Tónleikar til styrktar geðsviði Reykjalundar verða haldnir í Fríkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 18. desember kl. 17
Kirkjukór Lágafellssóknar og Fríkirkjukórinn í Hafnarfirði syngja jólalög ásamt fjöldi listamanna. Fram koma meðal annars: Páll Rósinkranz, Garðar Thor Cortes, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Bergþór Pálsson og Egill Ólafsson.
Allir listamennirnir gefa vinnu sína og er miðaverð 1500 krónur fyrir fullorðna og 500 krónur fyrir börn.
