Margt jákvætt í okkar leik 4. september 2005 00:01 Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins, var vitanlega svekktur yfir úrslitum leiks Íslands og Króatíu á Laugardalsvellinum í gær, þar sem gestirnir höfðu sigur, 3-1, eftir að Eiður Smári hafði skorað fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleik. "Frammistaða okkar í fyrri hálfleik var góð. Við náðum að fylgja eftir því sem talað var um fyrir leikinn og sýndum oft á tíðum góðan leik. En króatíska liðið er sterkt og það kom berlega í ljós í seinni hálfleik. Við vorum ekki nægilega grimmir og leyfðum Króötunum að vera of lengi með boltann og þess vegna tókst þeim að byggja upp fleiri góðar sóknir. Það er hins vegar margt í þessum leik sem er jákvætt og vonandi getum við tekið þá hluti sem við gerðum vel með okkur í næstu leiki. Það hafa verið mikil batamerki á leik okkar að undanförnu og þeir ungu strákar sem komið hafa inn í liðið hafa staðið sig frábærlega." Eiður Smári er nú aðeins einu marki frá markameti Ríkarðs Jónssonar, en hann er sá Íslendingur sem skorað hefur flest mörk fyrir íslenska landsliðið, eða sautján í það heila. "Ég hugsa ekki um nein met þegar ég fer inn á völlinn til þess að spila. Auðvitað reyni ég alltaf að skora þegar ég spila fyrir Ísland en það er aðalatriðið að vinna leikina." Grétar Rafn Steinsson lék vel á hægri vængnum og olli oft usla í vörn Króatíu með krafti sínum. "Ég er auðvitað óánægður með að tapa leiknum, það gefur auga leið. Það er erfitt að útskýra það hvers vegna seinni hálfleikurinn var svona slakur. Fyrri hálfleikurinn var frábær og það var synd að geta ekki haldið áfram að spila eins í seinni hálfleik. En króatíska liðið sýndi styrk sinn í seinni hálfleik. Við einfaldlega réðum ekki við vel uppbyggðar sóknir liðsins en við verðum að vera samstilltir í leiknum gegn Búlgaríu og sýna að við getum spilað góðan fótbolta, eins og við gerðum í fyrri hálfleik." Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Í beinni: ÍR - Valur | Borche snýr aftur Í beinni: Haukar - Njarðvík | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins, var vitanlega svekktur yfir úrslitum leiks Íslands og Króatíu á Laugardalsvellinum í gær, þar sem gestirnir höfðu sigur, 3-1, eftir að Eiður Smári hafði skorað fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleik. "Frammistaða okkar í fyrri hálfleik var góð. Við náðum að fylgja eftir því sem talað var um fyrir leikinn og sýndum oft á tíðum góðan leik. En króatíska liðið er sterkt og það kom berlega í ljós í seinni hálfleik. Við vorum ekki nægilega grimmir og leyfðum Króötunum að vera of lengi með boltann og þess vegna tókst þeim að byggja upp fleiri góðar sóknir. Það er hins vegar margt í þessum leik sem er jákvætt og vonandi getum við tekið þá hluti sem við gerðum vel með okkur í næstu leiki. Það hafa verið mikil batamerki á leik okkar að undanförnu og þeir ungu strákar sem komið hafa inn í liðið hafa staðið sig frábærlega." Eiður Smári er nú aðeins einu marki frá markameti Ríkarðs Jónssonar, en hann er sá Íslendingur sem skorað hefur flest mörk fyrir íslenska landsliðið, eða sautján í það heila. "Ég hugsa ekki um nein met þegar ég fer inn á völlinn til þess að spila. Auðvitað reyni ég alltaf að skora þegar ég spila fyrir Ísland en það er aðalatriðið að vinna leikina." Grétar Rafn Steinsson lék vel á hægri vængnum og olli oft usla í vörn Króatíu með krafti sínum. "Ég er auðvitað óánægður með að tapa leiknum, það gefur auga leið. Það er erfitt að útskýra það hvers vegna seinni hálfleikurinn var svona slakur. Fyrri hálfleikurinn var frábær og það var synd að geta ekki haldið áfram að spila eins í seinni hálfleik. En króatíska liðið sýndi styrk sinn í seinni hálfleik. Við einfaldlega réðum ekki við vel uppbyggðar sóknir liðsins en við verðum að vera samstilltir í leiknum gegn Búlgaríu og sýna að við getum spilað góðan fótbolta, eins og við gerðum í fyrri hálfleik."
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Í beinni: ÍR - Valur | Borche snýr aftur Í beinni: Haukar - Njarðvík | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla Sjá meira