla hægt að skamma Rómverja fyrir að leggja mikið nýtt til málanna. Þeim dugar enn að benda á rústirnar. Þeir lögðu svo mikið til menningar nútímans fyrir þúsundum ára að þeir gætu þagað nokkur þúsund ár í viðbót án þess að minnka í samanburði við aðra. Það gagnast hins vegar náttúrlega ekki þeim sem nú ganga um stræti Rómar. Þeir eru engu stærri fyrir afrek löngu liðinna manna. Upphafning fortíðarinnar sem lífsviðurværi getur því orðið eins og Joyce sagði; að menn séu að selja líkið af ömmu sinni.Það eru mörg dæmi í sögunni af þjóðum sem hafa snúið vitlaust; horft fremur til fortíðar en framtíðar. Það er auðvitað öllum hollt að þekkja söguna og bera virðingu fyrir þeim sem á undan gengu. En ef menn sjá mest verðmæti í fortíðinni er hætt við að þeir verði of mikilli íhaldssemi að bráð. Versta tilfelli hennar felst í því þegar menn vilja viðhalda óbreyttu ástandi sem lengst og sjá ógn í hverri breytingu. Slík íhaldssemi er í andstöðu við lífið, sem er síkvikt og spriklandi fjörugt. Lífið rennur áfram og þegar menn vilja frysta ákveðið ástand eru þeir engu síður að reyna að móta framtíðina með óskhyggju sinni en þeir sem stefna að gerbreyttu ástandi. Það sem var er engu rétthærra í framtíðinni en það sem aldrei hefur verið; hvort tveggja er utangarðs.Íhaldssemi er alltaf afleiðing ótta. Ef menn óttast ekki breytingar og telja líklegra að þær leiði til verri niðurstöðu er lítil ástæða til íhaldssemi. Það er allt annar handleggur að bera virðingu fyrir liðnum tíma, góðum gildum og afrekum fortíðarinnar. Virðing fyrir fortíðinni eflir okkur til nýrra verka. Ef við óttumst breytingarnar hneigjumst við til þess að upphefja fortíðina svo hún gagnist okkur ekki til annars en að benda á hana.Íslenskt samfélag hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum áratugum og allt bendir til þess að breytingarnar haldi áfram -- jafnvel með auknum krafti. Það er því skiljanlegt að íhaldssemi hefur fengið nokkurn hljómgrunn. Breytingar valda alltaf ótta. Þessum ótta verður hins vegar ekki svalað í íhaldssemi. Það er sama þótt allt yrði fryst; óttinn nagaði áfram. Til að losna við óttann þurfa menn að temja sér að horfa björtum augum til framtíðar.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun