Stefnir Landsbankanum og ríkinu 29. júní 2005 00:01 Stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna hefur ákveðið að stefna Landsbanka Íslands, fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra vegna vaxandi skuldbindinga sjóðsins, en þær má að umtalsverðu leyti rekja til launaskriðs meðal bankamanna í kjölfar einkavæðingar ríkisbankanna. Stefna sjóðsins var afhent forsvarsmönnum Landsbankans á þriðjudag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er aðalkrafa Lífeyrissjóðs bankamanna sú að Landsbankinn ábyrgist auknar lífeyrisskuldbindingar samfara verulegum launahækkunum í bankanum með svokallaðri bakábyrgð. Slík ábyrgð var fyrir hendi til ársins 1997 þegar stjórnvöld breyttu bankanum í hlutafélag og telur lífeyrissjóðurinn að sú ábyrgð sé enn í gildi. Til vara krefst Lífeyrissjóður bankamanna 2,6 milljarða króna skaðabótagreiðslu til þess að mæta auknum þunga lífeyrisgreiðslna. Vandi Lífeyrissjóðs bankamanna var ræddur á aðalfundi hans í apríl síðastliðnum, en þá stóðu vonir til þess að viðræður við forsvarsmenn Landsbankans skiluðu árangri. Af því hefur ekki orðið og af þeim sökum stefnir sjóðurinn bankanum nú. Vandi lífeyrissjóðsins felst einkum í því að laun bankamanna hafa hækkað verulega eftir að ríkisbankarnir voru einkavæddir. Lífeyrisskuldbindingar í hlutfallsdeild Lífeyrissjóðs bankamanna miðast við þau laun sem bankamaður hefur við starfslok. Iðgjaldagreiðslur Landsbankans og starfsmanna frá fyrri tíð hrökkva því hvergi nærri fyrir lífeyrisgreiðslum sem taka mið af mun hærri launum en ráð var fyrir gert í útreikningum 1997 og 1998. Landsbankanum er stefnt þar sem um 75 prósent umræddra skuldbindinga snerta bankann og starfsmenn hans fyrr og nú. Fullyrt er að tapi Lífeyrissjóður bankamanna málinu fyrir dómstólum eigi sjóðurinn ekki annan kost en að skerða lífreyrisgreiðslur til sjóðsfélaga. Tapi Landbankinn málinu má hins vegar búast við því að Samson og aðrir eigendur bankans telji sig hafa greitt of hátt verð fyrir bankann og krefjist milljarða króna endurgreiðslu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira
Stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna hefur ákveðið að stefna Landsbanka Íslands, fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra vegna vaxandi skuldbindinga sjóðsins, en þær má að umtalsverðu leyti rekja til launaskriðs meðal bankamanna í kjölfar einkavæðingar ríkisbankanna. Stefna sjóðsins var afhent forsvarsmönnum Landsbankans á þriðjudag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er aðalkrafa Lífeyrissjóðs bankamanna sú að Landsbankinn ábyrgist auknar lífeyrisskuldbindingar samfara verulegum launahækkunum í bankanum með svokallaðri bakábyrgð. Slík ábyrgð var fyrir hendi til ársins 1997 þegar stjórnvöld breyttu bankanum í hlutafélag og telur lífeyrissjóðurinn að sú ábyrgð sé enn í gildi. Til vara krefst Lífeyrissjóður bankamanna 2,6 milljarða króna skaðabótagreiðslu til þess að mæta auknum þunga lífeyrisgreiðslna. Vandi Lífeyrissjóðs bankamanna var ræddur á aðalfundi hans í apríl síðastliðnum, en þá stóðu vonir til þess að viðræður við forsvarsmenn Landsbankans skiluðu árangri. Af því hefur ekki orðið og af þeim sökum stefnir sjóðurinn bankanum nú. Vandi lífeyrissjóðsins felst einkum í því að laun bankamanna hafa hækkað verulega eftir að ríkisbankarnir voru einkavæddir. Lífeyrisskuldbindingar í hlutfallsdeild Lífeyrissjóðs bankamanna miðast við þau laun sem bankamaður hefur við starfslok. Iðgjaldagreiðslur Landsbankans og starfsmanna frá fyrri tíð hrökkva því hvergi nærri fyrir lífeyrisgreiðslum sem taka mið af mun hærri launum en ráð var fyrir gert í útreikningum 1997 og 1998. Landsbankanum er stefnt þar sem um 75 prósent umræddra skuldbindinga snerta bankann og starfsmenn hans fyrr og nú. Fullyrt er að tapi Lífeyrissjóður bankamanna málinu fyrir dómstólum eigi sjóðurinn ekki annan kost en að skerða lífreyrisgreiðslur til sjóðsfélaga. Tapi Landbankinn málinu má hins vegar búast við því að Samson og aðrir eigendur bankans telji sig hafa greitt of hátt verð fyrir bankann og krefjist milljarða króna endurgreiðslu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira