Tveir sérfræðingar úr tæknideild lögreglunnar í Reykjavík eru væntanlegir til Ísafjarðar fyrir hádegi til að aðstoða lögregluna þar við að rannsaka eldsupptök í tvíbýlishúsi við Aðalstræti í gær þar sem karlmaður á sextugsaldri fórst. Slökkviliðið á Ísafirði stóð vakt við húsið í alla nótt af ótta við að eldurinn gæti tekið sig upp aftur þar sem húsið er einangrað með eldfimum hefilsspónum en svo fór þó ekki.

