Manndómsþraut 16. júlí 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Loðvík fjórtándi var glæsilegastur Frakkakónga og sá þeirra sem ríkti lengst. Hann erfði krúnuna fimm ára gamall, tók við völdum átján ára og hélt þeim þar til hann dó 77 ára, margsaddur lífdaga. Loðvík var sigursæll í stríði og vann ný lönd undir konungdæmi sín. Hann var umbótamaður í stjórnsýslu og byggði upp skilvirkt og viðbragðsfljótt ríkisvald. Hann var höfðingi mikill og blés í brjóst landa sinna stolti og sjálfstrausti. Í hans tíð voru Frakkar forystuþjóð í Evrópu -- ekki aðeins á einu sviði heldur flestum. Enn í dag sækja Frakkar aftur til þessa tíma hugmyndir um eigið ágæti og þörf annarra þjóða fyrir leiðsögn þeirra. En þótt ferill Loðvíks hafi verið glæstur endaði hann ekki vel. Hann hélt áfram ófriði á hendur nágrönnum sínum eftir að hafa tapað hernaðarlegum yfirburðum svo á endanum skilaði hann af sér minna Frakklandi en hann hafði fengið að erfðum. Hann stöðvaði ekki sívaxandi aukningu útgjalda vegna hernaðarbrölts og annarra umsvifa ríkisins þrátt fyrir að afl atvinnulífsins minnkaði. Hann dó því frá galtómum ríkiskassa og skuldugu þjóðarbúi. Sökum íhaldsemi elliáranna og getuleysi til að leita nýrra lausna við breyttum aðstæðum skildi Loðvík við Frakkland sem suðupott. Honum tókst ekki að slá á vaxandi misrétti innan samfélagsins eða dreifa völdum og missti í raun af breytingum i pólitísku landslagi. Það má segja að franska stjórnarbyltingin hafi verið óhjákvæmileg afleiðing af þessu getuleysi Loðvíks. Jafnvel sú tíska sem hafði vaxið í skjóli hans var orðin púkó þegar hann dó; fötin sem hann gekk í hlægileg, tónlistin sem hann hlustaði á væmin og dansinn sem hann sté tilgerðarlegur. Vandi Loðvíks var ekki sá að hann hafi tekið upp breytta og verri siði. Vandinn var að hann hélt sínu striki þrátt fyrir að samfélagið breyttist og staða hans önnur. Hann stjórnaði í krafti þess sem hann hafði verið -- eða þess sem hann minnti að hefði verið -- en ekki í anda þess sem hann var. Saga Loðvíks er lík sögu margra annarra áhrifamanna í sögunni og í raun lík sögu allra sem hafa náð markmiðum sínum. Það er eins og mönnum komi það alltaf á óvart að lífið líður áfram þótt þeir séu sjálfir komnir í höfn. Það er ákaflega fátítt að mönnum takist að endurnýja viðhorf sín og aðlaga þau örum breytingum í samfélaginu þegar þeir hafa dvalið lengi á leiðarenda -- svo fátítt að það er ekki hægt að heimta það af mönnum að þeim takist það. Hitt er bæði mannlegt og eðlilegt -- í raun svo sjálfsagður hlutur að aðeins bláeygðustu bjartsýnismenn geta búist við öðru. Auðvitað rifja ég þetta upp vegna þeirrar stöðu sem Davíð Oddsson er í. Hann er formaður Sjálfstæðisflokksins af því að forveri hans hafði glutrað niður ríkisstjórn. Davíð tókst að skapa hér stjórnarfarslegan stöðugleika og úrskurðaði hverju sinni hvaða flokkur eða foringi var stjórntækur. Nú logar samfélagið í ófriði sem magnast við hverja tilraun Davíðs til að stilla hann. Samstarfsmenn Davíðs í ríkisstjórn eru komnir á fremsta hlunn með skilgreina hann óstjórntækan. Það er engu líkara en að jafnt sé á komið með honum og Loðvík; ævistarfið allt verði að engu gert á undraskömmum tíma. Munurinn er hins vegar sá að Loðvík dó frá öllu saman. Davíð er hins vegar enn í fullu fjöri og getur enn ráðið nokkru um hvernig mál þróast. Hann getur gert eins og Loðvík og bruggað gömul ráð eða hann getur reynt hið sjaldséða og eftirsóknarverða; að aðlagast breyttum aðstæðum. Við sjáum til hvað gerist. Hvora leiðina Davíð velur breytir minnstu fyrir okkur hin. Líf okkar mun líða áfram þótt það þurfi að skoppa yfir stjórnarslit og pólitískt þref. Við fylgjumst með Davíð af mannlegri forvitni til að vita hvort honum takist að gera gott úr vondri stöðu eða geri illt verra. Og það er í anda þessa máls sem fyrst og síðast er saga af stjórnkænsku Davíðs og glappaskotum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Skoðun Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Loðvík fjórtándi var glæsilegastur Frakkakónga og sá þeirra sem ríkti lengst. Hann erfði krúnuna fimm ára gamall, tók við völdum átján ára og hélt þeim þar til hann dó 77 ára, margsaddur lífdaga. Loðvík var sigursæll í stríði og vann ný lönd undir konungdæmi sín. Hann var umbótamaður í stjórnsýslu og byggði upp skilvirkt og viðbragðsfljótt ríkisvald. Hann var höfðingi mikill og blés í brjóst landa sinna stolti og sjálfstrausti. Í hans tíð voru Frakkar forystuþjóð í Evrópu -- ekki aðeins á einu sviði heldur flestum. Enn í dag sækja Frakkar aftur til þessa tíma hugmyndir um eigið ágæti og þörf annarra þjóða fyrir leiðsögn þeirra. En þótt ferill Loðvíks hafi verið glæstur endaði hann ekki vel. Hann hélt áfram ófriði á hendur nágrönnum sínum eftir að hafa tapað hernaðarlegum yfirburðum svo á endanum skilaði hann af sér minna Frakklandi en hann hafði fengið að erfðum. Hann stöðvaði ekki sívaxandi aukningu útgjalda vegna hernaðarbrölts og annarra umsvifa ríkisins þrátt fyrir að afl atvinnulífsins minnkaði. Hann dó því frá galtómum ríkiskassa og skuldugu þjóðarbúi. Sökum íhaldsemi elliáranna og getuleysi til að leita nýrra lausna við breyttum aðstæðum skildi Loðvík við Frakkland sem suðupott. Honum tókst ekki að slá á vaxandi misrétti innan samfélagsins eða dreifa völdum og missti í raun af breytingum i pólitísku landslagi. Það má segja að franska stjórnarbyltingin hafi verið óhjákvæmileg afleiðing af þessu getuleysi Loðvíks. Jafnvel sú tíska sem hafði vaxið í skjóli hans var orðin púkó þegar hann dó; fötin sem hann gekk í hlægileg, tónlistin sem hann hlustaði á væmin og dansinn sem hann sté tilgerðarlegur. Vandi Loðvíks var ekki sá að hann hafi tekið upp breytta og verri siði. Vandinn var að hann hélt sínu striki þrátt fyrir að samfélagið breyttist og staða hans önnur. Hann stjórnaði í krafti þess sem hann hafði verið -- eða þess sem hann minnti að hefði verið -- en ekki í anda þess sem hann var. Saga Loðvíks er lík sögu margra annarra áhrifamanna í sögunni og í raun lík sögu allra sem hafa náð markmiðum sínum. Það er eins og mönnum komi það alltaf á óvart að lífið líður áfram þótt þeir séu sjálfir komnir í höfn. Það er ákaflega fátítt að mönnum takist að endurnýja viðhorf sín og aðlaga þau örum breytingum í samfélaginu þegar þeir hafa dvalið lengi á leiðarenda -- svo fátítt að það er ekki hægt að heimta það af mönnum að þeim takist það. Hitt er bæði mannlegt og eðlilegt -- í raun svo sjálfsagður hlutur að aðeins bláeygðustu bjartsýnismenn geta búist við öðru. Auðvitað rifja ég þetta upp vegna þeirrar stöðu sem Davíð Oddsson er í. Hann er formaður Sjálfstæðisflokksins af því að forveri hans hafði glutrað niður ríkisstjórn. Davíð tókst að skapa hér stjórnarfarslegan stöðugleika og úrskurðaði hverju sinni hvaða flokkur eða foringi var stjórntækur. Nú logar samfélagið í ófriði sem magnast við hverja tilraun Davíðs til að stilla hann. Samstarfsmenn Davíðs í ríkisstjórn eru komnir á fremsta hlunn með skilgreina hann óstjórntækan. Það er engu líkara en að jafnt sé á komið með honum og Loðvík; ævistarfið allt verði að engu gert á undraskömmum tíma. Munurinn er hins vegar sá að Loðvík dó frá öllu saman. Davíð er hins vegar enn í fullu fjöri og getur enn ráðið nokkru um hvernig mál þróast. Hann getur gert eins og Loðvík og bruggað gömul ráð eða hann getur reynt hið sjaldséða og eftirsóknarverða; að aðlagast breyttum aðstæðum. Við sjáum til hvað gerist. Hvora leiðina Davíð velur breytir minnstu fyrir okkur hin. Líf okkar mun líða áfram þótt það þurfi að skoppa yfir stjórnarslit og pólitískt þref. Við fylgjumst með Davíð af mannlegri forvitni til að vita hvort honum takist að gera gott úr vondri stöðu eða geri illt verra. Og það er í anda þessa máls sem fyrst og síðast er saga af stjórnkænsku Davíðs og glappaskotum.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun