Fleiri störf eða betri bætur 23. ágúst 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Þrátt fyrir aukinn hagvöxt, ívið meiri verðbólgu og nokkra eignaþenslu þessi misserin er augljóst að ekki dregur úr atvinnuleysi fólks. Hagræðing innan fyrirtækja, sparnaðaraðgerðir og fækkun starfsfólks virðast vega upp áhrif af framkvæmdum tengdum álverum og virkjunum. Þrátt fyrir þessar framkvæmdir -- sem nefndar hafa verið mestu framkvæmdir Íslandssögunnar -- hefur atvinnuleysi aukist fremur en að dregið hafi úr því. Í júlí voru rúmlega fimm þúsund manns án atvinnu. Það eru ekki mörg ár síðan slíkt hefði verið talið stórkostlegt vandamál sem bregðast yrði við sem allra fyrst. Þetta er hins vegar að verða sá fjöldi sem er reglulega án atvinnu. Innan þessa hóps er fólk sem hefur verið atvinnulaust mánuðum og jafnvel árum saman. Aukin samkeppni meðal íslenskra fyritækja, aukin samkeppni við vörur og þjónustu að utan og auknar kröfur hluthafa um arð af fjárfestingu sinni hafa breytt svipmóti íslensks atvinnurekstrar á undanförnum árum. Fyrirtækin hafa þurft að laga sig að þessum breytingum með hagræðingu, aukinni framlegð og betri nýtingu mannaflans. Þessi breyting er í sjálfu sér góð. Í einangruðu hagkerfi síðustu aldar urðu íslensk fyrirtæki helst til of löt og feit. Flestum þeirra veitti ekki af því að skerpa markmiðin og laga starfsemi sína að þeim. Gamla kerfið fól í sér verðmætasóun og lélega nýtingu á starfsorku fólks. Slíkt er léleg verkmenning. Ef við erum á annað borð að mæta til vinnu eigum við að gera þá kröfu að sem mest verðmæti verði til við vinnu okkar. Í breytingum á íslenskum fyrirtækjum liggja óteljandi tækifæri. Um leið og eitt fyrirtæki bætir framlegð starfsfólksins, og fækkar þar af leiðandi þeim einstaklingum sem þurfa að sinna störfunum án þess að draga úr framleiðslu sinni eða þjónustu, gefst öðrum fyrirtækjum tækifæri á að krækja í þetta starfsfólk og virkja það til nýrra verka. Það má jafnvel fagna því að ónýtt fyrirtæki með lélega framlegð og vonda nýtingu starfsfólks og fjármagns fari á höfuðið. Það má þá nýta orku starfsfólksins og hugmyndaflug betur á nýjum vettvangi. Íslenskt atvinnulíf hefur verið að fara í gegnum svona umbreytingatíma um nokkurt skeið. Ef litið er yfir atvinnuleysistölur undanfarinna ára virðist hins vegar sem nýsköpun atvinnulífsins hafi ekki haldið í við umbreytinguna. Fyrirtæki hafa fækkað starfsfólki en ný störf hafa ekki orðið til í sama mæli. Og það er langt í land að atvinnulífinu takist að búa til störf fyrir reglulega fjölgun atvinnubærra manna. Atvinnulífinu virðist þannig hafa tekist að nýta fjármagnið betur en mannauðinn. Íslendingar hafa aldrei þurft að búa við langvarandi atvinnuleysi á borð við flestar Evrópuþjóðir. Það sést ekki aðeins á atvinnuleysistölum heldur ekki síður á stuðningskerfi okkar við þá sem ekki njóta atvinnu. Okkar kerfi er miðað við smávægilega aðstoð vegna mjög tímabundins ástands. Sá sem verður atvinnulaus mánuðum saman á Íslandi lendir í alvarlegum vanda; honum og fjölskyldu hans er í raun varpað niður að hungurmörkum. Ef atvinnulífinu tekst ekki að byggja upp meiri nýsköpun og fjölga störfum verðum við að endurskoða stöðuna og fara að feta okkur að evrópsku kerfi til stuðnings atvinnulausum. Og við skulum ekki blekkja okkur á því að við getum séð til og vonað að bráðum rætist úr. Þeir rúmlega fimm þúsund manns sem eru atvinnulausir -- og þær fimm þúsund fjölskyldur sem þetta atvinnuleysi snertir -- hafa ekki mikla biðlund við hungurmörkin. Íslenskt atvinnulíf stendur því frammi fyrir tveimur kostum: Annars vegar að auka nýbreytni og fjölga störfum og hins vegar að bera kostnað af dýrara stuðningskerfi við atvinnulausa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Þrátt fyrir aukinn hagvöxt, ívið meiri verðbólgu og nokkra eignaþenslu þessi misserin er augljóst að ekki dregur úr atvinnuleysi fólks. Hagræðing innan fyrirtækja, sparnaðaraðgerðir og fækkun starfsfólks virðast vega upp áhrif af framkvæmdum tengdum álverum og virkjunum. Þrátt fyrir þessar framkvæmdir -- sem nefndar hafa verið mestu framkvæmdir Íslandssögunnar -- hefur atvinnuleysi aukist fremur en að dregið hafi úr því. Í júlí voru rúmlega fimm þúsund manns án atvinnu. Það eru ekki mörg ár síðan slíkt hefði verið talið stórkostlegt vandamál sem bregðast yrði við sem allra fyrst. Þetta er hins vegar að verða sá fjöldi sem er reglulega án atvinnu. Innan þessa hóps er fólk sem hefur verið atvinnulaust mánuðum og jafnvel árum saman. Aukin samkeppni meðal íslenskra fyritækja, aukin samkeppni við vörur og þjónustu að utan og auknar kröfur hluthafa um arð af fjárfestingu sinni hafa breytt svipmóti íslensks atvinnurekstrar á undanförnum árum. Fyrirtækin hafa þurft að laga sig að þessum breytingum með hagræðingu, aukinni framlegð og betri nýtingu mannaflans. Þessi breyting er í sjálfu sér góð. Í einangruðu hagkerfi síðustu aldar urðu íslensk fyrirtæki helst til of löt og feit. Flestum þeirra veitti ekki af því að skerpa markmiðin og laga starfsemi sína að þeim. Gamla kerfið fól í sér verðmætasóun og lélega nýtingu á starfsorku fólks. Slíkt er léleg verkmenning. Ef við erum á annað borð að mæta til vinnu eigum við að gera þá kröfu að sem mest verðmæti verði til við vinnu okkar. Í breytingum á íslenskum fyrirtækjum liggja óteljandi tækifæri. Um leið og eitt fyrirtæki bætir framlegð starfsfólksins, og fækkar þar af leiðandi þeim einstaklingum sem þurfa að sinna störfunum án þess að draga úr framleiðslu sinni eða þjónustu, gefst öðrum fyrirtækjum tækifæri á að krækja í þetta starfsfólk og virkja það til nýrra verka. Það má jafnvel fagna því að ónýtt fyrirtæki með lélega framlegð og vonda nýtingu starfsfólks og fjármagns fari á höfuðið. Það má þá nýta orku starfsfólksins og hugmyndaflug betur á nýjum vettvangi. Íslenskt atvinnulíf hefur verið að fara í gegnum svona umbreytingatíma um nokkurt skeið. Ef litið er yfir atvinnuleysistölur undanfarinna ára virðist hins vegar sem nýsköpun atvinnulífsins hafi ekki haldið í við umbreytinguna. Fyrirtæki hafa fækkað starfsfólki en ný störf hafa ekki orðið til í sama mæli. Og það er langt í land að atvinnulífinu takist að búa til störf fyrir reglulega fjölgun atvinnubærra manna. Atvinnulífinu virðist þannig hafa tekist að nýta fjármagnið betur en mannauðinn. Íslendingar hafa aldrei þurft að búa við langvarandi atvinnuleysi á borð við flestar Evrópuþjóðir. Það sést ekki aðeins á atvinnuleysistölum heldur ekki síður á stuðningskerfi okkar við þá sem ekki njóta atvinnu. Okkar kerfi er miðað við smávægilega aðstoð vegna mjög tímabundins ástands. Sá sem verður atvinnulaus mánuðum saman á Íslandi lendir í alvarlegum vanda; honum og fjölskyldu hans er í raun varpað niður að hungurmörkum. Ef atvinnulífinu tekst ekki að byggja upp meiri nýsköpun og fjölga störfum verðum við að endurskoða stöðuna og fara að feta okkur að evrópsku kerfi til stuðnings atvinnulausum. Og við skulum ekki blekkja okkur á því að við getum séð til og vonað að bráðum rætist úr. Þeir rúmlega fimm þúsund manns sem eru atvinnulausir -- og þær fimm þúsund fjölskyldur sem þetta atvinnuleysi snertir -- hafa ekki mikla biðlund við hungurmörkin. Íslenskt atvinnulíf stendur því frammi fyrir tveimur kostum: Annars vegar að auka nýbreytni og fjölga störfum og hins vegar að bera kostnað af dýrara stuðningskerfi við atvinnulausa.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun