Bílaforstjórar ræða samstarf í vikunni 27. september 2006 00:01 Bandaríski auðkýfingurinn Kirk Kerkorian átti frumkvæði að samstarfi bílaframleiðandanna GM, Nissan og Renault fyrr í sumar. Viðræður hafa engum árangri skilað og þykir samstarfið ólíklegt. Mynd/AFP Líkur á samstarfi bandaríska bílaframleiðandans General Motors (GM), hins franska Renault og japanska samkeppnisaðila þeirra, Nissan, eru sagðar hafa minnkað til muna eftir að lítill árangur náðist í viðræðum forstjóra félaganna á dögunum. Viðræðurnar hófust í júlí eftir að bandaríski auðjöfurinn Kirk Kerkorian, einn stærsti hluthafinn í GM, léð máls á því að forstjórar bílaframleiðendanna Renault og Nissan hefðu hug á samstarfi með GM. Þeim lauk í enda ágúst án viðunandi niðurstöðu en forstjórarnir munu hittast á ný í vikunni. Ekki er búist við niðurstöðu úr viðræðunum fyrr en um miðjan næsta mánuð. Að sögn bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal strönduðu viðræðurnar á því að forstjórar Renault og Nissan sáu fyrir sér víðtækt samstarf á sviði bílaframleiðslu til að auka hagræði í rekstri fyrirtækjanna. Því var forstjóri GM mótfallinn en stjórn fyrirtækisins vill einskorða samstarfið við nokkrar sameiginlegar verksmiðjur og framleiðslu á fáeinum bílategundum. Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor"s hefur kannað stöðuna og mat það svo í síðustu viku að hagræðið verði minna en vonir stóðu til í upphafi. Hagræði yrði minnst hjá GM og telur matsfyrirtækið því litlar líkur á samstarfi bílaframleiðendanna þriggja. Viðskipti Mest lesið Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Fleiri fréttir Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Sjá meira
Líkur á samstarfi bandaríska bílaframleiðandans General Motors (GM), hins franska Renault og japanska samkeppnisaðila þeirra, Nissan, eru sagðar hafa minnkað til muna eftir að lítill árangur náðist í viðræðum forstjóra félaganna á dögunum. Viðræðurnar hófust í júlí eftir að bandaríski auðjöfurinn Kirk Kerkorian, einn stærsti hluthafinn í GM, léð máls á því að forstjórar bílaframleiðendanna Renault og Nissan hefðu hug á samstarfi með GM. Þeim lauk í enda ágúst án viðunandi niðurstöðu en forstjórarnir munu hittast á ný í vikunni. Ekki er búist við niðurstöðu úr viðræðunum fyrr en um miðjan næsta mánuð. Að sögn bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal strönduðu viðræðurnar á því að forstjórar Renault og Nissan sáu fyrir sér víðtækt samstarf á sviði bílaframleiðslu til að auka hagræði í rekstri fyrirtækjanna. Því var forstjóri GM mótfallinn en stjórn fyrirtækisins vill einskorða samstarfið við nokkrar sameiginlegar verksmiðjur og framleiðslu á fáeinum bílategundum. Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor"s hefur kannað stöðuna og mat það svo í síðustu viku að hagræðið verði minna en vonir stóðu til í upphafi. Hagræði yrði minnst hjá GM og telur matsfyrirtækið því litlar líkur á samstarfi bílaframleiðendanna þriggja.
Viðskipti Mest lesið Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Fleiri fréttir Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Sjá meira