Glannaskapur í rekstri FL Group 1. júlí 2005 00:01 Glannaskapur í rekstri fyrirtækisins er ástæða þess að þrír stjórnarmenn FL Group sögðu sig úr stjórninni í gær. Deilt hefur verið um hvernig haga skuli rekstrinum en hluthafafundur hefur verið boðaður þann 9. júlí næstkomandi. Gera má ráð fyrir að skipt verði um alla stjórnarmenn í FL Group, nema stjórnarformanninn, á hluthafafundinum. Þrír stjórnarmenn sögðu sig úr stjórninni í gær vegna ágreinings við stjórnarformanninn um hvernig best væri að reka fyrirtækið. Það voru þeir Árni Oddur Þórðarson og Hreggviður Jónsson sem fyrstir ákváðu að hætta í stjórninni og fylgdi Inga Jóna Þórðardóttir á eftir. Árni Oddur seldi nýverið hlut sinn í fyrirtækinu en Hreggviður og Inga Jóna voru fullltrúar ýmissa eigenda og kom Hreggviður sérstaklega inn í stjórnina á vegum Hannesar, stjórnarformanns fyrirtækisins. Eftir í stjórninni, auk Hannesar, eru Pálmi Kristinsson, framkvæmdastjóri Smáralindar sem að verulegu leyti er í eigu Saxhóls, sem ásamt Byggingarfélagi Gunnars og Gylfa mynda félagið Saxbygg; Gylfi Ómar Héðinsson, annar eigandi Byggingafélags Gylfa og Gunnars og þar með aðilli að Saxbygg; og Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Saxhóls. Samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar í morgun hefur Saxbygg selt allt hlutafé sitt í FL Group. Þessir þrír stjórnarmenn hafa því allir setið í stjórn í skjóli hlutafjár sem nú hefur verið selt og því eðlilegt að þeir gangi líka úr stjórninni. Þar með er enginn eftir í henni nema Hannes. Samkvæmt tilkynningum í Kauphöllinni eru kaupendur á bréfum Saxbygg í FL Group Katla - í eigu Kevins Stanfords, Magnúsar Ármann og Sigurðar Bollasonar - Hannes, Ingibjörg Pálmadóttir, kennd við Hagkaup, og Jón Ásgeir Jóhannesson í Baugi. Hvorki Árni Oddur né Hreggviður vildu tjá sig um málið þegar fréttastofan hafði samband en samkvæmt áreiðanlegum heimildum snerist ágreiningur stjórnarmanna og formanns um stefnu félagsins. Fannst mönnum glannaskapur stjórnarformannsins í rekstrinum heldur of mikill en félagið hefur fjárfest töluvert að undanförnu. Hannes sagði í samtali við fréttastofuna að hann sé ekki sammála því að ósætti hafi ríkt milli stjórnarmanna, menn hafi hins vegar nóg á sinni könnu og þess vegna hafi þessir menn sagt sig úr stjórn. Hannes sagði mörg spennandi verkefni framundan hjá FL Group en félagið hefur átt í viðræðum við aðaleiganda easyJet um nánara samstarf. Um hvers konar samstarf verði að ræða hefur þó enn ekki verið ákveðið. Innlent Viðskipti Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Glannaskapur í rekstri fyrirtækisins er ástæða þess að þrír stjórnarmenn FL Group sögðu sig úr stjórninni í gær. Deilt hefur verið um hvernig haga skuli rekstrinum en hluthafafundur hefur verið boðaður þann 9. júlí næstkomandi. Gera má ráð fyrir að skipt verði um alla stjórnarmenn í FL Group, nema stjórnarformanninn, á hluthafafundinum. Þrír stjórnarmenn sögðu sig úr stjórninni í gær vegna ágreinings við stjórnarformanninn um hvernig best væri að reka fyrirtækið. Það voru þeir Árni Oddur Þórðarson og Hreggviður Jónsson sem fyrstir ákváðu að hætta í stjórninni og fylgdi Inga Jóna Þórðardóttir á eftir. Árni Oddur seldi nýverið hlut sinn í fyrirtækinu en Hreggviður og Inga Jóna voru fullltrúar ýmissa eigenda og kom Hreggviður sérstaklega inn í stjórnina á vegum Hannesar, stjórnarformanns fyrirtækisins. Eftir í stjórninni, auk Hannesar, eru Pálmi Kristinsson, framkvæmdastjóri Smáralindar sem að verulegu leyti er í eigu Saxhóls, sem ásamt Byggingarfélagi Gunnars og Gylfa mynda félagið Saxbygg; Gylfi Ómar Héðinsson, annar eigandi Byggingafélags Gylfa og Gunnars og þar með aðilli að Saxbygg; og Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður Saxhóls. Samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar í morgun hefur Saxbygg selt allt hlutafé sitt í FL Group. Þessir þrír stjórnarmenn hafa því allir setið í stjórn í skjóli hlutafjár sem nú hefur verið selt og því eðlilegt að þeir gangi líka úr stjórninni. Þar með er enginn eftir í henni nema Hannes. Samkvæmt tilkynningum í Kauphöllinni eru kaupendur á bréfum Saxbygg í FL Group Katla - í eigu Kevins Stanfords, Magnúsar Ármann og Sigurðar Bollasonar - Hannes, Ingibjörg Pálmadóttir, kennd við Hagkaup, og Jón Ásgeir Jóhannesson í Baugi. Hvorki Árni Oddur né Hreggviður vildu tjá sig um málið þegar fréttastofan hafði samband en samkvæmt áreiðanlegum heimildum snerist ágreiningur stjórnarmanna og formanns um stefnu félagsins. Fannst mönnum glannaskapur stjórnarformannsins í rekstrinum heldur of mikill en félagið hefur fjárfest töluvert að undanförnu. Hannes sagði í samtali við fréttastofuna að hann sé ekki sammála því að ósætti hafi ríkt milli stjórnarmanna, menn hafi hins vegar nóg á sinni könnu og þess vegna hafi þessir menn sagt sig úr stjórn. Hannes sagði mörg spennandi verkefni framundan hjá FL Group en félagið hefur átt í viðræðum við aðaleiganda easyJet um nánara samstarf. Um hvers konar samstarf verði að ræða hefur þó enn ekki verið ákveðið.
Innlent Viðskipti Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira