Baugur hagnast um 2 milljarða 17. desember 2004 00:01 Baugur hefur þegar hagnast um tæpa tvo milljarða á kaupunum á Magasin du Nord. Dönskum kaupsýslumönnum vex þetta í augum og ekki bætti um betur þegar forstjóri Icelandair sagðist í viðtali við Börsen í gær ekki útiloka að félagið gæti hugsað sér að kaupa dönsku flugfélögin Mærsk Air eða Sterling. Eigendur Magasín seldu Jyske bank fasteign sína við Kóngsins Nýjatorg í Kaupmannahöfn fyrir ríflega milljarð danskra króna fyrir hálfu ári en fyrri eigendur héldu forksupsrétti. Baugur hefur nú eignast tæp 70 prósent í Magasín og þar með forkaupsréttinn og greinir danska viðskiptablaðið Börsen frá því að Baugur sé þegar búinn að tryggja sér kaupanda að fasteigninni. Verðið er a.m.k. 20 prósentum hærra en eignin var metin á fyrir hálfu ári og Baugur því að hagnast um tæpa tvo milljarða á viðskiptunum strax að sögn blaðsins. Baugur ætlar svo að leigja húsnæðið af kaupendunum. Nokkrir smærri hluthafar sem enn eiga í Magasín telja því yfirtökutilboð Baugs í þau hlutabréf sem fyrirtækið á ekki nú þegar vera allt of lágt. Við þá gremju sem virðist krauma í danska viðskiptalífinu vegna yfirtöku Baugs bættist svo að Sigurður Helgason, forstjóri Icelandair, sagðist í viðtali við Börsen í gær ekki útiloka að félagið væri til í að kaupa dönsku flugfélögin Mærsk eða Sterling. Þau eiga bæði í rekstarerfiðleikum og er gengi hlutabréfa í þeim með lægsta móti. Sigurður sló þó engu föstu og tók fram að félögin þyrftu að taka til í fjármálum sínum áður en þau yrðu söluvara. Allt um það, þá er þetta nóg til þess að Danir velta því nú fyrir sér hvort þeir eigi líka að horfa á eftir þessum rótgrónu dönsku félögum yfir til Íslendinga og Dani úr þarlendum fjármálaheimi orðaði það svo í gær að með kaupunum á Magasín væru Íslendingar fyllilega búnir að hefna fyrir 14-2 ósigurinn á knattspyrnuvellinum forðum daga - og nú væru Danir komnir í vörnina. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Baugur hefur þegar hagnast um tæpa tvo milljarða á kaupunum á Magasin du Nord. Dönskum kaupsýslumönnum vex þetta í augum og ekki bætti um betur þegar forstjóri Icelandair sagðist í viðtali við Börsen í gær ekki útiloka að félagið gæti hugsað sér að kaupa dönsku flugfélögin Mærsk Air eða Sterling. Eigendur Magasín seldu Jyske bank fasteign sína við Kóngsins Nýjatorg í Kaupmannahöfn fyrir ríflega milljarð danskra króna fyrir hálfu ári en fyrri eigendur héldu forksupsrétti. Baugur hefur nú eignast tæp 70 prósent í Magasín og þar með forkaupsréttinn og greinir danska viðskiptablaðið Börsen frá því að Baugur sé þegar búinn að tryggja sér kaupanda að fasteigninni. Verðið er a.m.k. 20 prósentum hærra en eignin var metin á fyrir hálfu ári og Baugur því að hagnast um tæpa tvo milljarða á viðskiptunum strax að sögn blaðsins. Baugur ætlar svo að leigja húsnæðið af kaupendunum. Nokkrir smærri hluthafar sem enn eiga í Magasín telja því yfirtökutilboð Baugs í þau hlutabréf sem fyrirtækið á ekki nú þegar vera allt of lágt. Við þá gremju sem virðist krauma í danska viðskiptalífinu vegna yfirtöku Baugs bættist svo að Sigurður Helgason, forstjóri Icelandair, sagðist í viðtali við Börsen í gær ekki útiloka að félagið væri til í að kaupa dönsku flugfélögin Mærsk eða Sterling. Þau eiga bæði í rekstarerfiðleikum og er gengi hlutabréfa í þeim með lægsta móti. Sigurður sló þó engu föstu og tók fram að félögin þyrftu að taka til í fjármálum sínum áður en þau yrðu söluvara. Allt um það, þá er þetta nóg til þess að Danir velta því nú fyrir sér hvort þeir eigi líka að horfa á eftir þessum rótgrónu dönsku félögum yfir til Íslendinga og Dani úr þarlendum fjármálaheimi orðaði það svo í gær að með kaupunum á Magasín væru Íslendingar fyllilega búnir að hefna fyrir 14-2 ósigurinn á knattspyrnuvellinum forðum daga - og nú væru Danir komnir í vörnina.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira