Dagsbrún skipt upp í tvö rekstrarfélög 13. september 2006 00:01 Af kynningarfundi Dagsbrúnar. Rekstri Dagsbrúnar hefur verið skipt í tvennt. Teymi og hlutafélagið 365 verða skráð í Kauphöll Íslands í nóvember. MYND/GVA Stjórn Dagsbrúnar mun leggja þá tillögu fyrir hluthafafund að félaginu verði skipt í tvö aðskilin rekstrarfélög, Teymi og 365, sem bæði verða skráð í Kauphöll Íslands. Teymi verður stofnað utan um fjarskiptahluta rekstursins og hlutafélagið 365 utan um fjölmiðla- og afþreyingarhlutann. Félögin verða skráð í Kauphöll Íslands í nóvember næstkomandi. Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Dagsbrúnar, segir félagið hafa stækkað mikið undanfarin misseri og mánuði. Félögin tvö, Teymi og 365, séu nú hvort um sig stærri en Dagsbrún var í upphafi árs "Við teljum möguleika þessara tveggja félaga meiri sitt í hvoru lagi en saman." Þriðja félagið, K2, verður stofnað utan um þau fyrirtæki sem ekki falla að kjarnastarfsemi hinna tveggja. Teymi og 365 munu þó hvort um sig eiga þrjátíu og fimm prósenta hlut í K2 en aðrir fjárfestar afganginn. Loks hyggst Dagsbrún selja fasteignir í eigu félagsins. Áætlað er að þessar aðgerðir skili sér í lægri skuldastöðu sem nemur samtals þrettán til fjórtán milljörðum króna. Árni Pétur Jónsson, núverandi forstjóri Og Vodafone, verður forstjóri Teymis. Dótturfélög Teymis verða meðal annars símafélögin Og Vodafone og Sko, færeyska fjarskiptafélagið Kall, Securitas, Kögun, Skýrr og EJS. Undir hlutafélagið 365 heyra meðal annars 365 fjölmiðlar, Sena, D3, Sagafilm og breska prentsmiðjan Wyndeham. Þá á félagið tuttugu prósenta hlut í Dagsbrun Media Fund, sem stendur að útgáfu danska fríblaðsins Nyhedsavisen. Rekstur fjölmiðla á Íslandi hefur óneitanlega verið brokkgengur. Ari Edwald, forstjóri 365, telur þó að félagið eigi fullt erindi á markað. "Það má vel vera að það taki tvo til þrjá ársfjórðunga að skapa okkur einhverja sögu. 365 hf. verður gagnsærra sem sjálfstætt félag á markaði og ég geri ráð fyrir að enn skýrari kröfur verði gerðar um rekstrarárangur en áður." Ari segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um tilteknar breytingar á rekstri 365. Viðskipti Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Sjá meira
Stjórn Dagsbrúnar mun leggja þá tillögu fyrir hluthafafund að félaginu verði skipt í tvö aðskilin rekstrarfélög, Teymi og 365, sem bæði verða skráð í Kauphöll Íslands. Teymi verður stofnað utan um fjarskiptahluta rekstursins og hlutafélagið 365 utan um fjölmiðla- og afþreyingarhlutann. Félögin verða skráð í Kauphöll Íslands í nóvember næstkomandi. Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Dagsbrúnar, segir félagið hafa stækkað mikið undanfarin misseri og mánuði. Félögin tvö, Teymi og 365, séu nú hvort um sig stærri en Dagsbrún var í upphafi árs "Við teljum möguleika þessara tveggja félaga meiri sitt í hvoru lagi en saman." Þriðja félagið, K2, verður stofnað utan um þau fyrirtæki sem ekki falla að kjarnastarfsemi hinna tveggja. Teymi og 365 munu þó hvort um sig eiga þrjátíu og fimm prósenta hlut í K2 en aðrir fjárfestar afganginn. Loks hyggst Dagsbrún selja fasteignir í eigu félagsins. Áætlað er að þessar aðgerðir skili sér í lægri skuldastöðu sem nemur samtals þrettán til fjórtán milljörðum króna. Árni Pétur Jónsson, núverandi forstjóri Og Vodafone, verður forstjóri Teymis. Dótturfélög Teymis verða meðal annars símafélögin Og Vodafone og Sko, færeyska fjarskiptafélagið Kall, Securitas, Kögun, Skýrr og EJS. Undir hlutafélagið 365 heyra meðal annars 365 fjölmiðlar, Sena, D3, Sagafilm og breska prentsmiðjan Wyndeham. Þá á félagið tuttugu prósenta hlut í Dagsbrun Media Fund, sem stendur að útgáfu danska fríblaðsins Nyhedsavisen. Rekstur fjölmiðla á Íslandi hefur óneitanlega verið brokkgengur. Ari Edwald, forstjóri 365, telur þó að félagið eigi fullt erindi á markað. "Það má vel vera að það taki tvo til þrjá ársfjórðunga að skapa okkur einhverja sögu. 365 hf. verður gagnsærra sem sjálfstætt félag á markaði og ég geri ráð fyrir að enn skýrari kröfur verði gerðar um rekstrarárangur en áður." Ari segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um tilteknar breytingar á rekstri 365.
Viðskipti Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Sjá meira